17.11.2012 | 22:52
Bandaríkin fram af bjargbrúninni - verri staða en staða Evrópu?
Í þeim hremmingum sem gengið hafa yfir alheimshagkerfið síðan árið 2008 hefur mikið farið fyrir Evrópu í þeirri umfjöllun. Því verður ekki stungið undir stól hér að mörg ríki Evrópu glíma við alvarleg vandamál, en alls ekki öll. Í þeirri umræðu sem í gangi er, er mest rætt um nokkur ríki; Írland, sem þó er að ná sér verulega á strik, Grikkland, Portúgal, Spán og Ítalíu. Þessi lönd glíma við alvarlegasta vandann.
Sé hinsvegar farið yfir Atlantshafið, blasir við að staða Bandaríkjanna er einnig grafalvarlega. Bandaríkin skulda 16.000 milljarða dollara og búist er við að fjárlagahallinn verið um 8,7% á þessu ári, sem er mun meira heldur en í nokkru Evruríki.
Á næstu vikum stendur Barack Obama frammi fyrir mörgum erfiðum úrlausnarefnum í efnhagsmálum, sem geta haft mikla þýðingu fyrir Evrópu sem heild.
T.d. eru margar lagasetningar sem voru gerðar í tíð George Bush yngri að detta úr gildi, t.d. skattalækkanir sem hann stóð fyrir. Á sama tíma fara ýmsar sparnaðaraðgerðir hin opin bera í gang. Það er því útlit fyrir bæði hækkun skatta og auknar sparnaðaraðgerðir, sem gæti leitt til minnkandi hagvaxtar.
Vandamál Evrópu, eru nefnilega ekki bara vandamál Evrópu, myndin er flóknari en það.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Munurinn er sá að skuldir USA eru í USD sem er gjaldmiðill USA og það er alveg sama hvernig gjaldmiðillinn þróast skuldirnar verða ekki að neinu stórvandamáli. En þið INNLIMUNARSINNAR vitið ekkert um þessi mál og reynið allt til að sverta ástandið annars staðar en í Evrópu.....
Jóhann Elíasson, 18.11.2012 kl. 12:01
Vandamál Evrópu eru ekki bara vandamál Evrópu.
Vandamál Bandaríkjanna eru ekki bara vandamál Bandaríkjanna.
Bæði stórveldin glíma við bankaráns-vanda, sem bitnar á réttlausum stritandi verkamönnum. Enda er það fyrsta boðorð ESB, að taka verlýðsforingja einstakra ríkja úr sambandi.
Það hefur tekist mjög hjá ESB-sendiboðunum á Íslandi, að fá foringja ASÍ: Gylfa Arnbjörnsson, til að vinna gegn réttindum launþega þessa lands!
Forysta ASÍ er stritandi alþýðufólki á Íslandi hættuleg, því forystusauður ASÍ er mjög og tryggur og hliðhollur þjónn ESB-forystunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 12:21
Ég er sammála ykkur, Anna og Jóhann. við þurfum að losna við Gylfa "verðbólguvæna" sem fyrst.
Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2012 kl. 15:47
Þá vitum við það!
Erlendar skuldir Bandaríkjanna verða aldrei að neinu stórvandamáli vegna þess að þær eru í Bandaríkjadollurum!!!
Bandaríkin skulda Kína gríðarlegar fjárhæðir og þurfa að sjálfsögðu að greiða af þeim afborganir og vexti, rétt eins og við Íslendingar þurfum að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum, hvort sem þau eru í evrum eða Bandaríkjadollurum.
Og til þess þurfum við að afla erlends gjaldeyris.
Við prentum ekki íslenska peningaseðla og sendum til útlanda í stórum stíl.
Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 19:10
9.9.2009:
"Kínverjar hafa miklar áhyggjur af peningaprentun Bandaríkjamanna og Sameinuðu þjóðirnar telja að draga verði úr vægi Bandaríkjadollars í heimsviðskiptunum.
Bandaríkjadollar er mikilvægasti gjaldmiðill heimsviðskiptanna og til að mynda fer megnið af olíuviðskiptum fram í Bandaríkjadollurum.
Haft er eftir hátt settum kínverskum stjórnarerindreka í breska blaðinu Telegraph að Kínverjar vonist eftir breytingum á peningastefnu Bandaríkjamanna.
Það leiði til verðbólgu haldi þeir áfram að prenta peninga, sem leiði aftur til þess að eftir nokkur misseri eigi Bandaríkjadollar eftir að hríðfalla."
Kínverjar hafa áhyggjur af peningaprentun í Bandaríkjunum
Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 20:36
Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 42% og gagnvart breska sterlingspundinu um 29%.
OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.
En frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hækkað um 120%.
Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.