Leita í fréttum mbl.is

Góð þáttaka á námskeiði Endurmenntunar um ESB

Á vef Evrópustofu sagði þann 22. nóvember:

 " Í gær hófst námskeið um ESB í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, þar sem farið er yfir Evrópumálin á aðgengilegan og áhugaverðan hátt út frá sjónarhóli Íslands.

64 einstaklingar skráðu sig á námskeiðið sem skiptist í þrjá hluta en áhugasamir geta enn skráð þátttöku sína.

Í fyrsta hlutanum var fjallað um Evrópusambandið sjálft, sögu þess og helstu stofnanir og hvernig ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Þá var staða smáríkja innan sambandsins sérstaklega skoðuð og hvernig aðkoma Íslands yrði að stofnunum og ákvarðanaferlinu innan sambandsins. 



Í næstu viku verður fjallað um aðildarumsókn Íslands og samningaviðræðurnar og hvernig það ferli gengur fyrir sig. Þá er farið yfir samninga annarra ríkja og farið yfir hvernig það ferli hefur gengið fyrir sig."

Fjölmargir Íslendingar vilja fræðast um ESB, það er alveg á hreinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópustofa er kostuð af ESB. ESB er í raun að halda fyrirlestur um ESB,þar sem allt verður tínt til, til að skapa sem besta mynd af ESB til að fá íslendinga til að ganga inn.Evrópumaðurinn hlýtur að verða sýndur og Evrópufáninn verður eflaust á vegg og á borði.Evrópusöngurinn verður eflaust sunginn.Það er Háskóla Íslands til ævarandi skammar að taka þátt í svona áróðurs-"námskeiði".Námskeið skal það heita.Sjálfsagt fer að styttast í það að Evrópukveðjan verði fundinn upp, sem Evrópumenn eiga að viðhafa þegar þeir hittast á förnum vegi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 26.11.2012 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband