Leita í fréttum mbl.is

Anna Margrét Guðjónsdóttir: Tölum saman um mikilvæg mál

Anna Margrét GuðjónsdóttirAnna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi, ritaði grein um Evrópumálin í Fréttatímann, þann 9.11 og hefur hún gefið Evrópublogginu góðfúslegt leyfi til að birta greinina í heild sinni.

Tölum saman um mikilvæg mál

Engum hefur dulist að umræðan í samfélaginu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefur á stundum einkennst að öðru en hógværð og háttvísi. Má jafnvel ráða af orðræðunni að um sé að ræða smávægilegt málefni, sem hægt sé að afgreiða með upphrópunum og vafasömum fullyrðingum. En svo er ekki. Aðild að ESB snýst um hagsmuni þjóðarinnar, velferð hennar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Það er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu til slíkra stórmála á grundvelli rangra upplýsinga.

Aðildarumsóknin snýst um hvað bætist við EES samninginn ef til aðildar kemur, ekki um EES samninginn sjálfan og innihald hans.

Hvað á að koma í staðinn?

Stjórnmálasaga 20. aldar á Íslandi einkennist af átökum um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og samstarf við aðrar þjóðir. Síðustu stórátökin snérust um aðild að EES samningnum og þá voru stóru orðin ekki spöruð. Þegar við horfum til baka sjáum við að flestar hraksprárnar reyndust ekki á rökum reistar og enginn hefur stigið fram fyrir skjöldu og krafist þess að Íslendingar segðu sig frá samningnum. Engu að síður hefur málflutningur andstæðinga aðildar að ESB snúist að miklu leyti um atriði, sem þegar eru hluti af EES samningnum. Er það sanngjarn málflutningur? Er gagnrýni á efni, sem þegar er í EES samningnum til þess fallið að varpa ljósi á þær breytingar sem kunna að verða við fulla aðild? Það er augljóst að svo er ekki og að mínu mati er þetta dæmi um ómálefnalegan málflutning sem lýsir óvirðingu gangvart þjóðinni. Hún verður að geta tekið upplýsta ákvörðun, sem byggist á staðreyndum um efni málsins en ekki óskylda hluti. Þeir sem nota efni EES samningsins sem rök gegn fullri aðild að ESB eiga að sýna þann kjark og heiðarleika að segja það hreint út að þeir vilji að EES samningnum verði rift. Og fyrir kurteisis sakir að greina jafnframt frá því hvernig við eigum t.d. að haga útflutningi okkar gegnum þá tollmúra, sem risu í kjölfarið.

Það er augljós vilji þjóðarinnar og sjálfsögð krafa að stjórnmálamenn tali saman af virðingu við menn og málefni. Má gera einnig þá kröfu til þeirra, sem halda úti vefsíðum og skrifa í fjölmiðla um þjóðfélagsmálefni? Væri það ekki okkur öllum til heilla ef umræðan í samfélaginu um sameiginlega hagsmuni okkar væri hófstillt og málefnaleg? Svarið er augljóst.

Sýnið ykkar rétta andlit!

Flest það sem samið verður um við ríkin í Evrópusambandinu er hægt að meta til kosta eða ókosta með hlutlægum hætti. Því er hægt að rökræða aðild að ESB á málefnalegum hátt ef menn svo kjósa. Og nota staðreyndir máli sínu til stuðnings. Því miður er ranghugmyndum haldið að fólki í mörgum deilumálum og umræðan um aðild Íslands að ESB hefur ekki farið varhluta af því. Hver kannast ekki við talið um ferköntuðu tómatana, herskyldu ungra bænda og vitleysu af því tagi. Að mínu mati er það óvirðing gagnvart fólkinu í landinu, sem á kröfu til að fá sannar og réttar upplýsingar, og málefnalega umræðu, að slíku sé haldið á loft. Ég skora á andstæðinga ESB aðildar að mæta okkur, sem tölum fyrir aðild, á málefnalegum grunni og tala um það sem breytist við aðild að ESB en ekki um óskyld málefni. Þá skora ég á andstæðinga EES samningsins að sýna sitt rétta andlit en ekki fela sig á bak við aðildarumræðurnar. Þjóðin á skilið heiðarlega og málefnalega umræðu. 

Anna Margrét Guðjónsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

EES, samningurinn um frjálst flæði fjármagns orsakaði íslenska efnahagshrunið. Nei við ESB.Og nú er allt útlit fyrir að íslenski Seðlabankinn með ríkisstjórnin ætli að koma af stað öðru hruni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 9.11.2012 kl. 21:41

2 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Nei Sigurgeir Jónsson, EES samningurinn orsakaði EKKI íslenska efnahagshrunið. Íslenskir bankamenn í skjóli afskiptaleysis íslenskra stjórnvalda orsökuðu hrunið.

Hver er sinnar gæfu smiður segir máltækið og íslendingar geta fyrst og fremst kennt sjálfum sér um hrunið.

Sem bankamenn, stjórnmálamenn og síðast en ekki síst sem kjósendur. Efnahagsböðlarnir eru íslenskir en ekki ESB.

Guðjón Eiríksson, 9.11.2012 kl. 23:25

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Anna Margrét Gúðjónsdóttir er eflaust hrifin af "málefnalegum ESB málflutningi" Steina Breim.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 9.11.2012 kl. 23:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttismálum, neytendamálum, umhverfismálum, menntamálum og vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 00:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

HVAÐA stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu?!

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 00:03

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er augljóslega meiri hagsmunir en minni fyrir íslendinga að ganga í ESB. Það er þó hægt að hugsa sér stöðuna utan bandalags sem fullkomlega raunhæfa. Það mun þó ekki gerast án fórna sem fela í sér efnahagslega áhættu til lengri tíma litið og það verður ekki hægt að halda innlendri ríkisstjórn heldur til lengri tíma litið sem hefur sama umboð og er í dag. Styrkur okkar felst í því að vera í nánu samstarfi við aðrar þjóðir. Norræna samstarfið gengur aðeins upp að nokkru leyti. Ekkert norðurlanda getur tekið á sig afdrif og efnahagslegt öryggi örþjóðar. Hvernig sem maður hugsar sér framtíðar möguleika þjóðarinnar verður hún ofurseld kröftum sem við höfum enga stjórn á. Umræðan um ESB sem "superstate" er komin út í öfgar. Það er þó alveg ljóst að frekara banka samstarf er óumflýjanlegt. Þar þurfum við líka að eiga aðild að ef ekki á illa að fara fyrir almenningi. Þess vegna er upplýst aðildar umræða stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Leita verður aftur til kristnitöku árið 1000 til að finna sambærilega afdrifaríka ákvörðun. Þá vorum við á undan Noregi og Svíþjóð og aðildin að kirkjunni gerði okkur kleift að skapa sjálfstæða menningu byggða á stærri reynslubanka en við hefðum ella haft aðgang að. Þannig að já við ESB aðild er sterkur leikur.

Gísli Ingvarsson, 10.11.2012 kl. 12:31

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það "sanngjarn málflutningur", og lýsir það "virðingu" við íslenzka þjóð, fr. Anna Margrét Guðjónsdóttir, að leggja til "inngöngu" hennar eða "aðild að" stórveldabandalagi, en ÞEGJA um þá staðreynd, að þar er allt æðsta og úrslitum ráðandi löggjafarvald tekið af okkur og sett í hendur erlendra valdsherra? Finnst ungri konu eins og þér það bara allt í lagi? Ef þetta er þinn hugsunarháttur, ertu þá hæf til að leggja öðrum ráðin? Eða hafðirðu kannski ekki einu sinni hugsað út í þetta? Ef svo er, byrjaðu þá að lesa þann aðildarsamning Svía og Finna, sem þú finnur þarna tengil á og er eins í öllum grundvallaratriðum og sá sem þið í ESB-teyminu segizt alltaf vera að stefna að.

Jón Valur Jensson, 10.11.2012 kl. 14:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

HVAÐA
íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.

Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.

Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.

Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 16:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 16:53

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 16:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 16:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 16:59

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.

25.5.2009:


"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.

Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.

Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.

The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent
- "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."

EU source of less than 30% of Irish laws

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 17:01

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"STÓRRÍKIÐ":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 10.11.2012 kl. 17:53

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessum reglum Evrópusambandsins um veltuna og skattlagninguna getur og mun Evrópusambandið breyta! Með meiri samþjöppun valds í Brussel, bæði á fjármálasviði landanna og orkuöflunarsviði, gerist það óhjákvæmilega. Ég spái því, að Steini, sem er mun eldri, að ég hygg, en myndin sýnir, muni lifa það á næstu 20-30 árum að sjá álagningarprósentu ESB stíga upp í 10%, jafnvel mun meira.

Jafnan þegar Steini er í vandræðum, byrjar hann sín raðinnlegg um aðskiljanlegustu mál.

En SVARLEYSI ÖNNU MARGRÉTAR, þögn hennar við innleggi mínu hér ofar, talar hærri rómi en allt þetta snakk hans Steina um óviðkomandi mál.

Jón Valur Jensson, 10.11.2012 kl. 23:13

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malta hefur að sjálfsögðu ekki mörg atkvæði í Evrópusambandinu, frekar en mörg önnur ríki sem fengið hafa aðild að sambandinu.

Samt sem áður eru öll þessi ríki enn í Evrópusambandinu,
enda þótt þau geti sagt sig úr sambandinu.

Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 03:24

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí Á NÆSTA ÁRI.

Af 27 ríkjum
Evrópusambandsins eru einungis sex sem geta talist stór, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Spánn og Pólland.

Fjögur þeirra eru
með evru og Eistland tók upp evru Í FYRRA.

Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 03:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.

Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.

EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI.
"

"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


(Bókin er 1.200 blaðsíður.)

Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 03:33

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"16. gr.

1.
RÁÐIÐ skal fara með löggjafar- og fjárveitingarvald ÁSAMT EVRÓPUÞINGINU. Það skal annast stefnumótun og samræmingu eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum.

2.
Í ráðinu skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna, á ráðherrastigi, sem hefur heimild til að skuldbinda ríkisstjórn viðkomandi ríkis og greiða atkvæði fyrir hennar hönd.

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst.

Mælt er fyrir um annað fyrirkomulag varðandi aukinn meirihluta í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 11.11.2012 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband