Leita í fréttum mbl.is

Enn húmoristar á Morgunblaðinu!

Það eru enn húmoristar á Morgunblaðinu! Laugardaginn 15.12 birtist nokkuð (óvenjulega) langt viðtal við Birnu Þórarinsdóttur, sem stýrir Evrópustofu í pappírsútgáfu MBL. Þar var verið að ræða við hana um starfsemi næsta árs, sem samkvæmt þessu ágæta viðtali verður umtalsverð.

Síðan kom þessi frétt á MBL.is, sem er svona "skop-útgáfa" af viðtalinu, svona létt helgargrín. Vegna þess að það lesa fleiri MBL.is en pappírinn?

Fréttin ber öll þess merki að hæðast skuli að ESB og sem myndskreyting er notuð (að sögn blaðsins) pólsk saumakona að sauma fána ESB.

Skyldi Morgunblaðið eiga myndir af saumakonum frá öllum aðildarríkjum ESB, sem eru að sauma fána?

Áhugaverð spurning!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framkoma LÍÚ-Mogga er auðvitað algjört einsdæmi í vestrænum lýðræðisríkjum. Própagandað svo yfirgengilega hálfvitalegt og forheimskandi að átakanlegt er að verða vitni að. Skömm að þessu og hrei móðgun við íslendinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2012 kl. 23:59

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. það er alveg spurning hvort fólk eigi ekki að hundsa moggann. Ekki veita honum viðtöl eða nokkra velvild. Líkt og ÚS og ÍNN. þessir fjölmiðlar eru ekki boðlegir vitibornu fólki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.12.2012 kl. 00:02

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Evrópusambandssinnar gerast órólegir og sjá fjandann í hverju horni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2012 kl. 02:39

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvernig væri Ómar að Evrópusamtökin bara hættu að blogga á Mbl.is ?  Alveg hissa á ykkur ESB-sinnum að koma nálægt svona blaði og mest hissa
á þér Ómar að koma inn á Mbl.is og hafa not af
mogganum þar!  Verið samkvæmir sjálfum ykkar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.12.2012 kl. 08:20

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig væri að sameina alla þessa íslensku gallagripi, í staðinn fyrir að sundra þeim enn meir en orðið er? Viljum við kannski ekki vera siðað samfélag? Hvað vilja íslendingar?

Er enginn vilji til að standa saman, og ræða heiðarlega um evrópskan raunveruleika frá öllum hliðum, án illinda og pólitísks þrýstings?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2012 kl. 09:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef hvergi séð að það séu einhver lög sem segi að til þess að nota þetta bloggsvæði þá þurfi maður að vera öfgasinnaður sjalli. Bara sorrý.

Jafnframt er afar stór munur á að fara í viðtal eða veita LÍÚ-Málgagni viðtal sem þeir svo umsnúa og falsa í þeim tilgangi að fá fram ofsaviðbrögð kjánaþjóðrembinga og sú athöfn að nota sér þann rétt að vera á bloggsvæði sem gefur sig út fyrir að vera opið benda í sakleysi sínu á ákv. staðreyndir.

Staðreyndin er að moggi margbeitir svona vinnubrögðum sem bent er á. Umsnýr, falsar og lygur allt í hlutföllum eftir bahag hverju sinni.

það er bara eitt ráð við slíku. Hundsa Mogga! Ásamt ÚS bullinu og ÍNN ruglinu. þetta eru ekki boðlegir fjölmiðlar í vestrænu ríki á 21.öldinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.12.2012 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband