Leita í fréttum mbl.is

SAMSTAÐA UM ÞJÓÐARHAGSMUNI - YFIRLÝSING

SAMSTAÐA UM ÞJÓÐARHAGSMUNI:

Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að tryggja sambærileg lífskjör og í grannlöndum. Við ungu fólki á Íslandi blasir hins vegar framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé, minna athafnafrelsi og veikara velferðarkerfi. Þessari framtíðarsýn þarf að breyta.

Fyrirsjáanlegt er að Ísland muni búa við takmarkanir á viðskiptafrelsi um langa framtíð verði ekkert að gert.

Þær hugmyndir sem uppi eru um nýtt form gjaldeyrishafta sýna – svo að ekki verður um villst – að óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg.

Stöðu Íslands á innri markaðnum verður að styrkja og jafna samkeppnisstöðu við nágrannalönd. Því er nauðsynlegt að ná breiðri samstöðu um þessi brýnustu markmið:

• Agaða hagstjórn sem samræmi stefnuna í ríkisfjármálum og málefnum atvinnuveganna markmiðinu um fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils.
• Traustan pólitískan stuðning við efnahagsmarkmiðin og aðildarviðræður við Evrópusambandið. Einungis þannig næst fram eins hagstæður samningur og mögulegt er, sem þjóðin tekur síðar afstöðu til.
• Nýja raunhæfa áætlun um aðildarviðræðurnar með hliðsjón af aðstæðum hér heima og í Evrópu, sem gefur rýmri tíma til að ná samstöðu sem tryggi hagsmuni þjóðarinnar.
• Sú breyting á stjórnarskránni taki gildi sem tryggir að þjóðin geti tekið þessar brýnu ákvarðanir um stöðu Íslands í Evrópu á næsta kjörtímabili.

Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.

Reykjavík, 2. október 2012.

Eftirfarandi skrifuðu undir yfirlýsinguna. Starfsheiti aðeins til glöggvunar, en allir mættu til fundar sem einstaklingar en ekki fulltrúar annarra.

Andrés Magnússon, frkvstj. Samt. Verslunar og Þjónustu
Andrés Pétursson, Alþjóðastofnun HÍ
Ari K Jónsson rektor HR
Árni Gunnarsson, fv. alþm
Árni Oddur Þórðarson, Eyri
Baldur Þórhallsson, HÍ
Benedikt Jóhannesson, frkvstj. Talnakönnunar
Björn Sigurbjörnsson, fv. ráðuneytisstj.
Bolli Valgarðsson, ráðgjafi
Einar Stefánsson, læknir
Ellisif Tinna Víðisdóttir, Thule
Erna Bryndís Halldórsdóttir, lögg. end.
Finnbjörn A. Hermannsson, form. Samiðnar
Finnur Oddsson, frkvstj. Viðskiptaráðs
Friðrik Pálsson, forstj. Hótel Rangá
G.Valdimar Valdimarsson, kerfisfr.
Gísli Hjálmtýsson, frkvstj. Thule
Grímur Sæmundsen, forstj. Bláa lónsins
Guðmundur Gunnarsson, verkalýðsforingi
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Sigfússon, forstj. Eimskips
Halldór Einarsson, Henson
Halldór Halldórsson, form. Samb. ísl. sveitarfél.
Hanna Katrín Friðriksson, frkvstj. hjá Icepharma
Hannes G. Sigurðsson, aðstfrkvstj. SA
Haraldur Flosi Tryggvason, form. stj. Orkuveitunnar
Helga Valfells, Nýsköpunarsjóði
Helgi Magnússon, iðnrekandi
Hilmar B. Janusson, deildarforseti, HÍ
Hilmar P. Valgarðsson, Eimskipafél.
Hjörleifur Pálsson, Össuri
Jóhann R. Benediktsson HBT International
Jón Ásbergsson, Íslandsstofu
Jón Ingvarsson, lögfr.
Jón Kristjánsson, fv. alþm.
Jón Sigurðsson, fv. form . Framsóknarflokksins
Jón Sigurðsson, Össuri
Karl Steinar Guðnason, fv. alþm.
Kolbeinn Kolbeinsson, Ístaki
Kolbrún Hrund Víðisdóttir frkvstj. 19 hæð og Turninn
Kristín Pétursdóttir, Auði Capital
Kristján Þorsteinsson, Marel
Kristrún Heimisdóttir, lektor
Loftur Árnason, Ístaki
Lúðvík Bergvinsson, fv. alþm.
Magnús Geir Þórðarson, LR
Margrét Guðmundsdóttir, Icepharma
Margrét Kristmannsdóttir, Pfaff
Margrét Frímannsdóttir, fv. form. Alþýðuflokksins
Páll Rafnar Þorsteinsson, stjórnmálafr. KOM
Pétur J. Eiríksson, form. Hörpu
Ragnheiður Kolsoe, þróunarfulltr.
Rannveig Guðmundsdóttir, fv. alþm.
Sigsteinn Grétarsson, Marel
Sigurður Harðarson, Centra
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, frkvstj. Já Íslands
Stefán Jón Hafstein, Þróunarsamvinnust.
Stefán Thors, Skipulagsstofun
Svana Helen Björnsdóttir, form. SI
Thomas Möller, Rými
Valgerður Sverrisdóttir, fv. utanríkisráðh.
Vésteinn Ólason, próf.
Vilhjálmur Egilsson, frkvstj. SA
Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir
Vilmundur Jósefsson, form. SA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþm.
Þorkell Sigurlaugsson, form. Framtakssjóðsins
Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðh.
Þórður Harðarson, læknir
Þórður Magnússon, Eyri
Þórður Sverrisson, forstj. Nýherja
Þórunn Sveinbjarnardóttir, fv. ráðh.
Þráinn Þorvaldsson Saga Medica
Þröstur Ólafsson, fv. frkvstj. Sinfóníunnar
Örn Gústafsson, Okkar líf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gamla hrunliðið sækir fram í átt til ESB.En hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru á listanum og hafa mesta reynslu af því að starfa í ríkjum ESB.Var virkilega ekki leitað til þeirra.Til að mynda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Sigurðar Einarssonar,Hreiðars Sigurðssonar,Bjórgólfs Thórs,Hannesar Smárasonar svo einhverjir séu nefndir sem hafa mikla reynslu af atvinnurekstri innan ESB og á Íslandi.Þessir menn voru líka í tengslum við marga þá sem eru á listanum svo "listafólk"kannast vel við þá.Sumir þeirra sem ekki eru á listanum, eða fá ekki að vera þar hafa verið að auka við atvinnurekstur sinn á Íslandi með fé sem þeir koma nú með frá ESB löndum.Vissulega átti þetta fé ekki að vera til, en það hefur nú allt í einu skotið upp kollinum.Gylfi Sigfússon, kaupréttarhafi í Eimskip er á listanum, en hvers vegna ekki Ólafur Ólafsson eigandi Samskipa.Hann er ekki minni áhugamaður um að Ísland gangi í Evrópusambandið en það fólk sem er á listanum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.10.2012 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera Björgólfs Thórs.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.10.2012 kl. 17:49

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ekki má gleyma Bakkavararbræðrum.Þeir hafa verið að koma sterkir til baka og eiga mikið undir EES samningnum og að Ísland gangi í ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.10.2012 kl. 18:07

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hörpu formaðurinn tekur sig einstaklega út á listanum. Hvernig væri að Hallgrímur Helgason verði fenginn til að setja"listafólkið" á striga , í boði Hörpu.Það hlýtur að verða gert.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.10.2012 kl. 18:11

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hefði ekki verið rétt að taka fram að Guðmundur Gunnarsson er faðir Bjarkar.Það skiptir minna máli að hann er fyrrverandi "verkalýðsforingi".Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.10.2012 kl. 18:15

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En Margrét Frímannsdóttir var formaður Alþýðuflokksins.Eða réttara sagt sú Margrét sem er á listanum.Hún hlýtur að vera ánægð með það.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.10.2012 kl. 18:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Taktu nú entertakkann úr rassinum á þér og settu hann aftur í lyklaborðið, Sandgerðismóri.

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 18:41

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segir hver? Þetta er svona Steina Briem aðferðin algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 20:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 21:33

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er HÆSTA MATVÆLAVERÐ í Evrópu og MIKLU HÆRRI VEXTIR en á evrusvæðinu.

Og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

15.5.2012:


"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 21:35

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 21:40

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA
en það franska."

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 21:41

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rest my case

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 22:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.

Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.

Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.

Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 22:21

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 22:22

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 22:24

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 5.10.2012 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband