Leita í fréttum mbl.is

ESB-málið og "peningarökin"

Skyndilega er ESB-málið orðið mál málanna aftur og sú umræða inniheldur alltaf "peningarökin" þ.e. þá afstöðu NEI-sinn að þetta ferli kosti svo ofboðslega mikið!

Á sama tíma og íslenskt efnahagslíf er í gjaldeyrishöftum og með (alþjóðlega séð) ónothæfan gjaldmiðil! Sem kostar þetta sama atvinnulíf langtum meira heldur en umsóknin að ESB - nokkurntímann!

Já, postular hins óbreytta ástands eru stundum beinlínis spaugilegir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.10.2011:

"Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna næsta árs að samtals verði tekið við 376 milljónum króna frá Evrópusambandinu vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið í svonefnda IPA-styrki í ýmis verkefni á vegum einstakra ráðuneyta."

"Gert er ráð fyrir því að verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem stýrt er af Katrínu Jakobsdóttur, fái á næsta ári 124 milljónir króna frá Evrópusambandinu í gegnum IPA-styrkjakerfið og samtals 309 milljónir króna til ársins 2015.

Samtals er reiknað með að 468 milljónir króna renni úr IPA-sjóðum Evrópusambandsins til Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem heyrir undir Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fram til ársins 2015 og þar af 125 milljónir á næsta ári.

Af fjármunum frá Evrópusambandinu rennur stærstur hlutinn í krónum talið til verkefna sem heyra undir ráðuneyti sem stýrt er af ráðherrum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins, eða um 2/3 sé miðað við þá styrki sem gert er ráð fyrir á næsta ári en 77,5% sé miðað við heildarupphæðina til ársins 2015."

Meirihluti styrkja frá Evrópusambandinu vegna VG

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 18:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á undanförnum 15 árum hafa nærri 14 þúsund Íslendingar farið utan í starfsþjálfun og nám á vegum Menntaáætlunar Evrópusambandsins.

Og mun fleiri hafa tekið þátt í margvíslegum verkefnum.

Samtals eru STYRKIR Menntaáætlunar Evrópusambandsins og forvera hennar um FIMM MILLJARÐAR KRÓNA á þessu tímabili.
"

Afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins 2010

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 18:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 18:33

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tilvitnun í Össur Skarphéðinsson kemur ekki í stað sönnunar!

Og sannarlega myndi þetta kosta okkur mikið, fyrst og fremst þó í fullveldismissi og missi einokunarvalds okkar yfir eigin fiskimiðum og öðrum auðlindum.

Þar til viðbótar hefði Esb. gríðarlegt sóknarfæri vegna valdheimilda þess til stóraukinnar skattheimtu.

Jón Valur Jensson, 13.8.2012 kl. 18:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif, og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.

Það er nú allt fullveldið!

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 18:50

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 18:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 18:53

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er kjánaleg klisja hjá þér, Steini, að við séum "í Evrópusambandinu" eða "70% í Evrópusambandinu". Hreint bull.

Jón Valur Jensson, 13.8.2012 kl. 19:04

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 19:22

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.6.2012:

Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50%
árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.

Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.

Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 19:24

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vesalings Steini, sér ekki hægfara belju, þótt hann haldi í halann á henni.

Svo vil ég benda honum á það, sem kom fram í góðum Fullveldisþætti á Útvarpi Sögu í liðinni viku, þ.e. í orðum Ragnars Arnalds í viðtali við hann þar, að Evrópusambandið þvingaði írska ríkið til að taka á sig fjárskuldbindingar írsku bankanna. Við neituðum hins vegar að láta íslenzka ríkið taka ábyrgð á 6 til 7 þúsund milljarða kr. skuldabyrði bankanna, en ef við hefðum verið í Evrópusambandinu, hefðum við ekkert val átt um að neita því. "Í dag erum við í miklu, miklu betri stöðu en Írar, þeir eru með 3-4 sinnum meira atvinnuleysi en við." (Ragnar Arnalds.)

Jón Valur Jensson, 13.8.2012 kl. 20:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍTREKUN NR. 94:

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 21:42

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MIKLU HÆRRI en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

OG HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 22:09

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna


"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Economy of the European Union - The largest economy in the world


List of countries by Gross Domestic Product (nominal)

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 22:29

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 22:33

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki
, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 22:36

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.

Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!

Er allt á niðurleið í Svíþjóð og Sviss, sem eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!

Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!

Evran er galdmiðill þeirra allra.

Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.

Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.

Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.

Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.

Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.

Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.

EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.

Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.

Og hvorki Noregur Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 22:43

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeim mun fleiri sem eru í Evrópusambandinu, þeim mun hættulegra er það, og þeim mun minna yrði atkvæðavægi okkar.

Jón Valur Jensson, 13.8.2012 kl. 22:50

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tröll eiga líka oft erfitt um gang og eru sein að hugsa.

Er það ekki einmitt að sýna sig með Esb-tröllið núna?

Jón Valur Jensson, 13.8.2012 kl. 22:52

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða hagsmuni eru SUMIR að verja með því að vilja endilega halda hér þjóðaratkvæðagreiðslu um samning sem ekki er til?!

Hverjir halda slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur?!


Þeir ÓTTAST að sjálfsögðu að samningurinn verði samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu en EKKI að hann verði slæmur fyrir okkur Íslendinga, enda yrði hann þá felldur.

Þorsteinn Briem, 13.8.2012 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband