Leita í fréttum mbl.is

Andrés Pétursson í FRBL: Meirihluti fyrirtækja gerir upp í evrum

Andrés Pétursson

Ein mest lesna greinin á www.visir.is þess fyrstu helgi í nóvember er eftir Andrés Pétursson, formann Evrópusamtakanna, en hún byrjar svona:

"Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli.

Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu. 

Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur."

Ps. Minnum á aðalfund Evrópusamtakanna, 15.11, næstkomandi. Sjá eldri frétt hér á blogginu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 8,95%.

En á sama tíma hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni hækkað um 118,54%.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 4.11.2012 kl. 18:30

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einhver undarlegasta hálfvitaumræða í manna minnum sem sérhagsmuna og bófaflokkar hafa staðið fyrir hérna á þessu vesalings landi er umræðan um meint hrun eða eldbál Evrunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2012 kl. 18:39

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. helst á því að það sé bara miklu meira i þessu. Allskyns bófaflokkar eru sennilegast að hagnast á því að setja þetta vesalings land í klafa hafta og helsis. Allskyns brask og svindl sem fylgir þessu.

það versta er og það átakanlega, að kjánaþjóðrembingar ganga sjálfviljugir í gapastokkin, af fúsum og frjálsum vilja, fríviljugir, og láta þar LÍÚ og aðra bófaflokka rassskella sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2012 kl. 18:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur HÆKKAÐ um 10,33% frá 7. ágúst síðastliðnum en breska sterlingspundsins um 9,48%, norsku krónunnar 10,54%, sænsku krónunnar 6,59%, svissneska frankans 9,9%, Bandaríkjadollars 6,23%, Kanadadollars 6,41% og japansks jens 3,67%.

Þorsteinn Briem, 4.11.2012 kl. 18:48

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fyrirtæki innan ESB hafa leyfi til að undirbjóða laun og kjör verkafólks, ef þau eru skráð í öðru landi en þar sem verkamanna-vinnan fer fram.

Það er ESB-viðurkennt þrælahald!

ESB auglýsir sig að sjálfsögðu ekki sem það þrælaveldi sem það raunverulega er, á kynningar-áróðurs-skrifstofum, því það liti vægast sagt illa út!

Það er ekki hægt að hjálpa raunveruleikafirrtu og heilaþvegnu öfga-kerfis-starfsfólki ESB-áróðursins. 

Það er einungis hægt að að benda á staðreyndir, og vona að sem flestir skilji það sem bent er á, af heiðarleika, raunveruleika-skilningi, þekkingu og velvilja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2012 kl. 23:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópska efnahagssvæðið er sameiginlegur vinnumarkaður og hér á Íslandi gilda SÖMU lágmarkslaunin FYRIR ALLA, sama hvaðan þeir koma.

Þorsteinn Briem, 4.11.2012 kl. 23:46

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afsakið. Ég gleymdi að minna á samþættingu lífeyrissjóðanna innan ESB-himnaríkisins. Hafa lífeyriseigendur lífeyrissjóðanna gefið sitt leyfi fyrir slíku ESB-ráni?

Á að ræna launafólk í þessu landi áfram, með lífeyrissjóðs-ræningja-ríkis-skatti?

Er ekki vinsælast að tala um mannréttindi, í sambandi við ESB-inngöngu? Eru ekki einhverjir lausir spillingarspottar í öllu þessu áróðurshjali?

Það er ekki til of mikils ætlast, að bæði innlend og erlend áróðursmeistara-klíka ESB svari þessum mannréttinda-spurningum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2012 kl. 23:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ríkisborgari annars aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins þarf ekki sérstakt atvinnuleyfi hér á landi og getur því ráðið sig til starfa hjá fyrirtæki sem hefur staðfestu á Íslandi.

Gilda þá sömu reglur um ráðningu þess starfsmanns og gilda almennt um ráðningu starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.
"

Sjá einnig:

Lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra nr. 45/2007

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 00:11

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er leyfilegt að undirbjóða laun starfsmanna innan ESB, ef atvinnurekandinn er skráður í öðru landi. Það er staðreynd.

Þess vegna er svo mikilvægt fyrir ESB að ná verkalýðsleiðtogum, sem berjast fyrir réttindum launafólks á sitt band. Það er augljóst að ASÍ-"leiðtoginn" á Íslandi hefur fengið þessa ESB-"frelsun". Hann hefur gleymt sínu baráttuhlutverki fyrir launþega-réttindi á Íslandi.

Raunverulegir verkalýðsleiðtogar eru ekki vinsælir hjá ESB-heimsveldis-þrælaveldinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 00:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA starfa í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, til að mynda Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Og hér á íslandi vinna ÞÚSUNDIR útlendinga, aðallega Pólverjar, störf sem menntaðir Íslendingar vilja ekki vinna.

Til Evrópusambandslandanna og Bandaríkjanna hafa flust MILLJÓNIR manna, meðal annars til að vinna þar störf sem menntaðir heimamenn hafa ekki viljað vinna.

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 00:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn - Hversu margir Íslendingar búa erlendis:

"Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 1. janúar 2010 var fjöldi einstaklinga með lögheimili erlendis 67.988.

Þetta er mjög há tala, sérstaklega miðað við að á sama tíma voru 317.630 búsettir á Íslandi, sem skýrist af því að þarna eru ekki aðeins íslenskir ríkisborgarar, heldur einnig fólk erlendis frá sem flutt hefur tímabundið til landsins og átt hér lögheimili, til dæmis vegna vinnu, en flutt svo út aftur.

Það má komast aðeins nær réttri tölu með því að skoða ríkisfang þessa fólks og hvar það er fætt.

Af þessum 67.988 einstaklingum voru 36.202 með íslenskt ríkisfang og 31.786 með erlent ríkisfang.

Ef litið er til þess hvar fólk er fætt þá voru 27.267 einstaklingar af þessum 67.988 fæddir á Íslandi og 40.721 fæddir í útlöndum."

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 01:00

13 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Vægi Evru er stórlega ofmetið í útflutningi Íslands, ef rökin fyrir upptöku annars gjaldmiðils væru þau að við notum þá mynt mest til viðskipta þá ættum við að ganga í USA og taka upp dollar enda er notkun dollars stærsti hluti utanríkisverslunar útflutnings.

Eggert Sigurbergsson, 5.11.2012 kl. 01:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.

Vinnumarkaður
Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954 og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.

Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári.
"

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 01:04

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þar að auki hafa hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Vinstri grænir lagt til að Bandaríkjadollar eða Kanadadollar verði gjaldmiðill okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 01:11

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar TIL BANDARÍKJANNA, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% TIL KANADA en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar FRÁ BANDARÍKJUNUM, 5% frá Kína, 1,9% FRÁ KANADA og 0,7% frá Rússlandi.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér bjuggu þá á Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% Í BANDARÍKJUNUM, 2% Í KANADA, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 01:24

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar horft er til baka, þá sér maður ekki sömu mynd af þessu friðarsambandi, eins og blasir við ef maður horfir fram á veginn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 18:13

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.10.2012:

"The European Union was awarded the Nobel Peace Prize Friday for its efforts to promote peace and democracy in Europe."

"The award was given to the 27-nation bloc because it had "for over six decades contributed to the advancement of peace and reconciliation, democracy and human rights in Europe," Nobel committee chairman Jagland said.

The committee praised the EU not only for rebuilding after World War II, but also for its role in spreading stability to former communist countries after the 1989 fall of the Berlin Wall.

"The stabilizing part played by the European Union has helped to transform a once torn Europe from a continent of war to a continent of peace," Jagland said.

The President of the European Parliament
Martin Schulz responded to the Norwegian Nobel Committee announcement on Twitter, saying that the "EU is an unique project that replaced war with peace, hate with solidarity."

"Deeply touched honoured that the EU has won the Nobel Peace Prize.

Reconciliation is what the EU is about.
It can serve as inspiration," he tweeted."

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 18:34

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekkert er svart/hvítt né einfalt. Heiðarleg umræða er allra hagur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2012 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband