Leita í fréttum mbl.is

RÚV: Slæma reynsla af peningastefnu

RÚVÁ RÚV segir: "Slæm reynsla Íslendinga af eigin peningastefnu síðustu tíu ár er sláandi að mati Seðlabankans. Reynsla annarra ríkja sem hafi sett sér svipuð markmið í rekstri peningastefnu sé allt önnur. Lítið samspil ríkisfjármála og peningastefnu valdi þessu ekki síst. Áframhaldandi króna eða upptaka evru að undangengnum aðildarviðræðum við Evrópusambandið eru þeir kostir sem Íslendingar ættu helst að líta til við skipan gjaldeyrismála á komandi árum. Þetta er mat Seðlabankans sem kynnti í gær veigamikið rit um valkosti Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum. Verði krónan ofan á þýðir það að byggja þurfi styrkari ramma um hana. Í ritinu er farið yfir slakan árangur Íslendinga síðustu tíu ár af rekstri sjálfstæðrar peningastefnu og sveigjanlegu gengi."

Síðan segir: "Reynsla annarra ríkja af peningastefnu með formlegu verðbólgumarkmiði hefur almennt verið góð segir í ritinu. Það eigi sérstaklega við um ríki sem áður höfðu glímt við viðvarandi vanda óhóflegrar verðbólgu og mikils óstöðugleika. Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sögð sláandi. Þetta sýni mikil verðbólga, sveiflur og ofþensla í þjóðarbúskapnum ekki síst.

Ástæður þessa hafa verið raktar í umræðunni, ekki síst í kjölfar efnahagshruns en meðal þess sem veldur er lítið samspil ríkisfjármála og peningastefnu, smæð hagkerfisins og fábreytni innlendrar framleiðslu."  

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri va einnig í spjalli við Spegilinn í gær, hlustið hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB- ruv bregur ekki út af vananum í ESB áróðri.En gleymir því að viðskiptajöfnuður Íslands fer stöðugt versnandi.Og "gleymir" auðvitað að spyrja seðalabankastjórann hvernig hann ætli að bregðast við.Krónan er á hraðri niðurleið með hann við stýrið og Seðlabanki Evrópu skráir nú eina evru að verðmæti 240 kr. íslenskar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:13

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þrátt fyrir metfjölda ferðamanna og toppverð á fiski og mokveiði á loðnu og makríl er það sem eftir er af íslenskri krónu að hrynja.Og þrátt fyrir gjaldeyrishöft.Frumkvöðull peningastefnunnar frá 2001 ætlar greinilega að hafa það af að koma Íslandi aftur á hausinn.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:16

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fróðlegt verður að sjá hvar seðlabankastjóri ætlar að taka mismuninn á evru eins og hann metur hana og svo á því verði sem Seðlabanki Evrópu metur hana, þegar seðlabankastjórinn tekur upp evru.Mismunurinn er kr. 80.Hann ætlar kannski að taka mismuninn að láni hjá Evrópska Seðlabankanum.Maðurinn er galinn.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.

Seðlabanki Evrópu
færi létt með að kaupa upp allar íslenskar krónur strax í fyrramálið og steypa úr þeim klump, sem hlunkað yrði niður fyrir framan Valhöll sem minnisvarða um heimsku Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 22:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.


Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 22:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna


"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Economy of the European Union - The largest economy in the world


List of countries by Gross Domestic Product (nominal)

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband