Leita í fréttum mbl.is

Sveiflu jó-jóið af stað?

Fram kemur í morgunkorni frá Íslandsbanka að krónan hafi veikst um 2,6% á mjög skömmum tíma. Í morgunkorninu segir:

"Væntingavísitalan hefur sterka fylgni við gengisþróun krónunnar og því þarf ekki að koma á óvart að væntingar landsmanna hafi lyfst svo mikið nú í sumar á sama tíma og krónan hefur verið að styrkjast, en styrkingin frá því í byrjun júní og þar til um miðjan ágúst nemur 8%. Síðustu daga hefur þessi þróun hinsvegar snúist við og gengi krónunnar hefur veikst um 2,6% gagnvart helstu gjaldmiðlum. Verði áframhald á þeirri þróun má búast við að væntingar landsmanna litist af því á komandi vikum samhliða því sem haustið skellur á, sem gæti einnig átt þátt í að tempra bjartsýni landans."

Þá er það bara spurningin hvort sveiflu-jó-jóið sé að fara af stað, nú þegar t.d. innstreymi tekna vegna ferðamanna minnkar verulega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband