16.9.2012 | 14:39
Árni Páll í FRBL: EES-samningurinn dugar okkur ekki til fulls - er hálfgildings lausn!
Árni Páll Árnason, þingmaður samfylkingar, ritaði grein í FRBL þann 13.september um Evrópumálin og ræddi aðallega EES-samninginn. Niðurstaða hans er í raun sú að þrátt fyrir að sá samningur hafi reynst okkur alveg ágætlega, sé sú staða komin upp að hann dugi ekki til.
" Í þeirri fyrirferðarmiklu umræðu um kosti Íslands í Evrópumálum sem staðið hefur undanfarin misseri hefur farið frekar hljótt um þá staðreynd að við getum ekki í dag uppfyllt ákvæði EES-samningsins og að alls óvíst er hvernig við förum að því þegar fram í sækir. Við höfum reist gjaldeyrishöft sem ekki standast ákvæði samningsins. Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans um varúðarreglur eftir höft er gert ráð fyrir að áfram verði unnt að viðhalda ýmsum hömlum á frjálsum fjármagnshreyfingum, eftir að höftum hefur verið aflétt. Þegar nánar er að gáð er óvíst að þær standist allar ákvæði EES-samningsins. Þannig er til dæmis gert ráð fyrir banni við lántöku heimila og fyrirtækja sem ekki hafa erlendar tekjur í erlendri mynt, en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við Ísland um bann við gengistryggðum lánveitingum og telur það ekki samrýmast ákvæðum EES-samningsins. Við munum, að óbreyttu regluverki, eiga erfitt með að takmarka heimildir íslenskra banka til að sækja á erlenda markaði eftir afnám hafta og innstæðutryggingakerfi hefur ekki verið útfært með trúverðugum hætti fyrir íslenska banka að afléttum höftum. Og jafnvel þótt hægt væri að laga EES-samninginn að slíkum hömlum höftum undir nýju nafni fælist að öllum líkindum í þeim ákvörðun um að skapa séríslenskt einangrunarregluverk um íslenskan fjármálamarkað. Slíkt mun hafa í för með sér afleiðingar þær augljósustu enn hærri fjármögnunarkostnað fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. "
Síðan segir Árni: "Sú öfugsnúna staða er því uppi nú að Ísland sem varð fyrir miklu höggi vegna skorts á sameiginlegu regluverki um fjármálastöðugleika og bankaeftirlit getur ekki leitt í lög hér þær úrbætur á því sviði sem Evrópusambandsríkin hafa þegar tekið ákvarðanir um. Við erum því enn sem fyrr bundin af því að hafa í heiðri fullt frelsi til fjármagnsflutninga, en höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að takmarka það frelsi og regla fjármálakerfið með sama hætti og hin löndin á hinu evrópska efnahagssvæði. Samningurinn leyfir okkur líklega ekki heldur séríslenskar haftalausnir, sem eru að öðrum kosti nauðsynlegar fyrir farsæla sambúð fjármagnsfrelsis og fljótandi veikburða gjaldmiðils. Fátt sýnir betur hversu öfugsnúin staða Íslands er orðin innan umgjarðar EES-samningsins.
Af öllu þessu leiðir að EES-samningurinn er okkur umtalsvert vandamál og ekki er einfalt að finna leiðir til að lifa við hann að óbreyttu. Við munum eiga í erfiðleikum við afnám hafta og tæpast hafa það svigrúm til að setja hömlur sem Seðlabankinn telur nauðsynlegt til að reka sjálfstæðan gjaldmiðil í umgjörð frjálsra fjármagnshreyfinga. Við höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að láta fjölþjóðlegar eftirlitsstofnanir fá fullnægjandi valdheimildir til fjármálaeftirlits og varúðar, sem gætu sett fjármagnsfrelsinu alþjóðlega viðurkenndar hömlur. EES-samningurinn býður því að óbreyttu ekki upp á annað en að endurtaka tilraunina um samspil minnsta fljótandi gjaldmiðils í heimi og óhefts fjármagnsflæðis. Hún tókst ekki vel.
Sú hálfgildings lausn sem fólst í EES-samningnum virðist ekki duga okkur til fulls. Þess vegna er okkur brýn nauðsyn að halda áfram með aðildarumsóknina, til að freista þess að finna betri leið fyrir þátttöku Íslands í hinu evrópska viðskiptaumhverfi. Um kosti aðildarinnar og galla fjalla ég í næstu grein."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Þorsteinn Briem, 16.9.2012 kl. 15:05
Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu VILJA að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að TAKA UPP FLEST LÖG Evrópusambandsins.
Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins og Schengen-samstarfið.
Þorsteinn Briem, 16.9.2012 kl. 15:07
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 16.9.2012 kl. 15:13
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 16.9.2012 kl. 15:15
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 16.9.2012 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.