21.9.2012 | 17:40
..enn fellur krónan!
Það er hreinleg átakanlegt að fylgast með því hvernig íslenska krónan hrapar í verðgildi þessar vikurnar. Um leið og túrhestarnir er farnir, þá byrjar krónan að falla.
Hún heldur bara áfram að falla og falla!
Gengisvísitalan er komin í 221.25 stig!
Krónan er gallagripur!
Nútíma atvinnu og efnahagslíf getur ekki búið við þetta rugl!
Evran er hinsvegar við hestaheilsu!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 8,21% frá 7. ágúst síðastliðnum en breska sterlingspundsins um 7,83%, norsku krónunnar 7,32%, sænsku krónunnar 6,2%, svissneska frankans 7,46%, Bandaríkjadollars 3,68%, Kanadadollars 6,17% og japansks jens 4%.
Þorsteinn Briem, 21.9.2012 kl. 18:19
Horfið á plúsa og mínusa, ekki bara mínusa. Hækkun gengis krónunnar vegna mikillar innkomu gjaldeyris frá ferðamönnum minnkar í sjálfu sér hlutfallslega tekjur af hverjum viðbóta-ferðamanni og útflutningstekjum okkar. En þegar ferðamannastraumurinn minnkar með haustinu, minnkar innkoma gjaldeyris af honum, og það hefur þau áhrif að lækka gengi krónunnar, en þar með bjóðast einmitt ferðamönnum að utan betri kjör hér á ný, og það stuðlar þar með að einhverri fjölgun ferðamanna, auk þess sem útflutningsgreinunum vegna þá betur. Þetta gerist vegna sveigjanleika krónunnar, en eins væri hægt að binda hana á nokkuð fastan hátt.
Og þessi prósentusamanburður Steina er einskis nýtur hér; þetta leiðir bara af eðli máls vegna mikils ferðamannastraums, sem einmitt var ekki hvað sízt af völdum gengislækkunar krónunnar árið 2008!
Jón Valur Jensson, 21.9.2012 kl. 23:23
... viðbótaR-ferðamanni ...
... útflutningsgreinunum vegnaR þá betur ...
selvfölgelig!
VIÐAUKI: Gengishækkun krónunnar í sumar kom líka til af auknum gjaldeyristekjum vegna makríls o.fl.
En þetta er nú eins og að minnast á snöru í hengds manns húsi - að nefna MAKRÍL hér! Eða eruð þið ekki í liði með stórveldinu sem var að samþykkja í "lýðræðislega" Esb-þinginu nær samhljóða að beita okkur ógnunum og viðskiptaþvingunum vegna lögmætra makrílveiða okkar?!
Jón Valur Jensson, 22.9.2012 kl. 00:08
"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.
Þögn er sama og samþykki.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 01:13
Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 44% og breska sterlingspundinu um 28%.
OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.
Árið 2011 HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 114%.
Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 01:28
20.8.2012:
"Aðildarviðræður við ESB ganga vel
Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.
Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.
Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.
Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.
Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta
Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.
Stefan Füle stækkunarstjóri ESB skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor."
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 02:25
Það verður nú ekki samið til eilífðarnóns um veiðar úr makrílstofninum, frekar en öðrum flökkustofnum.
"Deilistofnar eru flökkustofnar, stofnar sem ekki eru staðbundnir, heldur flakka á milli lögsagna og þar með veiðisvæða, eins og til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld."
Norðmenn væru nú tæpast tilbúnir að gera samning til eilífðarnóns um að við Íslendingar fengjum að veiða töluvert úr makrílstofninum en eftir örfá ár gengi hann ekkert inn í íslensku lögsöguna.
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 02:28
Aðild að makríldeilunni eiga Ísland, Evrópusambandið, FÆREYJAR OG NOREGUR.
Og enda þótt Færeyjar séu ekki í Evrópusambandinu eru þær í danska ríkinu, sem er í Evrópusambandinu, og Færeyjar fá árlega gríðarlega styrki frá Danmörku.
"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."
The Faroe Islands
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 02:40
"Sauðfjárbændur hafa tekið á sig verulegar aðfangahækkanir undanfarin ár.
Áburðarverð hefur þrefaldast, olía rÍflega tvöfaldast og rekstrarkostnaður í heild hækkað um rúm 170% frá 2005."
16.7.2011: Sauðfjárbændur svara Gylfa Arnbjörnssyni
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 14:08
21.9.2012 (í gær):
Verðbólgan étur upp launahækkanir
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 14:13
Jón Valur: Ferðamönnum bjóðast ekki betri kjör með falli krónunnar því hér hækkar allt þegar gengið veikist. Það er sjálfsblekking að halda því fram að hér sé ódýrt fyrir ferðamenn.
The Critic, 22.9.2012 kl. 16:38
Nei, það eru a.m.k. verulega miklu betri kjör fyrir þá hér en árið 2007.
En Steini spilar áfram á "rök munns og maga" *, af hverju vill hann þá ekki, að við verðum eitt ríkjanna í Bandaríkjunum? Þar er enn betra verðlag, t.d. á matvælum og á eldsneyti.
* Um leið virðir Steini algerlega að vettugi gildi þess að viðhalda hér sjálfstæðu og fullvalda ríki með fulla stjórn á sínum auðlindum. Skyldulestur fyrir hann: Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, Rv. 1998 (um Esb-mál fyrst og fremst; bókin fæst hjá höfundi, sem er í símaskránni og á ja.is !
Jón Valur Jensson, 22.9.2012 kl. 23:13
Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 9,49% og gagnvart breska sterlingspundinu um 16,2%.
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 00:53
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 00:54
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.
Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.
Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 00:56
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.
Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.
EF Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 00:58
Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.
Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.
Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.
Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.
Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.
Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.
Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.
Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.
Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.
Það er hlýtt og notalegt.
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 01:00
10.9.2012:
Afar óhagkvæm Íslandslán: Séríslenskt fyrirbrigði sem hvetur til óhóflegrar skuldsetningar
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 01:04
10.9.2012:
Leysir engan vanda að banna hér verðtryggingu - Blátt bann bjargar engum
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 01:08
9.9.2012:
22% Spánverja vilja peseta á ný en 70% vilja evruna
Þorsteinn Briem, 23.9.2012 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.