Leita í fréttum mbl.is

REFF: Evrópsk kvikmyndahátíð 16 - 25.nóvember

REFFUm daginn var það RIFF (Reykjavik International Film Festival) en nú er komið að REFF, Reykjavik European Film Festival. Í boði eru fjölmargar krassandi myndir frá Evrópur. Í tilkyningu segir:

"Evrópskir kvikmyndagerðarmenn halda áfram að vera fremstir meðal jafningja þegar kemur að frábærum og áhugaverðum kvikmyndum. Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem fram fer í Bíó Paradís dagana 16.-25. nóvember, er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða í bíói á síðustu misserum."

Hátíðin skiptist í fjóra hluta;

• Nýjar evrópskar myndir
• Myndir tilnefndar til Lux verðlauna Evrópuþingsins
• Myndir sem fjalla um kynbundið ofbeldi (sýndar í samstarfi við UN WOMEN)
• Þagnarþríleikur Theo Angelopoulos (Grikkland)

Alls eru sýndar 11 nýjar og nýlegar myndir á hátíðinni auk hinna
þriggja eldri mynda Theo Angelopoulos sem lést fyrr á árinu. Friðrik Þór
Friðriksson leikstjóri mun minnast Angelopoulos sérstaklega á hátíðinni.
Hátíðin er haldin í samvinnu Evrópustofu – upplýsingamiðstöðvar ESB,
Sendinefndar ESB á Íslandi og Bíó Paradísar. Smærri útgáfa hátíðarinnar
verður haldin á Akureyri í byrjun desember á vegum Kvikmyndaklúbbs
Akureyrar."

Krækja inn á vef hátíðarinnir er hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband