Leita í fréttum mbl.is

Elvar Örn um háhælaða Evrópuvakt

Elvar ÖrnÍ góðum pistli eftir Elvar Örn Arason segir í byrjun: "Það er vinsælt umfjöllunarefni í bresku pressunni – sérstaklega hjá tabloid-blöðunum – að segja frá sérkennilegum reglugerðum sem koma frá Brussel. Bretar virðast hafa gaman af því að lesa um embættismennina í Brussel, sem hafa ekkert betra fyrir stafni en að trufla daglegt líf fólk með fáránlegum reglugerðum. Flestar sögusagnirnar eiga uppruna sinn í Bretlandi, þar sem efasemdaraddir gagnvart Evrópusambandinu eru útbreiddar.

Í gegnum tíðina hafa hinar ýmsu goðsagnir um Evrópusambandið lifað góðu lífi hjá almenningi og í fjölmiðlum. Þær eru oftast nær sambland af flökkusögum, ýkjum og hálfsannleik. Sumar hafa verið endurteknar það oft að þær eru nánast orðnar að viðteknum sannindum. Þekktustu dæmin eru sögurnar um að sambandið hafi viljað banna sölu á kengbognum bönunum og agúrkum. Þessar sögusagnir eru öflugt vopn í höndum andstæðinga Evrópusambandsins, því fæstir hafa fyrir því að afla sér upplýsinga um sannleiksgildi þeirra. Í langflestum tilvikum er bara eitt lítið sannleikskorn í sögunum sem síðan er skrumskælt og ýkt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað sem Elvar segir. Þá segi ég:

Það var ekki haldinn stjórnarráðsfundur vegna Umsóknar að aðild að ESB. Umsóknin var það sem er kallað mikilvægar stjórnarráðstafanir og það mikilvægt að þjóðin bað um að fá að stoppa þessar stjórnarráðstafanir af með því að hafa þjóðarkosningar. Það var samskonar brot sem Geir Haarde framdi. 

Hvers vegna hefir engin á Alþingi kært þetta landráð enn þann dag í dag. Eru menn í einhverjum annarlegum greipum. Sjá síasta blog mitt.

Valdimar Samúelsson, 30.10.2012 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband