18.9.2012 | 18:26
Framsókn vill byggðastefnu (!)
Á RÚV birtist þann 12.9 nokkuð skondin frétt sem er svona: "Allur þingflokkur Framsóknarflokksins hefur lagt fram tillögu á Alþingi um byggðastefnu fyrir allt landið. Vill þingflokkurinn að ríkisstjórninni verði falið að stofna starfshóp sem vinni að mótun byggðastefnu fyrir allt landið.
Hópurinn verði skipaður fulltrúum frá sveitarfélögum og ráðuneytum og skili tillögum fyrir lok þessa löggjafarþings. Vill þingflokkurinn að starfshópurinn skoði sérstaklega norsku byggðastefnuna þar sem skattkerfi, afslættir og styrkir eru notaðir með góðum árangri."
Þetta hlýtur að vekja athygli, sérstaklega í ljósi þess að bænda og dreifbýlsisflokkurinn Framsókn, hefur verið við völd hér á landi áratugum saman. Flokkurinn hefur því haft góðan (!) tíma til þess að hanna byggðastefnu fyrir landið.
Nokkuð viðurkennt þykir að engin almennileg byggðastefna sé til á landinu og hafa menn t.d. á Vestfjörðum sagt að það sé e.t.v. betra að leita til Brussel en Reykajvíkur, til að finna byggðastefnu.
ESB er nefnilega með virka byggðastefnu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
ESB getur ekki haldið aftur af sér.Þá liggur það fyrir af hálfu ESB, að byggðastefna ESB eigi að gilda á Íslandi .Önnur ekki.Og allra síst íslensk byggðastefna.Og ekki leynir sér krataeðlið gagnvart Landsbyggðinni og þar með öllu landinu.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 20:55
18.9.2012 (í dag):
Landsbyggðarfólki hættara við að fá alzheimer
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 21:09
2.7.2011:
Ráðherra byggðamála í Póllandi þakkar byggðastefnu Evrópusambandsins stóran hluta hagvaxtar í landinu undanfarin ár.
Ráðherrann segir öll aðildarríki sambandsins, gömul og ný, hagnast á byggðastefnunni.
Pólverjar tóku í gær við forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins.
Pólland þiggur mest allra aðildarríkjanna af byggðastyrkjum, 67 milljarða evra á árunum 2007-2013.
Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins eru að jafna lífsgæði milli svæða innan sambandsins en það er gert með styrkjum til ýmissa grundvallarverkefna.
Elzbieta Bienkowska, ráðherra byggðamála í Póllandi, segir framlögin hafa nýst með margvíslegum hætti, til að mynda nýsköpunar, aukinnar menntunar og háskólanna á ýmsum sviðum.
"Þetta hefur komið sér vel fyrir pólskan efnahag. Helmingur vaxtar á vergri landsframleiðslu, sem var tvö til þrjú prósent á síðasta ári í Póllandi, helgast af þessum fjárframlögum Evrópusambandsins til byggðamála."
Hún telur ný aðildarríki geta haft mikinn hag af byggðaáætlunum Evrópusambandsins.
"Þessa styrki má sérsníða að þörfum og sjónarmiðum hvers svæðis og ríkis fyrir sig og þetta er góð stefna fyrir Ísland.
Mér skilst að Pólverjar séu stærsti hópur innflytjenda þar."
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 21:21
Elzbieta Kowalska sem unnið hefur í 15 ár á Íslandi og fer tvisvar á ári heim til Póllands , og er þar stödd núna, segist ekki hitta einn einasta Pólverja sem vilji taka upp evru, það sé sama og taka upp þýska markið.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:39
Hitinn í Póllandi var í kringum 22 gráður í dag.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:41
Hvergi hefur komið fram að Pólland hyggist taka upp evru.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 18.9.2012 kl. 21:43
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
Byggðamál:
"Er einboðið að sveitarfélögin gegni lykilhlutverki í viðræðum um byggðamál, enda verða hagsmunir sveitarfélaga og byggða ekki aðgreindir. Að mati meiri hlutans þarf að tryggja byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðning til dreifðra byggða.
Allt frá því að stækkunarferli Evrópusambandsins hófst í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar hefur sambandið haft í forgrunni efnahagslega uppbyggingu á þeim svæðum aðildarríkjanna sem lakast standa efnahagslega.
Nú er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verði varið alls 350 milljörðum evra til málaflokksins.
Stærsti hluti þess fjár rennur til nýrra ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, auk Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.
Auk þess eru verulegir fjármunir til ráðstöfunar í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins á tilteknum forsendum sem meðal annars mundu ná til Íslands að óbreyttum reglum.
Meiri hlutinn bendir á að Ísland hefur lagt sitt af mörkum í þessu efni allt frá gildistöku EES-samningsins með fjárframlögum í þróunarsjóð EFTA sem veitt hefur fjármagn til þessara sömu ríkja og svæða innan Evrópusambandsins.
Hins vegar hafa svæði á Íslandi í sambærilegri stöðu ekki notið aðgangs að slíku fjármagni með sama hætti."
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 21:57
ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.
RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
• Aðlögun flotans.
• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
• Veiðistjórnun og öryggismál.
• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 21:59
ESB er með mjög góða byggðarstefnu og flestir fræðimenn hafa fært sönnur á það að Ísland mun hagnast gríðarlega á byggðarstefnu ESB m.a útaf Ísland er harðbýlt svæði.
Það að utan er engin byggðarstefna á Íslandi... enda hefur landsbyggðin flutt til höfuðborgarinnar sem aldrei fyrr.
Skondið að XB nefna Noreg sem dæmi. Þora ekki fyrir sitt litla líf að nefna ESB sem dæmi.... byggðarstefna Noregs og ESB er nákvæmlega eins.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2012 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.