2.11.2012 | 15:27
Skýr skilaboð: Skyr vinsælt í Finnlandi, en stoppar vegna þess að Ísland er ekki í ESB
Á RÚV segir í frétt: "Íslendingar munu selja um fjögur hundruð tonn af skyri til Finnlands í ár en ekki er heimild til að flytja meira skyr út þar sem Ísland stendur fyrir utan ESB. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að sótt hafi verið um leyfi til að flytja út allt að fimm þúsund tonn á hverju ári.
Þar sem ekki er hægt að flytja meira skyr út hefur MS hafið samstarf við nokkur fyrirtæki á Norðurlöndum sem greiða MS leyfisgjald fyrir að framleiða íslenskst skyr. Í ár munu Norðurlandabúar hesthúsa um 3300 tonnum af skyri."
ESB-aðild býður upp á tækifæri fyrir (umhverfisvænan) íslenskan landbúnað.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Kostnaðurinn við að vera INNLIMAÐUR í ESB yrði það mikill að þær umfram skyrdollur, sem leyfi fengist til að flytja til Finnlands, myndu ekki með nokkru móti geta réttlætt það.....
Jóhann Elíasson, 2.11.2012 kl. 17:04
Jóhann Elíasson er greinilega svo afburða gáfaður að halda að aðild Íslands að Evrópusambandinu snúist eingöngu um niðurfellingu á tollum á skyri til Finnlands.
Tossi var hann í Reykholtsskóla en ekki hefur hann lagast.
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 18:01
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan frá Íslandi á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.
Á móti kemur að innflutningur á landbúnaðarvörum þaðan myndi aukast eitthvað hérlendis.
Tollar falla einnig niður á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum og því yrði hægt að STÓRAUKA sölu þangað á FULLUNNUM íslenskum sjávarfurðum.
Og AUKIN sala héðan á FULLUNNUM sjávarfurðum þýðir að sjálfsögðu AUKNA ATVINNU hérlendis, en EKKI minni, með aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 18:09
Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla hér niður allir tollar á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
En geymsluþol nýmjólkur er of lítið til að það borgi sig að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina með flugvélum.
Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna árið 2009 og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Flutt voru út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.
Og flutt voru hér út 1.589 lifandi hross, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 18:28
Ekki gleyma því Steini að allar elstu og feitustu merarnar eru seldar til Japans.
Snorri Hansson, 2.11.2012 kl. 21:21
Ef samstaða um hagsmuni Evrópu á sviði viðskipta á að nást þá verður það að gerast á annan hátt en þann sem gömlu nýlenduveldin eru að reyna, að kúga smærri þjóðir Evrópu til að fallast á, og og sumar hinna stærri, að öllu skuli steypt í einn miðstýrðan pott sem aldrei verður annað en óskapnaður sem Ísland á ekkert erindi í.Þetta sjá ríki eins og Bretland og Danmörk svo dæmi sé tekið.Ekkert bannar það nema hroki og yfirgangur þeirra sem ráða ESB í raun Frakklands og sér í lagi Þýskalands, að ESB verði viðskiptabandalag án allra skuldbindinga og kúgunar.Ísland á hiklaust að beita sér fyrir því á vettvangi þeirra ríkja sem eru ekki innan ESB, Noregur ,Færeyjar,Grænland.Tyrkland.Rússland. Ukraina, Georgia,Azerbajdsan,Hvíta-Rússland, að reynt verði að snúa ESB óskapnaðinum í eitthvað sem sátt getur tekist um á sviði frjálsra viðskipta.Nei við ESB. Es. Breimakettinum í Sörlaskjólinu lagast ekki njálgurinn.
Sigurgeir Jónsson, 2.11.2012 kl. 22:34
Mykjan úr afturendanum á Sigurgeiri Jónssyni gengur beint upp í trantinn á honum, að vanda.
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 22:51
BANDARÍKIN, sem eru í NAFTA, hafa sem sagt aldrei verið nýlenduveldi.
FILIPPSEYJAR:
"Filippseyjar fengu sjálfstæði frá Bandaríkjunum árið 1946 eftir að hafa verið hernumdar af Japönum í síðari heimsstyrjöld."
"As it became increasingly clear the United States would not recognize the First Philippine Republic, the Philippine–American War broke out. It ended with American control over the islands which were then administered as an insular area."
KÚBA:
"Cuba gained formal independence from the U.S. on May 20, 1902, as the Republic of Cuba. Under Cuba's new constitution, the U.S. retained the right to intervene in Cuban affairs and to supervise its finances and foreign relations."
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 22:56
Framsóknarflokkurinn ætti að sjálfsögðu að vera með mynd af Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.
Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar EKKI lagt til að Kanadadollar eða Bandaríkjadollar verði gjaldmiðill okkar Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 22:57
Andstæðingar Evrópusambandsins:
"Evrópusambandið er alltof stórt og valdamikið!"
"Evrópusambandið er alltof lítið og veikburða!"
"Evran er alltof stór og sterkur gjaldmiðill!"
"Evran er alltof lítill og veikburða gjaldmiðill!"
"Evrópusambandið er EITT stórt og valdamikið RÍKI!"
"Í Evrópusambandinu eru MÖRG og valdalítil RÍKI!"
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 23:11
Breim.
Sigurgeir Jónsson, 2.11.2012 kl. 23:16
Sigurgeir Jónsson,
Þú ert eins og barn sem heldur að mér sé eitthvað illa við að þú skrifir "Breim" í staðinn fyrir "Briem".
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 23:40
Sæll Steini. Ég mæli gegn raðinnleggum. Ég nenni aldrei að lesa þau því þau eru raðinnlegg, þinn málstaður myndi skila sér betur án þeirra.
Bragi, 2.11.2012 kl. 23:53
Bragi,
Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst um það sem ég birti hér og hvort þú lest það eða ekki.
Þorsteinn Briem, 2.11.2012 kl. 23:59
"Málstaður" og málefnastaða Steina, helzta verjanda Esb. á þessum síðum afhjúpast átakanlega í innleggi hans hér þetta föstudagskvöld kl. 22:51: "Mykjan úr afturendanum á Sigurgeiri Jónssyni gengur beint upp í trantinn á honum, að vanda."
En ég tek undir með því, sem Guðmundur Jónas Kristjánsson skrifar á sínu Moggabloggi í nótt: "Maður fer að aumkast yfir málefnafátækt ESB-sinna. Því nú er skyrið orðið aðal-tálbeita á vef Evrópusamtakana" ! (nánar á zumann.blog.is).
Hitt er ekki síður athyglisvert sem Páll Vilhjálmsson skrifaði á sínu Moggabloggi þennan föstudag (Engar varnalegar undanþágur:
,,Heimildir Finnlands og Svíþjóðar til að styðja sérstaklega við landbúnað á norðlægum slóðum getur ekki talist varanleg. Þetta er niðurstaða Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og Benedikts Egils Árnasonar héraðsdómslögmanns," segir í Bændablaðinu ..." Meira þar!
Seint verða íslenzkir bændur svo skyni skroppnir að þeir fari að trúa því að þeim verði betur borgið í Evrópusambandinu. Þeir hafa t.d. kynnzt því vel í sínu Bændablaði, hve óhugnanleg skriffinnskan er orðin hjá finnskum bændum við allt starfið í fjósinu og við annað húsdýrahald. Í Esb. er jafnvel hver einasta skepna á sveitabæjum farin að "ganga með passa upp á vasann", að vísu ekki eigin vasa, heldur í bókhaldi viðkomandi bænda, og í slíkan passa hvers dýrs er skráð hver einasta ferð þess milli bæja!!!
Og hér er smáfréttarfyrirsögn á forsíðu Bændablaðsins 20. sept. sl.: "Landbúnaðarkerfi ESB: Finnar greiða 35 milljónum evra meira í CAP en þeir fá þaðan" (35M € = um 5,5 milljarðar króna; CAP: sameiginleg landbúnaðarstefna Esb.), nánar um það bls. 32 í sama blaði.
Og hvað skyldi Steini greyið kalla mig núna?
Jón Valur Jensson, 3.11.2012 kl. 01:56
Jón Valur Jensson. Þú hefur rangt fyrir þér um Evrópusambandið. Enda ertu bæði þröngsýnn og fordómafullur maður.
Páll Vilhjálmsson tók upp lygar Bændablaðsins í heilu lagi. Það kemur lítið á óvart. Enda er maðurinn óheiðarlegur með meiru.
Bændasamtök Íslands eru versta það sem hefur komið fyrir íslenska bændur. Enda standa Bændasamtök Íslands gegn hagsmunum íslenskra bænda og framförum hjá íslenskum bændum.
Finnar eru rík þjóð. Þess vegna fá þeir minna en þeir borga í sjóði Evrópusambandsins. Þær þjóðir sem fá meira en borga í Evrópusambandið eru fátækari aðildarríki Evrópusambandsins.
Hérna í Evrópusambandinu gengur lífið sinn vanagang. Þrátt fyrir bölsót vitlausra ESB andstæðinga á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 3.11.2012 kl. 02:12
"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.
Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."
Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 02:45
"In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.
Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).
Northern aid scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.
In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.
Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."
Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 02:49
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 02:53
Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 02:56
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til LANDBÚNAÐAR í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.
Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum."
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 02:59
"STÓRRÍKIÐ":
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 03:54
Engin raunveruleg gagnrök komu fram hjá Jóni Frímanni nema í næstsíðustu klausunni af fjórum, þ.e. að eðlilegt sé, að Finnar borgi [miklu] meira til Esb. en þeir fái til baka, af því að þeir eru svo rík þjóð! Og þá er rétt að minna hann á, að við erum ekki með þeim fátækustu!
Annars er hlálegt að sjá hann nota sama bloggtákn og Evrópusamtökin - jafn-hlálegt og að Steini er þeirra helzti málsvari hér!
Steini, Brussel-valdið sér það sem sóknarfæri sitt, sem þú sérð sem hógværð þess í skattheimtu. Esb. heldur áfram að þenjast út í valdheimildum og verkefnum, enda hefur tónninn til þess fyrir löngu verið gefinn og skýrt líka í Lissabo-sáttmálanum, t.d. á sviði orkuauðlinda, öryggis- og hermála. Ég spái því, að Steini (sem er miklu rosknari en hann virðist á myndinni) eigi eftir að verða vitni að því, að Esb. nái 10% markinu í skattheimtu.
Svo er nokk sama hvað sænskir bændur kunna að fá úr sjóðum Esb. Þetta er allt TÍMABUNDIÐ, eins og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Benedikt Egill Árnason héraðsdómslögmaður hafa bent á, sbr. ofar), en nýtist vel til að svæfa mótstöðu og festa stórveldið í sessi.
Jón Valur Jensson, 3.11.2012 kl. 11:52
Ótrúleg heift sem birtist hérna, mætti halda að hér væru á ferð meðlimir ofsatrúahópa á leiðinni í einhverskonar "heilagt" stríð??
Sölvi Fannar Viðarsson, 3.11.2012 kl. 14:04
Óskaplegur barnaskapur er þetta. 35 milljónr Evra? þetta er algjört pínötts í heildarsamhenginu drengur! Finnar náttúrulega hagnast margfallt á aðgangi að EU markaði umfram þetta og furthermore er ríkisstyrkur finna til landbúnaðar í gegnum varanlega heimild til að styrkja landbúnað tæp 600 milljónir Evra.
þegar menn eru að ræða um mál þá verða menn alltaf að fókusera á aðalatriðin. það kemur ekkert á óvart að finnar greiði eitthvað pínkuponku lítið nettó til sameiginlegra sjóða þessu viðvíkjandi.
Alltaf eins og maður sé að tala við blábjána þegar andsinnar og kjánaþjóðrembingar ásamt xenófóbum fara að gaspra og gúffast. þjóðarskömm að þessu liði. þjóðarskömm.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2012 kl. 14:34
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."
"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 16:35
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%."
"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."
"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.
Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."
[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]
"Nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."
Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:
Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd
Þorsteinn Briem, 3.11.2012 kl. 17:02
Skýr skilaboð skyr-áróðurs ESB-já-sinna!
Í boði ESB-þrýstihópanna skýru og skyr-skil-merkilegu?
Sönnu skilaboðin hljóta að að vera þau, að bændur í Finnlandi hafa ekki lengur möguleika á að lifa af mjólkurframleiðslu. ESB hefur nefnilega gert bændum í Finnlandi ómögulegt að lifa af landbúnaðar-framleiðslu. Það er staðreynd!
ESB-áróðurs-talsmenn á Íslandi þekkja ekki raunveruleikann í landbúnaðar-kúgunaraðgerðum ESB í Finnlandi.
Það er er kaldhæðnislegt að upphefja framleiðslu íslenskra skyr-afurða á kostnað ESB-kæfðra finnskra afurða!
Það vita það allir sem þekkja til landbúnaðar í Finnlandi, að enginn getur lengur lifað af slíkri framleiðslu þar, vegna kúgunar ESB-veldisins.
Samviskulaus og grímulaus áróður kerfis-ráðnu ESB-böðlanna er ólíðandi blekking, á Íslandi og víðar í veröldinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2012 kl. 01:59
• The milk market in Finland increased at a compound annual growth rate of 0.5% between 2004 and 2009.
• The fresh liquid milk (unflavored) segment led the milk market in Finland in 2009, with a share of 72.7%.
• The leading player in milk market in Finland is Valio Group."
Þorsteinn Briem, 4.11.2012 kl. 02:35
"The [Valio] company pays all the milk profit it generates to its owners, the Valio Group milk producers.
In 2010, Valio paid Valio Group dairy co-operatives 777 million euros [um 140 milljarða íslenskra króna, miðað við 1. janúar 2010] for raw milk.
Adding together Valio’s purchases of the commodities and services it requires, the purchases of milk producers in various parts of Finland, and Valio’s payroll and taxes, around 1.0 billion euros [um 180 milljarðar íslenskra króna, miðað við 1. janúar 2010] stays in Finland.
Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.
Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000."
[Valio Group greiddi því hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]
"Valio pays a high price for raw milk by European standards.
In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk [73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009."
[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13 kr/l."]
Valio Group key figures 2010 - All of Valio's profit goes to its milk producers
Þorsteinn Briem, 4.11.2012 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.