Leita í fréttum mbl.is

Jón Ormur Halldórsson les í stöđu heimsmálanna í FRBL

Jón Ormur HalldórssonDr. Jón Ormur Halldórsson, skrifađi mjög áhugaverđa úttekt á heimsmálunum í FRBL, ţann 28.12 og ţar fjallađi hann međal annars um ţćr áskoranir sem Evrópu (og fleiri) ríki hafa glímt viđ á undanförnum árum. Einnig reynir hann ađ rýna örlítiđ inn í framtíđina. Hann segir t.d.:

"Margir sem ţekkja fjármálamarkađi í ţaula spáđu ţví fram á haust ađ evran myndi ekki lifa áriđ í óbreyttri mynd. Ţeir sem ţekkja vel til stjórnmála í Ţýskalandi og skilja pólitískar ađstćđur í Evrópusambandinu spáđu hins vegar yfirleitt hinu gagnstćđa. Ţeir reyndust hafa rétt fyrir sér. Fćđing evrunnar var pólitísk og líf hennar er ţađ enn.

Framhaldssaga ársins var um tíđa og jafnan árangurslausa neyđarfundi ESB ríkja ţar sem menn sýndust glíma viđ ofurefli markađa, reiđi kjósenda og eigiđ getuleysi. Fréttir af fundunum voru um lömun og upplausn. Ţetta sýndi vel hversu erfitt er ađ samhćfa stefnu margra ólíkra ríkja í viđkvćmustu málum. En fundirnir sýndu hins vegar líka hversu náiđ samstarf ESB ríkja er orđiđ og hve ţýđingarmikiđ ţađ er fyrir ţćr ţjóđir sem í hlut eiga. Hugi menn ađ ţví sem raunverulega var rćtt á árinu sjá ţeir strax ađ svona tilraunir samstarfs vćru algerlega óhugsandi í nokkrum öđrum heimshluta. ESB fékk líka á árinu viđurkenningu á sögulegri ţýđingu sinni í heiminum međ friđarverđlaunum Nóbels.

Viđ árslok eru stór vandamál óleyst en aukinnar bjartsýni er ţó fariđ ađ gćta um framtíđ evrunnar. Spurningar snúast ekki lengur um pólitískan vilja einstakra ríkja til ađ viđhalda samstarfinu eins ţćr gerđu mestan part ársins. Ţćr snúast núorđiđ um hvort stjórnir skuldsettra ríkja Suđur-Evrópu muni finna pólitískan styrk til ađ bćta samkeppnisstöđu landa sinna. Ríkin lögđu öll grunn ađ umbótum á árinu. Fórnirnar sem menn eru ađ fćra í skuldugum ríkjum Evrópu til ţess ađ leysa sín mál og verđa samstarfshćfir í peningamálum sýna vel mikilvćgi evrunnar fyrir ţjóđirnar sem nota hana."

Í lokin á grein sinni segir Jón: "Í kreppum samtímans árar illa fyrir alţjóđlega samvinnu. Margt minnti á ţetta á árinu, ekki síst tilraunir til einangrunar í viđskiptum sem gera oftast illt verra. Rembingur ríkja í pólitík hamlađi líka lausn stórra vandamála í öllum álfum heimsins flestum til ógagns og viljaleysi til samvinnu í umhverfismálum ógnar nú beinlínis mannkyninu. Mál dagsins hvöttu ekki til samvinnu á líđandi ári ţótt ţar sé flestar lausnir ađ finna.

Ţađ minnsta og stćrsta
Á endanum hlýtur ađ skipta mestu hvernig menn skilja veruleikann. Mikil gjá er orđin á milli skilnings vísindanna og almennings á tilverunni sjálfri. Umrćđur um Higgs-öreindina, eđa sviđiđ, sem líklega mćldist á árinu sýndu merki um aukinn áhuga á raunverulegum sannindum um eđli heimsins.

Flestum sem nenna ađ lesa er orđiđ ljóst ađ sjálfur veruleikinn er gersamlega annar en sá sem blasir viđ augum og viđteknar hugmyndir ná til. Ţađ mun líklega smám saman fá ţýđingu."

Fáir eru snjallari en Jón ţegar kemur ađ skrifum sem ţessum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband