28.8.2012 | 20:32
Samningsafstaða Íslands gagnvart ESB í tveimur köflum birt
Á www.vidraedur.is segir þetta:
" Samningsafstaða Íslands varðandi tollabandalag annars vegar og utanríkistengsl hins vegar í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is. Samningsafstaðan var send framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjum sambandsins eftir að um hana var fjallað í viðkomandi samningahópum, samninganefnd Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis, og hún samþykkt í ráðherranefnd um Evrópumál og ríkisstjórn. Búist er við því að viðræður hefjist í viðkomandi málaflokkum fyrir lok þessa árs.
Kafli 29 um tollabandalagið heyrir ekki undir EES-samninginn. Markmið tollabandalagsins er að örva viðskipti á milli aðildarríkja og við þriðju ríki og bæta samkeppnisskilyrði og samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja. Aðildarríki tollabandalags ESB hafa sameiginlega tollskrá gagnvart þriðju ríkjum en tollar á innflutning og útflutning falla hins vegar niður milli aðildarríkjanna, enda fara vörusendingar óhindrað yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti sé að ræða. Í samningsafstöðunni kemur fram að Ísland muni með nauðsynlegum lagabreytingum tryggja áframhaldandi öflug eftirlitsúrræði með ólöglegum innflutningi til landsins, ekki síst fíkniefnum. Í samningsafstöðunni er einnig vikið að hugsanlegum neikvæðum áhrifum sem breyttir tollar gætu haft á innflutning aðfanga til mikilvægra atvinnuvega, eins og til orkufreks iðnaðar, landbúnaðar og fiskvinnslu. Minnt er á að ESB er uppálagt að hafa að leiðarljósi þarfir aðildarríkja fyrir hráefni og hálfunnar vörur og að sama skapi tryggja að skilyrðum til samkeppni milli aðildarríkja sé ekki raskað hvað fullunnar vörur varðar. Um þessi atriði verður þó samið í kafla 30 um utanríkistengsl og kafla 11 um landbúnað, þó ekki sé útilokað að leita þurfi lausna í kafla 29 síðar í ferlinu.
Kafli 30 um utanríkistengsl er heldur ekki hluti af EES-samningnum. Kaflinn nær m.a. til viðskipta við ríki utan sambandsins, þ.m.t. fríverslunarsamninga og tolla, mál sem varða þróunarsamvinnu og mannúðar- og neyðaraðstoð. Í samningsafstöðu Íslands kemur fram að stefna Íslands á sviði þróunarsamvinnu og mannúðar- og neyðaraðstoðar falli vel saman við stefnu ESB á þeim sviðum. Í afstöðunni eru gerðar kröfur á sviði utanríkisviðskipta um að leitað verði leiða til að innflutningur á aðföngum til orkufreks iðnaðar, hráefnis til fiskvinnslu og aðfanga til fiskveiða og fiskeldis raskist sem minnst við aðild. Ennfremur er óskað eftir samstarfi við ESB um að áhrif aðildar Íslands að sambandinu hafi sem minnst áhrif á viðskipti við lönd utan þess. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á að varðveita hið nána samband Íslands og Færeyja sem endurspeglast m.a. í Hoyvíkur-samningnum. Í afstöðunni er gerður fyrirvari um að tollverndin sé mikilvæg stuðningsráðstöfun í landbúnaði og að á því máli þurfi að taka í 11. kafla viðræðnanna um landbúnað og dreifbýlisþróun. Ennfremur áskilur Ísland sér rétt til að koma að málinu síðar ef ekki finnast viðunandi lausnir í 11. kafla.
Samningaviðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu snúast um 33 kafla í regluverki ESB, auk kafla um stofnanir og annað. Alls hafa 18 samningskaflar verið opnaðir frá því að efnislegar aðildarviðræður hófust í júní á síðasta ári og er samningum þegar lokið um 10 þeirra. Alls hefur samningsafstaða Íslands í 24 köflum verið birt á viðræður.is."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.