13.11.2012 | 19:05
Engar undanþágur, ha?
Á RÚV segir: "Öll ríkin sem gengið hafa í Evrópusambandið á síðustu árum hafa fengið undanþágu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, segir yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi. Stefna Íslands í þessum málaflokkum samræmist ekki stefnu Evrópusambandsins."
Síðar segir: "Henrik Bendixen, yfirmaður Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi kynnti skýrsluna og hann segir að Ísland eigi eftir að setja fram kröfur sínar í þessum málaflokkum. Ef semja þurfi um undanþágur á einhverjum sviðum þá verði það gert. Þetta séu raunverulegar samningaviðræður. Öll 12 aðildarríkin, sem gengið hafa í ESB að undanförnu, hafi fengið undanþágur og það sé að sjálfsögðu opið gagnvart Íslandi líka. Hann geti þó ekki fullyrt um það nú hvaða undaþágur Ísland geti fengið."
Nei-sinnar hamra á því að engar undanþágur séu í boði. Reynslan sýnir þó annað!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þið hafið ekkert minnst á þetta 16 blaðsíðna blað um hvað ESB væri vont og ömulegt sem fylgdi morgunblaðinu í gær.
The Critic, 13.11.2012 kl. 20:39
Þetta er einfaldlega ekki rétt ef það er rétt sem ég hef heyrt, einu undanþágurnar, varanlegu frá reglum ESB eru um 50 sjómílna landhelgi á Möltu, og yfirráð finna á einum fiskistofni í þeirra lögsögu sem sannanlega er ekki tl að dreyfa annarsstaðar.
Þetta er því einhliða ómerkilegur áróður, ef þetta er rétt. Gaman væri að einhver sem veit þetta betur geti komi því á framfæri hvort hér er rétt á málum haldið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 23:57
þetta er ekki málið í sambandi við sjávarútveginn. Yfirráð yfir einhverjum fiski. það liggur allt fyrir hvernig það er miðað við EU reglur. Hlutfallslegur stöðugleiki og veiðireynsla. Semja verður náttúrulega um deilistofna og við aðild er ´sland í miklu sterkari stöðu varðandi þá samninga eins og þorsteinn Pálsson útskýrði fyrir löngu.
þetta er ekkert málið. Umræðan er alltaf á villigötum hérna uppi. Málið er eftirlit með veiðum og veiðiaðferðum, löndunum, skráningu oþh. það er málið. þar getur LÍÚ ekkert verið með einhverjar sér reglur eða regluleysi fyrir sig.
þetta er álíka og með fjármálastarfsemi og markaði. þar er líka ýmislegt sem Ísland verður að gera. Eins með Landbúnað og styrki ríkis. þar verður allt að vera uppá borðum og gegnsætt.
það eru svona atriði sem eru málið. Eins með fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Fráleitt að leyfa það ekki.
Með gjaldmeyrishöft, að þá get eg ekki betur séð í skýrslu en Ísland og EU hafi sett saman hóp um hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftum. Man ekki eftir að hafa séð það í fjölmiðlum.
þá fer maður að hugsa, að það er eins og núna sé einhver hópur manna að reyna að halda í gjaldeyrishöftin. Og foresti eitthvað bla bla. það megi alls ekki borga útlendingum neitt o.s.frv. Vekur grunsemdir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.11.2012 kl. 00:42
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR:"
"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknaríki [um aðild að Evrópusambandinu] er reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna Í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari bókun eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
Finna má ýmis dæmi um SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB UM SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig sérstaklega um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI sínum og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM sínum.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna Í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands."
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 01:03
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR:"
"Hver aðildarsamningur felur í sér breytingu á stofnsáttmálum Evrópusambandsíns."
"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa SÖMU STÖÐU og stofnsáttmálar ESB og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða SÉRÁKVÆÐUM, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson lagaprófessor (2003) segir á bls. 39 að ótvírætt sé að AÐILDARSAMNINGAR nýrra ríkja sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"Aðildarsamninganir sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en í viðauka við þá eru sett fram skilyrði aðildar og aðlaganir á stofnsáttmálum ESB, sem eru óaðskiljanlegur HLUTI AF aðildarsamningnum.
Samanber til dæmis 2. gr. aðildarsamnings Búlgaríu og Rúmeníu."
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 01:30
Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi er ekki fyrsti lygarinn, sem þiggur mútur í eigin pyngju, fyrir að þjóna tilvonandi stórveldi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2012 kl. 02:06
Anna Sigríður Guðmundsdóttir,
FJÖLMARGAR undanþágur og sérlausnir Evrópusambandsins eru nefndar hér að ofan og hafa þar að auki MARGOFT birst hér í athugasemdum.
En hvorki þú né Ásthildur Cesil Þórðardóttir þykist hafa hugmynd um þær, sem kemur nú ekki á óvart.
Og þú SJÁLF hefur orðið hér uppvís að LYGUM, eins og ég sýndi nýlega fram á varðandi landbúnað í Finnlandi.
En vænir svo aðra um lygar!!!
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 02:45
Blessaðir verið ekki að flagga undanþágum. Málið er þið vitið ekki ykkar rjúkandi ráð,því eftir allan ykkar áróður,alla þessa ofur þolinmæði með hrægammana sem bandamenn,er þjóðin algjörlega mótfallin Esbéinu valda og peningafársjúka. Þjóðin á fleiri sterka einstaklinga í sínu fámenni,fleiri valkosti meiri von,en þeir veslings öreigar í Esb,ánauðinni,sem vilja frekar taka sitt eigið líf heldur en þjónkast þessari brjálsemi.Hverslags ómenni eru að stýra þessu fúaflykki,? Innihaldslausu grautarhausar,sem enginn kaus,sem kippir í kyn þrælahaldara forvera sinna. Ó mín íslenska þjóð,á alla framtíðina fyrir sér,eftir hreinsunareldinn,sem hún gengur í gegnum núna. Hvaða þjóð í heiminum á meiri hamingju í vændum;????Eftir að þið drýfið ykkur þangað sem þið gagnist best.
Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2012 kl. 04:52
Helga Kristjánsdóttir,
Þingkosningar í Evrópusambandsríkjunum eru lýðræðislegar kosningar.
Þingmeirihlutinn styðst því við meirihluta kjósenda.
Þú og þínir líkar stundið hins vegar LÝÐSKRUM.
Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!
Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 05:13
ÞÚSUNDIR Íslendinga starfa í Evrópusambandsríkjum, til að mynda Svíþjóð og Danmörku, svo og í Noregi, sem er eins og Ísland á Evrópska efnahagssvæðinu.
Annars væri atvinnuleysi hér á Íslandi MUN MEIRA en það er nú.
Verð á matvælum er MUN HÆRRA hér en í Evrópusambandsríkjunum og þar eru vextir MUN LÆGRI en hér.
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 05:26
Aðild er eitt,tvíhliða viðskiptasamning-ur/ar er annað. Við höfum neitað að taka upp reglugerðir EES,svo ekki er bindingin mikil,þót mælist 70%. Skilgreindu nú einu sinni hvað þú ert að gera hér,ertu launaður evrópusinni,? Áttu von á stöðu, eða ef þú hefur hana nú þegar,þá stöðuhækkun? Ekki svo að skilja að það afsaki landráðatakta þína,en væri gott að vita við hvað er að eiga. Ég veit lítið um litlu utanflokkana,en við skulum sjá hvaða stefna verður ofan á hjá þeim stóru eftir,,,,
Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2012 kl. 05:32
Landsfundinn. Góða nótt
Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2012 kl. 05:34
Helga Kristjánsdóttir,
"landráðatakta þína"??!!
Á hverju byggjast þessir "landráðataktar" nákvæmlega?!
Að ég vilji að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu, þannig að hér LÆKKI vextir VERULEGA, svo og verð á til dæmis matvælum?!
Það eru nú meiri "landráðin"!!!
Á næsta ári verða 28 LÝÐRÆÐISRÍKI í Evrópusambandinu og þar býr hálfur milljarður manna.
Eru það ekki frekar "landráð" að Ísland taki nú upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau?!
Heimska þín og fáráðlingsháttur ríður ekki við einteyming.
Ég veit ekki til þess að nokkur maður fái laun fyrir að skrifa athugasemdir á bloggsíðum og ég er ekki einu sinni í Evrópusamtökunum, eins og hér hefur margoft komið fram.
En ég þakka hólið.
Gefðu svo hér upp kennitöluna þína, þannig að ég geti lögsótt þig við tækifæri.
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 06:20
10.9.2012:
Leysir engan vanda að banna hér verðtryggingu - Blátt bann bjargar engum
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 06:40
14.11.2012 (í dag):
""Lífeyrissjóðirnir eiga erfitt með að veita óverðtryggð lán, nema með breytilegum vöxtum.
Það er bundið í lög að lífeyrissjóðir skuli greiða verðtryggðan lífeyri.
Þar sem verðbólga hefur verið viðvarandi í íslensku samfélagi er óhjákvæmilegt annað en að lán með óverðtryggðum vöxtum beri breytilega vexti."
Þetta segir Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða."
Verðbólgan er versti óvinur lífeyrissjóðanna
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 06:41
Þessi þráður er ekki viðræðuhæfur með þennan ágæta Steina Briem hann yfirkærir allar umræður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 11:38
Ásthildur Cesil Þórðardóttir,
Ég birti hér STAÐREYNDIR og greinilega veitir nú ekki af að birta sumar þeirra nokkrum sinnum, eins og dæmin sanna.
Og að sjálfsögðu heldur þú því fram að það sé eðlilegt að þú og aðrir öfgakarlar og -kerlingar getið án athugasemda birt hér daglega alls kyns LYGAÞVÆTTING!!!
Þetta sagðir þú hér að ofan:
"Þetta er því einhliða ómerkilegur áróður, ef þetta er rétt. Gaman væri að einhver sem veit þetta betur geti komi því á framfæri hvort hér er rétt á málum haldið."
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 14:03
14.11.2012 (í dag):
Skuldastaðan svipuð og hjá Írum
Þorsteinn Briem, 14.11.2012 kl. 14:15
Þið eruð nú meiru rugludallarnir Jón Frímann og Co, ESB HEFUR EKKI VEITT NEINAR UNDANÞÁGUR HELDUR ER AÐEINS UM TÍMABIL AÐ RÆÐA Á MEÐAN NÝ AÐILDARRÍKI AÐLAGAST. En það er bara svo tómur hausinn á ykkur að þið viljið aldrei viðurkenna þetta fremur en annað sem ykkur hefur verið bent á. Þið berjið bara hausnum í steininn (Sérstaklega Steini Bríem - Copy-paste maðurinn) og haldið fram hverri vitleysunni á fætur annarri........
Jóhann Elíasson, 14.11.2012 kl. 16:15
Já, Henrik Bendixen, yfirmaður Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB ,,er vitleysingur". Jóí Elíson said.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.11.2012 kl. 17:40
Það er alveg merkilegt með ykkur INNLIMUNARSINNANA þið getið aldrei svarað neinu á málefnalegan hátt heldur eruð alltaf með einhvern skæting og drullu - það virðist vera það eina sem þið beitið fyrir ykkur og kunnið.........................
Jóhann Elíasson, 14.11.2012 kl. 17:54
já nei, bíddu við, Henrik Bendixen, yfirmaður Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB ,,er rugludallur". Jóí Elíson said.
Og í framhaldi er ,,bara svo tómur hausinn," á Henrik Bendixen, yfirmanni Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB. Jói said.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.11.2012 kl. 18:32
Jóhann Elíasson, Menn sem fara rangt með. Þegar vitað er að staðreyndinar eru aðrar hafa tilil í þjóðfélaginu. Þeir eru almennt kallaðir lygarar.
Hérna er gott yfirlit yfir sérlausnir og undanþágur frá almennum reglum Evrópusambandsins.
Sérlausnir eru tímabundnar lausnir sem hafa gildistíma. Undanþágur eru varanlegur og í aðildarsáttmálum viðkomandi ríkis eða öðrum sáttmálum Evrópusambandsins.
http://en.wikipedia.org/wiki/Opt-outs_in_the_European_Union
Jón Frímann Jónsson, 14.11.2012 kl. 23:25
Jón Frímann hversu oft þarf að segja þér að Wikipedia er EKKI áreiðanleg heimild, því þar getur hver sem er skrifað það sem honum sýnist???? Enn einu sinni þarf að segja þér að ESB hefur EKKI VEITT NEINAR VARANLEGAR UNDANÞÁGUR FRÁ REGLUM SÍNUM og hvað fær ykkur INNLIMUNARSINNA til að halda að breyting verði þar á í tilfelli Íslands?????? Annað sem þú skrifar í athugasemdinni hér á undan, er ekki svarvert, svo vitlaust er það.....
Jóhann Elíasson, 14.11.2012 kl. 23:46
Steini. Getur þú sagt frá því, hvaða lygar þú ert að tala um, frá landbúnaði í Finnlandi? Ég bið um rökstuddar staðbundnar staðreyndir, en ekki ómarktækar tölur á pólitísku áróðurs-línuriti.
Þú skalt ekki saka fólk um lygar, nema að koma með raunveruleg rök fyrir þínu máli, og þér er hollast að hætta sjálfur að ljúga.
Það er ykkur ESB-áróðurspennum hollast að líta ykkur nær, þegar kemur að því að ræða lygar!
Það er engu líkara en að þið hafið ekki hugmynd um hvað er að gerast í sundruðu og ófriðlegu ESB-bankaspillingunni! Eruð þið kannski í sama fílabeinsturninum og spillt stjórnvöld?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2012 kl. 02:34
Bann við því að útlendingar fjárfesti í ferðaiðnaiði á Möltu. Bann við því að útlendingar kaupi fleiri en eina fasteign á Möltu án sérstakrar heimildar frá stjórnvödlum. Bann við því að útelndingar kaupi sumarhús i Danmörku. Undanþága til að styrkja heimskautalandbúnað hjá Svíum og Finnum. Undanþáta til að styrkja háfjallalandbúnað hjá Austurríkismönnum.
Allt eru þetta dæmi um varanlegar undanþágur í relgum ESB. Þetta er sett sem hluti af reglunum og eru þetta því undanþágur í reglunum en ekki undanþágur frá reglunum. Það eru því mjög miklar líkur á því að við getum fengið slíkar undanþágur í ESB reglum um fiskveiðar í okkar aðildarviðræðum. Það verða þá varanlegar undanþágur.
Sigurður M Grétarsson, 15.11.2012 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.