Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Steingrímsson tísti um krónuna: Kostar okkur 30 milljarða á ári!

Guðmundur SteingrímssonGuðmundur Steingrímsson tísti um þetta síðdegis þann 13.9: "Var í umræðu um fjárlögin. Fróðleiksmoli dagsins: Krónan kostar okkur ca 30 milljarða á ári í bein útgjöld úr ríkissjóði. Mætti nota í annað."

Til samanburðar: Kostnaður við menntakerfi landsins er um 64 milljarðar. Þetta er því um helmingur af rekstri alls menntakerfis landsins.

Krónan er dýr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað myndi atvinnuleysi upp á 10 prósentustig í viðbót, minni samkeppnishæfni útflutnings og ferðamannageirans, kvótahopp til Spánar og úthlutun makrílkvóta frá Brussel kosta?

Annars er það spurning hvort gjaldeyrisforðinn þurfi að vera jafn stór og hann er en það er önnur ella.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 19:01

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Vitið hefur nú ekkert verið að þvælast fyrir honum Guðmundi,

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 13.9.2012 kl. 19:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 19:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 20:19

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er rétt. Kostar óhemju að halda þessari krónu. Jú jú, ef menn vilja endilega henda fjármunum svona útum gluggann - þá er svo sem erfitt að banna mönnum það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2012 kl. 21:04

8 Smámynd: Hörður Hinrik Arnarson

Hvaðan kemur atvinnuleysi upp á 10 prósent, kvótahopp og úthlutun á makríl bloggfærslu Guðmundar við? Svo ekki sé minnst á samkeppnishæfni sjávarútvegsins og ferðamannageirans . . . . Hagfræði téhreyfingarinnar!

Reyndar er kostnaður ríkisins árlega nær 40 milljarðar til að tryggja þennan gjaldeyrisforða. Guðmundur mætti vanda mál sitt. Þegar búið er að ræða þessa 40 milljarða þá er stóra spurningin, hver kostnaður neytenda í landinu við að halda úti þessari örmynt!

Höfuðstóll (aðeins) íbúðarlána hefur hækkað um 400 milljarða síðan 2008 og mánaðlegar afborganir í samræmi við það. Ég held að við lántakendur (neytendur) gætum boðið sjómönnum upp á hærri sjómannaafslátt ef við fengum sambærileg lánakjör eins og tíðkast í siðmenntuðum Vestrænum ríkjum. Jafnvel haft 0% virðissauka á gistingu!

Hörður Hinrik Arnarson, 13.9.2012 kl. 23:10

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

svo má ekki gleyma 300 milljarða gjaldþrot Seðlabanakans... krónuaðdáðenda nr eitt

krónan er stórskaðleg og eyðileggur lífsgæðin okkar daglega

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband