Leita í fréttum mbl.is

Danir styðja aðildarumsókn Íslands að ESB

Á www.visir.is segir: " Forsætisráðherra Danmerkur segir Dani styðja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til að viðræðurnar haldi áfram af krafti. Hún ræddi evrópumálin og makrílveiðar við Jóhönnu Sigurðardóttur í opinberri heimsókn til Íslands í dag. 

Helle Torning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hún stoppar hér á landi í tæpan sólarhring og hóf heimsóknina á Þingvöllum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti henni við Hakið og gengu þau saman í gegnum þjóðgarðinn. Helle var mjög áhugasöm um sögu Þingvalla og fræddi Ólafur hana um þinghald fyrr á tímum og þróun svæðisins á síðustu árum.

Að lokinni göngu um svæðið funduðu Jóhanna og Helle í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 

„Danmörk og Ísland eru góðir nágrannar og vinátta landanna stendur á gömlum merg. Við höfum auðvitað rætt vandann sem ríkir í Evrópu og ástandið þar. Einnig þróunina sem mun eiga sér stað í Evrópu í náinni framtíð. Við fjölluðum um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og viðræðurnar um makrílveiðar hafa þá óneitanlega borið á góma. Það málefni er auðvitað ofarlega á baugi bæði í ESB og á Íslandi." segir Helle.

Hún segir Dani vera mikla stuðningsmenn við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til þess að viðræðurnar muni halda áfram af sama krafti og hefur verið á meðan Danir hafa gegnt formennsku í sambandinu. " 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"Danir styðja inngöngu Íslands í ESB" Það er gott að vita það þótt þessi frétt sé ekki ný.Og það eru ekki meðmæli með inngöngu Íslands í ESB að þetta gamla kúgunarríki Íslands og herraþjóð skuli nú vilja gleypa okkur aftur .EF einhver heldur að það séu meðmæli með því að Ísland gangi í ESB þá er sá hinn sami galinn. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er næsta öruggt að Jón Sigurðsson er búinn að snúa sér við í gröfinni við þennan sleikjugang og aumingjahátt gagnvart Dönum sem fara nú í fararbroddi gömlu nýlenduveldanna í tilburðum þeirra við að ræna íslendinga makrílnum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2012 kl. 20:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2012:

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.

Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu
.

Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta

Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.

Stefan Füle stækkunarstjóri ESB
skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.


Samningsafstaða liggur fyrir í gjaldmiðilsmálum


Samningsafstaða Íslands í gjaldmiðilsmálum var send til Evrópusambandsins í byrjun mánaðarins eftir hefðbundið samráðsferli í samningahópi og aðalsamninganefnd, ráðherranefnd um Evrópumál, utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn.

Í afstöðunni leggur Ísland áherslu á að við aðild að ESB taki það þátt í störfum Efnahags- og myntbandalagsins gegnum ERM2 og taki upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa.

Stefnt verði að því að uppfylla Maastricht-skilyrðin um fjármál hins opinbera, verðbólgu og langtímavexti.

Eins þurfi að gera lagabreytingar til að styrkja sjálfstæði Seðlabanka Íslands.

Þá hefur verið settur saman sérstakur hópur í samvinnu íslenskra stjórnvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópska seðlabankans, ásamt sérfræðingum, með það fyrir augum að leita leiða út úr gjaldeyrishöftunum og hópurinn fundar í næsta mánuði.
"

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband