Leita í fréttum mbl.is

ESB-málið er galopið bændum!

Hliðar ESB-málsins geta hreinlega tekið á sig hinar afkáralegustu myndir. Nú kvartar Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknar yfir því að hversu lítið samráð hafi verið haft við bændur í ESB-málinu.

Málið er hinsvegar að bændur hafa haft nákvæmlega sama aðgang að ESB-málinu og aðrir hagsmunahópar! Þetta kemur því úr hörðustu átt.

Bændur hafa hinsvegar "límt sig fasta" við varnarlínur, sem í raun þýddu að ESB-ætti nánast að taka upp landbúnaðarstefnu Íslands og þær voru látnar líta þannig út að nánast ógerningur var að ganga að þeim.

En þetta var að sjálfsögðu "taktík" Bændasamtakanna - sem gerði og það að verkum að þau máluðu sig út í horn í ESB-málinu! 

Í frétt á heimasíðu Bændablaðsins, segir í ályktun frá síðasta Búnaðarþingi: "

Aðildarviðræður við Evrópusambandið


Markmið: Búnaðarþing 2012 krefst þess að varnarlínur BÍ verði virtar í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stjórnvöld setji tafarlaust fram samningsmarkmið sem verndi með skýrum hætti hagsmuni íslensks landbúnaðar. 

Leiðir: Fulltrúar BÍ komi þessum skilaboðum búnaðarþings með skýrum hætti á framfæri í nefndarstörfum vegna ESB-umsóknar stjórnvalda. Stjórn BÍ komi þeim með sama hætti á framfæri við íslensk stjórnvöld og sendifulltrúa Evrópuríkja hérlendis

Framgangur: Stjórn BÍ er falið að vinna áfram að málinu af þunga." 

 

Takið eftir hinu athyglisverða rauða letri (ES-bloggið breytti!). Hafa bændur ekki komið þessu hressilega á framfæri? Það vita allir af þessum varnarlínum - yfir hverju eru menn að kvarta eiginlega? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eruð þið ekki úti í horni, strákar? Íslenzka þjóðin hefur ekki áhuga á þessu Esb-i ykkar og sízt sjómenn og bændur.

Jón Valur Jensson, 13.8.2012 kl. 17:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.


Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 21:49

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Írskir bændur eru ekki íslenzkir.

Írar höfðu líka mun minna (hlutfallslega) að tapa en við í allsherjar-þjóðarhagsmunum.

Jón Valur Jensson, 13.8.2012 kl. 22:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan frá Íslandi á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.

Á móti kemur að innflutningur á landbúnaðarvörum þaðan myndi aukast eitthvað hérlendis.

Tollar falla einnig niður á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum og því yrði hægt að STÓRAUKA sölu þangað á FULLUNNUM íslenskum sjávarfurðum.

Og AUKIN sala héðan á FULLUNNUM sjávarfurðum þýðir að sjálfsögðu AUKNA ATVINNU hérlendis, en EKKI minni, með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til LANDBÚNAÐAR í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.

Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:58

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN er MIKLU MEIRI nú en þá.

Sérstaklega er þó útflutningsVERÐMÆTIÐ MEIRA en það var.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af FULLUNNUM búvörum.

Útflutningurinn hefur með öðrum orðum AUKIST hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband