17.9.2012 | 19:04
Evran passar best - dönsk króna í öðru sæti
Í frétt á Visir.is segir: "Evran er álitlegasti kosturinn sem Ísland hefur ef til stendur að taka upp erlendan gjaldmiðil hér á landi eða festa íslensku krónuna við hann á annað borð. Ef Evran yrði ekki fyrir valinu væri danska krónan næstbesti kosturinn.
Þetta kemur fram í ritinu Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum sem Seðlabanki Íslands gaf út í dag. Ritið er 622 blaðsíður að lengd og tekur ítarlega á álitaefnum sem þarf að hafa í huga þegar lagt er mat á heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðilsmála á Íslandi.
Þetta kemur fram í ritinu Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum sem Seðlabanki Íslands gaf út í dag. Ritið er 622 blaðsíður að lengd og tekur ítarlega á álitaefnum sem þarf að hafa í huga þegar lagt er mat á heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðilsmála á Íslandi.
Fram kemur að ekki er til eitt einhlítt svar við spurningunni um hvaða gjaldmiðill henti Íslandi best. Evran þykir besti kosturinn enda vegur evrusvæðið langþyngst í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar og erlendum skuldum hennar. Evrusvæðið er einnig næststærsta myntsvæði heimsins og því reyna mörg lönd að draga úr sveiflum gagnvart henni, sem væri ábati fyrir Ísland."
Hugmyndir um einhliða upptöku myntar eru sagðar verulega áhættusamar og upptaka Kanadadollars er nánast afskrifuð í skýrslunni.
Lesa má alla skýrsluna hér.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hún ar mörg ESB lýgin.Og íslenski Seðlabankastjórinn er þar engin undantekning.íslenski Seðlabankastjórinn er að reyna að ljúga því að íslensku þjóðinni að Ísland geti tekið upp evru sem gjaldmiðil.Eins og margoft hefur komið fram hafnar ESB því að Ísland taki upp evru sem gjaldmiðil einhliða,og hótar öllu illu ef það verður gert.Þetta veit Sðlabankastjóri en lýgur samt.Jafnvel þótt Ísland gangi í ESB á það ekki kost á því að taka upp evru fyrr en ESB þóknast sem yrði í fyrsta lagi eftir 10-15 á.Og það yrði eftir gengisfellingu íslensku krónunnar að kröfu ESB,sem myndi setja landið á hausinn.Evrópski Seðlabankinn skráir nú íslensku krónuna á 240 krónur fyrir 1 evru.Íslenski Seðlabankastjórinn er mesti lygalaupur í Evrópu,og slær út flestar lygar ESB.Eins og staðan er núna getur ísland tekið upp einhliða flesta gjaldmiðla heimsins ,aðra en evru.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 17.9.2012 kl. 20:19
En vitanleg verður íslenska krónan að vera áfram ,þar til viðskipta jöfnuður við útlönd er í plús til langs tíma.Hann er í mínus í dag, þrátt fyrir að ESB stjórnin gefi annað í skyn, með fullyrðingum um að allt sé í fínu standi.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 17.9.2012 kl. 20:31
"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 20:34
"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 20:35
Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.
Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna
"The euro is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."
Economy of the European Union - The largest economy in the world
List of countries by Gross Domestic Product (nominal)
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 20:41
Evran er betri fyrir okkur Íslendinga en Bandaríkja- eða Kanadadollar, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Evruríkin telja einfaldlega hagkvæmast að nota evruna, enda eiga þau mest viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, rétt eins og við Íslendingar.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 20:43
Í Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu eru um sex og hálfur miljarður, en innan ESB innan við 450 milljónir.Um 6000000000 fleira fólk er utan ESB en innan þess.Viðskipti við þetta fólk, 6000000000 er í hættu ef Ísland lætur gömul nýlenduveldi í ESB draga síg þangað.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 17.9.2012 kl. 20:54
Innan ESB ríkjanna eru milljónir fólks frá löndum utan þess. Innan ekki margra áratuga, með sama áframhaldi mun þetta fólk,sumt öfgafólk í trúarbrögðum hafa afgerandi áhrif í ESB ríkjunum með tilheyrandi óróa.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 17.9.2012 kl. 20:59
17.9.2012 (í dag):
"Í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum segir að mikill rekstrarhagfræðilegur ábati geti falist í upptöku sameiginlegs gjaldmiðils.
Seðlabankinn tiltekur meðal annars viðskiptakostnað þegar gjaldmiðli er skipt vegna viðskipta.
"Slíkur ábati felst til dæmis í því að þegar ríki hafa tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil fellur niður kostnaður við að skipta úr einum gjaldmiðli í annan þegar greitt er fyrir viðskipti á milli aðila sem búa í sitt hvoru ríkinu á sama myntsvæði.
Hér á Íslandi nemur þessi kostnaður lauslega áætlað um 5-15 milljörðum króna á ári."
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 20:59
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 21:03
Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
Og hér á Íslandi eru enn GJALDEYRISHÖFT.
Á Írlandi eru hins vegar ekki gjaldeyrishöft, enda eru 80% Íra ánægð með evruna.
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 21:15
Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 0,16% og gagnvart Bandaríkjadollar um 1,2%.
Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 45,5% og breska sterlingspundinu um 30%.
OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.
Árið 2011 HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113%.
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 21:32
17.9.2012 (í dag):
Upptaka Kanadadollars skotin í kaf - Einhliða upptaka gæti sett bankana á hausinn
Þorsteinn Briem, 17.9.2012 kl. 22:01
Nei,við ESB. Það verður hátíð um allt Ísland þegar við höfum rekið þetta lið af höndum okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2012 kl. 00:34
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 00:41
Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu VILJA að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að TAKA UPP FLEST LÖG Evrópusambandsins.
Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins og Schengen-samstarfið.
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 00:43
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 00:54
Sem svar við innleggi Esb-Steina hér kl. 0.43 leyfi ég mér að vitna í þennan texta:
Tekið hér af ESB-málefnasíðu Hægri grænna, en sá flokkur "er alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið."
Jón Valur Jensson, 18.9.2012 kl. 01:00
Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% TIL KANADA en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% FRÁ KANADA og 0,7% frá Rússlandi.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% Í KANADA, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.
Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 08:25
Siggeir Jónsson. Það er alveg ótrúlegt að sjá þig koma með athugsemdir við hverja einustu færslu á þessari bloggsíðu þar sem þú kallar allt lygi sem mælir með aðils Íslands að ESB en ert svo sjálfur að endurvarpa þeim lygum,mýtum og innistæðulausa hræðsluáróðri sem tröllríður skrifum margra helstu andstæðinga ESB. Þú minnir á dráttarhest með leppa við augun sem koma í veg fyrir að hann sjái til hliðar þannig að hann sjái aðeins veginn sem stjórnhandi sleðans vill að hann fari.
Það hefur engin þjóð þurft að fella gjalmiðil sinn svo á sjái í efnhahagslegu tilliti við það að taka upp Evru. Þar að auki hefur gengisfelling ekki sett neina þjóð á hausinn. Miklar gengisfellingar eru hins vegar oftast afleiðingar af því að þjóð fer á tæknilega á hausinn. Ekki rugla saman orsök og afleiðingum.
Við Íslendingar þekkjum þetta sjálfir frá árinu 2008 þar sem bankahrun olli miklum gengifellingum til stórskaða fyrir almenning í landinu sem er enn að súpa seyðið af afleiðingum þess.
Hvað viðskiptajöfnuð varðar þá var samanlagður vöruskiptajöfnuður og þjónustujöfnuður á öðrum ársfjórðungi hátt í 25 milljarðar kr. Hins vegar far fjármagnsjöfnður mjög óhagstæður þannig að viðskiptajöfnuðurinn í heild var neikvæður. Reiknaður fjármagnsjöfnuðr í dag er hins vegar ekki raunverulegur. Hallin af þeim jöfnuði er að mestu leyti til komin vegna reiknaðra vanskilavaxta af skuldumn þrotabúa gömlu bankanna sem eru enn í slitameðferð. Þessir reiknuðu vextir verða aldrei borgaðir nema af hluta til eða eins og eignir þrotabúanna duga til. Megnið af þeim eignum eru erlendis þannig að það er ekki svo að það þurfi að taka peninga úr íslensku hagkerfi til að greiða það sem þó verður greitt af þessu nema að litlu leyti.
Hér er því ekki um raunverulegan viskiptahalla að ræða þó um bókhaldslegan viðskiptahalla sé að ræðaþ Þar að auki hef ég ekki séð neinn halda því fram að viðskiptajöfnuðurinn sé jákvæður heldur aðeins að vöruskiptajöfnuðurinn og þjónustujöfnuurinn sé jákvæður sem er staðreynd. Vel má vera að einhverjir málsmetandi menn hafi ruglað saman hugtökum í þessu efni en þetta eru staðreyndir málsins.
Sigurður M Grétarsson, 18.9.2012 kl. 10:11
Svar Steina hér kl. 8:25 er ekkert svar við innleggi mínu (staðfestir það frekar með þöginni) og er máttlaust í raun til hvers sem vera skal. Þjóðir láta ekki innlimast í stórríki annarra þjóða vegna þess að þær fyrrnefndu hafi mikil viðskipti við þær síðari.
Svo er tími til kominn að benda á, að álit Seðlabankans fól ekki í sér fullyrðingu um, að kasta ætti krónunni og fá evruna í staðinn, heldur var lagt upp með aðra grunnspurningu: hvaða gjaldeyrir kæmi helzt til greina annar en króna. Þá kom m.a. í ljós, að ekki hentar Kanadadollar til þess o.s.frv. Álit Seðlabankans er ekki: Krónan er vanhæf, heldur var sagt, að hér væru ALLIR kostir slæmir í raun, allir með vissa galla, bara misslæmir, en þeir tveir, sem helzt stæðu upp úr, væru krónan og evran.
Skýrslan hefur verið lengi í smíðum, tvö ár, held ég. Sýnist mér hún bera nokkurt mark af því, að það er ekki fyrr en á síðasta hálfa ári og einkum síðustu mánuðum, sem stórfelldir gallar og haldleysi evrunnar hafa komið í ljós, og sér það nú hver maður, að illa var af stað farið með myntsamstarfið. Írar máttu líka bíta í það súra epli vegna evrunnar að þurfa að taka á ríkissjóð allt bankavandamálið, ólíkt okkur Íslendingum.
Jón Valur Jensson, 18.9.2012 kl. 11:03
... hvaða gjaldmiðill kæmi helzt til greina annar en króna ...
vildi ég sagt hafa.
Jón Valur Jensson, 18.9.2012 kl. 11:34
Jón. Írar ákváðu sjálfir að láta ríkissjóð ábyrgjast bankana. Það að þeir voru með Evru setti þeim engar skyldur til þess. Þeirra skuldir hafa því ekkert með aðild þeirra að myntsamstarfi Evrópu að gera.
Sigurður M Grétarsson, 18.9.2012 kl. 12:06
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.
Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.
Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 13:36
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 13:38
10.10.2011:
"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.
Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.
Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."
Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 13:40
Mjólkin í latte hér á Íslandi kemur frá íslenskum bændum og kaffið frá erlendum bændum.
"Bjartur í Sumarhúsum" keypti kaffi, sykur og hveiti sem erlendir bændur framleiddu og enn drekka flestir íslenskir bændur kaffi.
Og íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk.
"Latte eða caffé latte er kaffidrykkur, sem búinn er til með því að hella flóaðri mjólk yfir lögun af espresso.
Hlutfallið á milli mjólkur og kaffis er venjulega um 5:1, þannig að caffé latte hefur miklu meiri mjólk en cappuccino".
"Nafnið kemur úr ítölsku og "caffè latte" þýðir "mjólkurkaffi" en styttingin "latte" varð algeng í Bandaríkjunum um 1985."
"Á kaffihúsum er mjólkin yfirleitt flóuð með heitri gufu úr espressóvélinni, rétt eins og þegar mjólkurfroða er búin til."
"Ef beðið er um "latte" á Ítalíu færir þjónninn þér nær örugglega mjólkurglas.
Tæpast yrði flutt hér inn nýmjólk, enda þótt Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu.
Of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum, þannig að flytja þyrfti hana hingað til Íslands langa leið með skipum og nýmjólk hefur ekki mikið geymsluþol.
Aftur á móti fer nú einn gámur af skyri á viku héðan frá Íslandi til Finnlands, sem er í Evrópusambandinu.
"Útlit er fyrir að skyr verði flutt út eða framleitt erlendis samkvæmt sérstöku leyfi fyrir hálfan milljarð króna á þessu ári [2012]."
Engin mjólk yrði framleidd eða fiskur veiddur ef engir væru neytendurnir og fiskur, sem íslensk skip veiða, er aðallega seldur til Evrópusambandslandanna.
Þar að auki er langmestum botnfiskafla landað hérlendis í Reykjavík og þar er einnig mikil fiskvinnsla.
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 15:24
Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.
Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.
Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,2% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,6% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):
Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994-2009
"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu, sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994."
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 20:26
Sigurður M.G., vegna innleggs þíns í dag kl. 12.06 vil ég segja:
Það var vegna þrýstings EVRÓPUSAMBANDSINS, sem írska ríkið varð að tryggja allt sitt bankakerfi. Þetta kemur fram í fréttaskýringu hins ágæta viðskiptablaðamanns Sigurðar Más Jónssonar (höfundar bókarinnar um Icesave-málið) á Mbl.is í dag, í greininni ESA fer ekki fram á staðfestingu ríkisábyrgðar, þar sem fram kemur, að Enrico Traversa, sem flutti Icesave-kærumálið fyrir hönd
framkvæmdastjórnar Esb. í EFTA-dómstólnum í morgun, "rifjaði upp [í ræðu sinni þar] að þegar Írar hefðu íhugað að tryggja aðeins innstæður í bankakerfinu heima fyrir þá hefði Evrópusambandið sett þrýsting á þá um að tryggja allt kerfið. Þeir hefðu gert það og tryggt innstæður bæði í útibúum og dótturfélögum heima við, öfugt við Íslendinga."
Jón Valur Jensson, 18.9.2012 kl. 20:39
Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.
Seðlabanki Evrópu færi létt með að kaupa upp allar íslenskar krónur strax í fyrramálið og steypa úr þeim klump, sem hlunkað yrði niður fyrir framan Valhöll sem minnisvarða um heimsku Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.