7.10.2012 | 19:31
Tvær áhugaverðar greinar
Tvær áhugaverðar greinar um Evrópumál og gjaldmiðilsmál birtust í vikunni. Í FRBL segir Pawel Bartoszek eftirfarandi:
"Spyrjum okkur einfaldrar spurningar: Er krónan góður gjaldmiðill?
Hvaða kröfur ættum við sem launþegar og neytendur að gera til gjaldmiðils? Tvennt kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi ætti að vera hægt að kaupa hluti fyrir gjaldmiðilinn. Í öðru lagi ætti gjaldmiðillinn að vera svipað mikils virði frá einum degi til annars.
Það er líka hægt að spyrja: Hvað er til merkis um að gjaldmiðill sé vondur? Vondir gjaldmiðlar eru gjarnan í frjálsu falli, gagnslausir utan heimalandsins, og stundum hvort tveggja í einu. Sem barn bjó ég í landi með mjög vondan gjaldmiðil. Ekki hélt ég að ég þyrfti að endurtaka þá reynslu á fertugsaldri.
Hver sem vill getur slegið USD to UAH" inn í Google-leitarvélina, til að komast að því hve margar úkraínskar hrívnur sé hægt að fá fyrir einn bandarískan dollara. Google-leitarvélin treystir sér hins vegar ekki til að svara því hve margar íslenskar krónur fáist fyrir dollara.
Hún gerði það einu sinni en hún gerir það ekki lengur. Lái henni hver sem vill.
Krónan fellur þannig á fyrri hluta prófsins. Þökk sé gjaldeyrishöftunum er til dæmis ekki auðvelt að kaupa íbúð í Berlín eða bíl á Ítalíu. Það er ömurlegt. Menn sitja við tölvu allan daginn að reyna að vinna sér inn pening til þess eins að einhverjir stjórnmálamenn og skriffinnar ákveði hverju megi eyða honum í. Og þeir hika ekki við að skipa mönnum að eyða honum á landsvæði sem 0,005% heimsins búa á."
Á vefsíðu Já-Ísland birtist svo grein, sem upprunalega birtist í helgarblaði Fréttatímans þann 5.október, eftir Egil Almar Ágústsson, meistaranema í hagfræði og fjármálum. Hann segir m.a.:"
Í þarsíðustu viku kom út rit Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum. Þar er í raun komist að þeirri niðurstöðu að aðeins tveir valkostir séu til staðar fyrir Íslendinga. Annað hvort áframhaldandi króna eða evra með inngöngu í Evrópusambandið. Einhliða upptaka er talinn óraunhæf. Enn fremur flækja gjaldeyrishöftin málið. Þau gera það að verkum að sú spurning hvort við getum haldið áfram í EES blandast í málið. Skoðum þessa tvo valkosti og útvíkkum hvað þeir þýða í raun og veru.
Evra með inngöngu í Evrópusambandið
Í samningaviðræðum við Evrópusambandið verður samið um það hvernig ferlið í kringum upptöku evru á Íslandi mun verða. Afnám gjaldeyrishafta verður mikilvægur þáttur í þeim samningaviðræðum og það kann að vera að samningarnir snúist um hvort Evrópusambandið geti hjálpað Íslandi að leysa gjaldeyrishöftin. Endapunkturinn verður að Ísland verði með evru og algerlega án gjaldeyrishafta.
Króna utan EES
Fyrir nokkrum vikum gaf Seðlabankinn út rit um mögulegar varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í raun og veru var Seðlabankinn að segja að hann teldi ekki raunhæft að hafa algerlega frjálsa fjármagnsflutninga meðíslenskri krónu. Í öðrum orðum að gjaldeyrishöft yrðu áfram. Jafnframt hefur skapast ákveðin samstaða í umræðunni um að krónu muni alltaf fylgja einhver höft. Gjaldeyrishöft eru brot á EES samningnum. Þau fara gegn grunnforsendum Evrópusambandsins (Fjórfrelsið) og þar með EES samningsins. Fjórfrelsið er ein mikilvægasta stoð Evrópusambandins. Sú regla sér til þess að innan ESB er frjálst flæði fjármagns, fólks, vöru og þjónustu. Gjaldeyrishöft koma í veg fyrir frjálst flæði fjármagns en þrengja einnig frjálst flæði vöru, þjónustu og fólks.
Ef við ætlum að halda áfram í EES og með krónu þá þyrftum við að semja við Evrópusambandið um varanlega undanþágu frá grunnstoð Evrópusambandsins og EES samningsins (Fjórfrelsinu). Það hlýtur að teljast augljóst að Evrópusambandið mun aldrei samþykkja að land í EES uppfylli ekki grunnstoð samningsins. Þar af leiðandi getur Ísland varla haldið áfram í EES með krónu. Hvort sem við viljum halda áfram eða ekki mun koma sá tímapunktur að við getum ekki verið áfram í EES. Við einfaldlega uppfyllum ekki grunnskilyrðin."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
25.5.2012:
"Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir að orðið hafi að samkomulagi við ríkisstjórnina að setja á stofn vinnuhóp sérfræðinga til að finna leiðir til að aflétta gjaldeyrishöftunum.
Stefan Füle var í heimsókn hér á landi í gær og í dag átti fundi með íslenskum ráðamönnum. Füle segir að menn í Brussel hafi skilið nauðsyn þess að setja höft á fjármagnsflæði, höftin hafi verið til að verja íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir fjármagnsflótta.
Evrópusambandið vilji leggja Íslendingum lið til að aflétta höftunum, en það setji ekki fram neinar kröfur.
Füle leggur áherslu á að ekki megi skilja stofnun vinnuhópsins sem tilraun til að segja Íslendingum fyrir verkum, formaður hans verði íslenskur. Füle segir að íslensk stjórnvöld ráði því að sjálfsögðu hvort þau fari eftir tillögum hópsins.
Füle segir að hann og Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og fjármála hjá Evrópusambandinu, hafi í þessari viku skrifað bréf til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beðið sjóðinn um taka þátt í starfi vinnuhópsins."
Þorsteinn Briem, 8.10.2012 kl. 03:11
TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.
"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.
Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.
Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."
Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17
Þorsteinn Briem, 8.10.2012 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.