Leita í fréttum mbl.is

Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands:Reynsla Eistlands af upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu

Urmas PaetUtanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands bjóða til opins fundar með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, miðvikudaginn 19. desember frá kl. 12:05 til 13:30 í Þjóðmenningarhúsinu.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, opnar fundinn. Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, fjallar um reynslu Eistlands af Evrópusambandsaðild og þátttöku í myntsamstarfinu. Að erindi loknu fara fram pallborðsumræður.  

Urmas Paet hefur verið utanríkisráðherra Eistlands síðan árið 2005. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Oslóarháskóla.

Léttar veitingar eru í boði fyrir fundargesti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fundurinn fer fram á ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband