Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin fram af bjargbrúninni - verri staða en staða Evrópu?

Í þeim hremmingum sem gengið hafa yfir alheimshagkerfið síðan árið 2008 hefur mikið farið fyrir Evrópu í þeirri umfjöllun. Því verður ekki stungið undir stól hér að mörg ríki Evrópu glíma við alvarleg vandamál, en alls ekki öll. Í þeirri umræðu sem í gangi er, er mest rætt um nokkur ríki; Írland, sem þó er að ná sér verulega á strik, Grikkland, Portúgal, Spán og Ítalíu. Þessi lönd glíma við alvarlegasta vandann.

Sé hinsvegar farið yfir Atlantshafið, blasir við að staða Bandaríkjanna er einnig grafalvarlega. Bandaríkin skulda 16.000 milljarða dollara og búist er við að fjárlagahallinn verið um 8,7% á þessu ári, sem er mun meira heldur en í nokkru Evruríki.

Á næstu vikum stendur Barack Obama frammi fyrir mörgum erfiðum úrlausnarefnum í efnhagsmálum, sem geta haft mikla þýðingu fyrir Evrópu sem heild.

T.d. eru margar lagasetningar sem voru gerðar í tíð George Bush yngri að detta úr gildi, t.d. skattalækkanir sem hann stóð fyrir. Á sama tíma fara ýmsar sparnaðaraðgerðir hin opin bera í gang. Það er því útlit fyrir bæði hækkun skatta og auknar sparnaðaraðgerðir, sem gæti leitt til minnkandi hagvaxtar.

Vandamál Evrópu, eru nefnilega ekki bara vandamál Evrópu, myndin er flóknari en það.

Grein um málið á About.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Munurinn er sá að skuldir USA eru í USD sem er gjaldmiðill USA og það er alveg sama hvernig gjaldmiðillinn þróast skuldirnar verða ekki að neinu stórvandamáli.  En þið INNLIMUNARSINNAR vitið ekkert um þessi mál og reynið allt til að sverta ástandið annars staðar en í Evrópu.....

Jóhann Elíasson, 18.11.2012 kl. 12:01

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vandamál Evrópu eru ekki bara vandamál Evrópu.

Vandamál Bandaríkjanna eru ekki bara vandamál Bandaríkjanna.

Bæði stórveldin glíma við bankaráns-vanda, sem bitnar á réttlausum stritandi verkamönnum. Enda er það fyrsta boðorð ESB, að taka verlýðsforingja einstakra ríkja úr sambandi.

Það hefur tekist mjög hjá ESB-sendiboðunum á Íslandi, að fá foringja ASÍ: Gylfa Arnbjörnsson, til að vinna gegn réttindum launþega þessa lands!

Forysta ASÍ er stritandi alþýðufólki á Íslandi hættuleg, því forystusauður ASÍ er mjög og tryggur og hliðhollur þjónn ESB-forystunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 12:21

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála ykkur, Anna og Jóhann. við þurfum að losna við Gylfa "verðbólguvæna" sem fyrst.

Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2012 kl. 15:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þá vitum við það!

Erlendar skuldir Bandaríkjanna verða aldrei að neinu stórvandamáli vegna þess að þær eru í Bandaríkjadollurum!!!

Bandaríkin skulda Kína gríðarlegar fjárhæðir og þurfa að sjálfsögðu að greiða af þeim afborganir og vexti, rétt eins og við Íslendingar þurfum að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum, hvort sem þau eru í evrum eða Bandaríkjadollurum.

Og til þess þurfum við að afla erlends gjaldeyris.

Við prentum ekki íslenska peningaseðla og sendum til útlanda í stórum stíl.

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 19:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.9.2009:

"Kínverjar hafa miklar áhyggjur af peningaprentun Bandaríkjamanna og Sameinuðu þjóðirnar telja að draga verði úr vægi Bandaríkjadollars í heimsviðskiptunum.

Bandaríkjadollar er mikilvægasti gjaldmiðill heimsviðskiptanna og til að mynda fer megnið af olíuviðskiptum fram í Bandaríkjadollurum.

Haft er eftir hátt settum kínverskum stjórnarerindreka í breska blaðinu Telegraph að Kínverjar vonist eftir breytingum á peningastefnu Bandaríkjamanna.

Það leiði til verðbólgu haldi þeir áfram að prenta peninga, sem leiði aftur til þess að eftir nokkur misseri eigi Bandaríkjadollar eftir að hríðfalla.
"

Kínverjar hafa áhyggjur af peningaprentun í Bandaríkjunum

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 20:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 42% og gagnvart breska sterlingspundinu um 29%.

OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.

En frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hækkað um 120%.

Þorsteinn Briem, 18.11.2012 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband