Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefna um stjórnskipulag ESB - grein um byggðamál

Já-Ísland

Á www.JáÍsland segir: "Þann 21. september næstkomandi standa Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun fyrir ráðstefnu um stjórnskipulag Evrópusambandsins og Norðurlanda, í samvinnu við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Evrópustofu. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu og hefst klukkan 13. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á áhrif aðildar að Evrópusambandinu á stjórnskipulag ríkja, einkum Norðurlandanna. Með auknum samruna í Evrópu, hafa mótast tvenns konar stjórnskipunarkerfi annars vegar stjórnskipun aðildarríkja og hins vegar yfirþjóðleg stjórnskipun Evrópusambandsins. Þessi kerfi skarast, enda lúta þau m.a. að valdbærni stofnana og meðferð valds gagnvart borgurum, en hvíla þó á ólíkum hugmyndafræðilegum undirstöðum og kenningum um uppsprettu valdsins. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um hvernig lagakerfi Evrópusambandsins hefur smám saman „stjórnarskrárvæðst“ og samspil stjórnskipunarreglna í landsrétti og sambandsrétti, ástæður þeirrar þróunar, kosti hennar og galla og áhrif á lýðræðislega stjórnarhætti í aðildarríkjum sambandsins." SKRÁNINGAR BERIST Á AMS@HI.IS

Vekjum einnig athygli á þessari grein um byggðamál á vef Já Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Byggðamál:


"Er einboðið að sveitarfélögin gegni lykilhlutverki í viðræðum um byggðamál, enda verða hagsmunir sveitarfélaga og byggða ekki aðgreindir. Að mati meiri hlutans þarf að tryggja byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðning til dreifðra byggða.

Allt frá því að stækkunarferli Evrópusambandsins hófst í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar hefur sambandið haft í forgrunni efnahagslega uppbyggingu á þeim svæðum aðildarríkjanna sem lakast standa efnahagslega.

Nú er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verði varið alls 350 milljörðum evra til málaflokksins.


Stærsti hluti þess fjár rennur til nýrra ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, auk Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.

Auk þess eru verulegir fjármunir til ráðstöfunar í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins á tilteknum forsendum
sem meðal annars mundu ná til Íslands að óbreyttum reglum.

Meiri hlutinn bendir á að Ísland hefur lagt sitt af mörkum í þessu efni allt frá gildistöku EES-samningsins með fjárframlögum í þróunarsjóð EFTA sem veitt hefur fjármagn til þessara sömu ríkja og svæða innan Evrópusambandsins.

Hins vegar hafa svæði á Íslandi í sambærilegri stöðu ekki notið aðgangs að slíku fjármagni með sama hætti.
"

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 18:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 19:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópusambandið þingar líka sjálft um sitt "stjórnskipulag", m.a. Barroso, æðsti maður Esb., sem í morgun flutti þar ræðu sem boðaði, að Evrópusambandið ætti að fá til sín mun meira fulveldisvad frá meðlimaríkjunum og verða sambandsríki. Þetta er raunar sama stefna og Esb-þingið í Strassborg mótaði fyrir nær 15 árum:

"Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.). Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur atkvæðahlut stærstu Esb-ríkjanna í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu í Brussel um 61% (tekur gildi 1.11. 2014) og skerðir neitunarvad einstakra ríkja verulega.

Sjónvarpið sagði í kvöld gersamlega á ógagnrýninn hátt frá þessari ræðu Barrosos í morgun, birti án athugasemda klígjulegar "lýðræðis"-áróðursfléttur Barrosos til að réttlæta það stóraukna fullveldisframsal sem hann segir nauðsynlegt.

Og ekki er við því að búast, að þið hér gagnrýnið þessa stefnu Barrosos!

En að fela fullveldisframsalið hrikalega, sem Ísland yrði að kyngja með "aðild" að þessu valdfreka nýstórveldi (því sama sem í dag hótar Íslendingum viðskiptabanni vegna eðlilegra makrílveiða hér), það virðizt þið telja sjálfgefið hlutverk ykkar og meginverkefni í "upplýsingaþjónustu" ykkar á þessu neti.

Jón Valur Jensson, 12.9.2012 kl. 20:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þau ríki Evrópusambandsins, sem skuldbinda sig til að fara eftir Maastricht-sáttmálanum, verða EKKI sambandsríki.

10.8.2012:


"Stjórnlagadómstóll Frakklands hefur úrskurðað að fyrirhugaður sáttmáli um fjármálastöðugleika sem ríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um, að undanskildum Bretlandi og Tékklandi, stangist ekki á við frönsku stjórnarskrána."

"Þar með er einni hindrun rutt úr vegi endanlegrar samþykktar sáttmálans sem þarf samþykki a.m.k. 12 evruríkja fyrir 1. janúar 2013 til þess að taka formlega gildi.

Til þessa hafa fimm evruríki endanlega samþykkt sáttmálann."

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 21:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.9.2012 (í dag):

Þýski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í morgun að björgunarsjóður Evrópusambandsins bryti ekki gegn stjórnarskrá Þýskalands.

"Með úrskurðinum er rutt úr vegi stærstu hindruninni fyrir áframhaldandi myntsamstarfi Evrópusambandsríkjanna."

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 22:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.9.2012 (í dag):

"Útgönguspár og fyrstu tölur í þingkosningunum í Hollandi benda til að kjósendur hafi í dag hafnað þeim flokkum sem eru andvígir Evrópusambandinu og evrunni."

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 23:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.9.2012 (í gær):

"Mikil uppsveifla hefur orðið í komum erlendra ferðamanna til ríkja Evrópusambandsins, samkvæmt frétt bandaríska viðskiptablaðsins Wall Street Journal.

Þannig hafi 7,7 milljónir ferðamanna frá ríkjum utan sambandsins heimsótt Spán í júlí, sem er metaðsókn.

Aukningin er 4,4%
miðað við sama tíma í fyrra.

Þá var aukningin í Frakklandi 2,2%, samanborið við sama tíma í fyrra."

Vaxandi ferðamannastraumur til Evrópusambandsríkjanna

Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 00:49

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi innlegg Steina eru ekki svör við mínu innleggi.

Ég er svo sem ekkert að ætlast til svars við því, og Steini getur haldið áfram að segja sínar sögur hér.

Jón Valur Jensson, 13.9.2012 kl. 04:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

ENGINN
nennir að svara öllu ruglinu sem frá þér kemur, elsku kallinn minn.

Enginn einn maður eða ríki stjórnar öllu í Evrópusambandinu.

En þar er að sjálfsögðu málfrelsi.

Og það er stór munur á fréttum og fréttaskýringum.

Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 05:12

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvar hef ég sagt, að einn maður eða eitt ríki stjórni öllu í Evrópusambandinu? HVERGI. Þú býrð þér til mótrök, vindmyllur til að slást við, elsku don Quichote minn. Með öðru þarf ég ekki að svara þessu "svari" þínu".

Jón Valur Jensson, 13.9.2012 kl. 22:30

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

"Sjónvarpið sagði í kvöld gersamlega á ógagnrýninn hátt frá þessari ræðu Barrosos í morgun, birti án athugasemda klígjulegar "lýðræðis"-áróðursfléttur Barrosos til að réttlæta það stóraukna fullveldisframsal sem hann segir nauðsynlegt."

Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 23:10

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og á þessi tilvitnun að "sanna" það, að ég telji Barroso ráða öllu í Esb.?! En ertu ekki líka að ganga fram hjá því, að margir aðrir leiðtogar Esb. eru sammála honum?!

Jón Valur Jensson, 13.9.2012 kl. 23:32

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Í Evrópusambandinu er að sjálfsögðu málfrelsi og kosningar.

Í sambandinu eru 27 RÍKI og þar býr hálfur milljarður manna með alls kyns skoðanir til hægri og vinstri og hvorki til hægri né vinstri.


Og þar fer fólk í klippingu.

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband