Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Egilsson: Allir í sama strögglinu

Í Morgunblaðinu þann 17.1 er verið að ræða "Beinu brautina" sem á að vera skuldaúrræði fyrir fyrirtæki. Blaðið ræðir við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, sem segir: "Þegar var farið út í þetta þá var verið að spá því að efnahagslífið væri að taka við sér og markaðsaðstæður að lagast. Síðan er staðan sú hér heima að fyrirtækin eiga almennt í sama strögglinu."

Hvernig var það - átti ekki krónan að bjarga öllu hér?

Og af hverju er skuldastaða fyrirtækjanna svona slæm? Krónan og hrun hennar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki hefur evran bjargað neinu fyrir Grikkland,Spán,Portúgal,Ítalíu.Efnahagur þessara ríkja er því sem næst hruninn.Þetta eru helstu kaupendalönd að íslenskup saltfiski.Evran er að ganga af Evrópu dauðri.Og evran hefur ekki bjargað Íslandi nema síður sé. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2013 kl. 19:41

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...eru þessi lönd með gjaldeyrishöft? Með Evru hefðu lán landsmanna ekki ekki stökkbreyst og kaupmáttur hefði ekki hrunið.  Svo borga þau okkur fyrir fiskinn í alvöru gjaldmiðli :)

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.1.2013 kl. 20:01

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Krónan fellur vegna bágs efnahags fólks í Evrópu af völdum evru sem hefur áhrif á kaupgetu þess á íslenskum fiski..Hægt er með réttu að kenna evrunni um fall krónunnar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2013 kl. 20:01

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hægt er að kenna evrunni um fall krónunnar á þessu og síðasta ári.Fall krónnau mun halda áfram af völdum evru.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2013 kl. 20:12

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þurfum við ekki að gera greinarmun á skammtíma-vandamálum & hugsanlegum langtímalausnum?

Jón Þórhallsson, 17.1.2013 kl. 20:29

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ef þessi fyrirtæki hefðu verið með evru væru þau öll farin á hausinn :D

Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.1.2013 kl. 21:05

7 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Krónan fellur meðal annars vegna þess að það hefur engin trú á henni, nema þú Sigurgeir!

Marteinn: Af hverju eru þá ekki öll fyrirtæki sem nota evruna farin á hausinn? Getur þú sagt mér það?

Vinsamlega takið til í toppstykkinu!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 17.1.2013 kl. 21:12

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ekki hefur evran bjargað neinu fyrir Grikkland,Spán,Portúgal,Ítalíu."

Jú, í rauninni hefur Evran nefnilega gert það. það er ekkert að marka og/eða það er ekki neinn kjarni máls sá málflutningur hérna uppi á íslandi, síendurtekinn, þetta með: Vandræði í Grikklandi = Evran.

það er enginn alvöruskýrandi eða fræðimaður sem lítur þannig á málin.

Alvöru fræðimenn og skýrendur sjá auðvitað hið augljósa að Evran hefur verið mikill styrkur fyrir nefnd lönd í efnahagsörðugleikum sínum. það er alveg augljóst að mikilir kostir felast í stöðugum gjaldmiðli fyrir þessi lönd.

þar að auki ber að halda til haga, annað er villandi, að efnahagsörðugleikar eru með sitthvorum hætti í þeim löndum er nefnd eru hér ofar. Af þessum löndum er það í raun aðeins Grikkland sem á við örlitla örðugleika. þau vandamál snúast miki að infrastúktúr landsins. Vandamálin liggja þar. Pólitískri menningu.

Spánn, Ítalia og Portúgal eiga í raun ekkert við nein veruleg vandamál að eiga og það kom vel fram í munum á viðbrögðum þessara landa við samdrætti í kerfinu miðað við Grikkland. Vandamál Grikklands er veikleiki í infrastrúktur sem leiddi til allt of miklum drætti við að bregðast við ásamt endalausum upphlaupum lýðskrumara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.1.2013 kl. 21:45

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég hef enga trú á krónunni Gunnar, og tel að hún eigi eftir að falla og falla.En það er ein af lygum Evrópusamtakanna að Ísland eigi kost á því að taka upp evru.Það getur ekki gerst fyrr en í fyrsta lagi eftir 10-20 ár eftir reglum ESB.Þar að auki þyrfti Ísland að ganga í ESB og afsala sér þar með auðlindum sínum..Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2013 kl. 22:53

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef  25% atvinnuleysi er ekki vandamál,eins og er á Spáni, með hruninni kaupgetu, þannig að Spánverjar geta ekki keypt íslenskan saltfisk í hæsta gæðaflokki. þá eru engin vandamál hér á Íslandi.Nei við lygum ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2013 kl. 22:58

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í sambandi við Spán og atvinnuleysi þá er það þannig að allt öðru vísi saga er í atvinnuleysissögu landsins en í tilfelli Íslands. Allt önnur þróun sem er af mörgum orsökum. Sögulega séð er fjöldi atvinnulausra í Evrópu mjög mismunandi á milli svæða. Spánn hefur atvinnuleysissögu. það eru í raun fáein ár síðan atvinnuleysi á Spáni var svipað og nú er. þarna spilar líka inní að skráningar nú eru með öðrum hætti og nákvæmari auk nokkurra fleiri atriða.

Staðreyndin er að þetta ,,atvinnuleysi í ESB" hérna uppi í fásinni - þetta er í raun myta. Menn velja sér eitthvað og yfirfæra yfir á allt. Soldið mikið þannig umræða hérna uppi hjá Andstæðingum ESB.

það er í raun ekkert merkilegt núna eða óskaplegir örðugleikar með atvinnuleysi í Evrópu. Allt á barasta þokkalegu róli sona.

þegar verið er að tala um atvinnuleysi og átta sig á stöðu, verður að líta yfir lengra tímabil en 2-3 ár. Maður lítur yfir sviðið frá seinna stríði hið minnsta. Uppúr stríði hófst vaxtarskeið í Evrópu en um 1970 fór að bera á viðvarandi atvinnuleysi á vissum svæðum og stórborgum. Um 1980 var atvinnuleysið þá þegar um 9% að meðaltali í Evrópu.

það sem hefur gerst síðan, og það er það merkilega og umhugsunarverða, að meira ber á atvinnuleysi ungmenna á seinni árum. það er vel þekkt í Evrópu og ESB er með langtímaplan til að fást við það. Ísland ætti að gera það líka því sama tilhneyging er hér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.1.2013 kl. 23:41

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Sigurgeir,hægt er með réttu að kenna Evrunni um fall krónunnar NEI við ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2013 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband