Leita í fréttum mbl.is

Klárum aðildarviðræðurnar - fyrir næstu helgi :)

Í yfirlýsingu frá Samstöðu segir: "Þá segir í ályktunum Samstöðu að afar brýnt sé að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu ljúki á þessu ári svo þær skyggi ekki á brýn kosningamál í næstu kosningum."

Hvort á að hlæja eða gráta yfir þessu?

Væri ekki lag að klára þetta bara fyrir næstu helgi ? :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Aðlögunarviðræðurnar við ESB eru í raun stopp.Riki innan ESB hafa sagt að viðræðurnar beri að slá af þar til Ísland undirgangist vilja ESB í makríldeilunni.Komið er að sjávarútvegskaflanum og Þorsteinn Pálsson, samninganefndarmaður sagði á aðalfundi Já-Ísland að það væri skoðun sín að fresta bæri viðræðunum þar til lausn finndist á makríldeilunni.ESB hefur ekkert gefið ú um hvenær því þóknast að opna sjávarútvegskaflann.Viðræðunum er því í raun lokið.Það er öllum best að viðurkenna staðreyndir.Þess vegna er hægt að klára þetta fyrir helgi og kalla samninganefndina heim og tilkynna ESB það að Ísland telji viðræður tilgangslausar meðan makríldeilan sé óleyst og ekki sé hægt að fá skýr svör um hvenær sjávarútvegskaflinn verði opnaður.Að sjálfsögðu getur ESB hlegið eða grátið yfir þessu, ef því líður eitthvað betur við það.Nei við grátandi eða hlæjandi ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 7.10.2012 kl. 20:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 8.10.2012 kl. 02:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.

"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."

Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili

Þorsteinn Briem, 8.10.2012 kl. 02:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og staðan er núna er líklegast að eftir næstu alþingiskosningar verði mynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti fengið 33% atkvæða í kosningunum og mjög ólíklegt er að aðrir flokkar en Samfylkingin fái þau 20% atkvæða, eða fleiri, sem þyrfti til að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum einum.

Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina og tæplega 1,6% atkvæða eru á bakvið hvern þingmann.

Þar að auki hefur Sjálfstæðisflokkurinn lítinn áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar mjög ólíkir og auðvelt að halda því fram að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.

Því er langlíklegast að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.

Þorsteinn Briem, 8.10.2012 kl. 02:56

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það væri alveg hægt að stöðva "aðildarviðræðurnar" fyrir næstu helgi :) -- það væri raunar í 100% samræmi við þá staðreynd, að umsóknin sjálf var ÓLÖGMÆT, fól í sér svik við stjórnlög landsins, sem þingmenn hafa þó svarið drengskaparheit um að virða, og þarna á ég sérstaklega við 2. grein stjórnarskrárinnar og fleiri sem þessu tengjast, þar sem skýrt kemur fram, að löggjöf fyrir Íslendinga verður öll að fara í gegnum Alþingi og um hendur forseta Íslands. En þannig er ekki um Esb-löggjöf fyrir Esb-meðlimaríkin, heldur fer hún fram hjá eða fyrir ofan löggjafarþing landanna -- og er samt gefið svo mikið vægi, að hún skuli vera MEIRA RÁÐANDI en landslöggjöfin, þ.e. sú síðarnefnda skuli VÍKJA í þeim atriðum, þar sem hún kann að rekast á ESB-löggjöfina.

Í 2. lagi bar skv. 2. tölulið 16. greinar stjórnarskrárinnar að bera þingsályktunina um Evrópusambands-umsóknina upp fyrir forseta Íslands í ríkisráði, en það var ekki gert, og var það hvorki fyrsta né síðasta stjórnarskrárbrot Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jón Valur Jensson, 8.10.2012 kl. 02:58

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér átti ég innlegg í nótt, en það hafið þið tekið út. Þar var fullyrt, að umsóknin um inntöku Íslands í Esb. árið 2009 hafi verið ólögleg, brotið gegn stjórnarskránni og það rökstutt (ég mun endurtaka það á Moggabloggi mínu og á fullveldi.blog.is) og bætt við að það hafi hvorki verið 1. né síðasta stjórnarskrárbot Jóhönnu. Var það vegna þessa, sem innleggið var tekið út?

Jón Valur Jensson, 8.10.2012 kl. 08:55

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, nú er það komið inn aftur, ég þakka það. Rökstuðning minn fyrir hinum tveimur stjórnarskrárbrotunum (og einu enn!) má svo finna með því að smella á nafnlínu mína hér.

Jón Valur Jensson, 8.10.2012 kl. 11:48

8 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

JVJ: Vitum ekki alveg í hvaða skógargöngu þú ert, en flott hvað þú ert duglegur að skaffa þér margan vettvanginn til að láta speki þína flæða á :)

En þú veist jú; þetta er allt risastórt SAMSÆRI!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.10.2012 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband