Leita í fréttum mbl.is

Næstum helmingur vill klára aðildarviðæður - könnun FRBL

PrósentÍ Fréttablaðinu þann 18.1 segir: "Um 36 prósent landsmanna vilja draga aðildarumsókn að ESB til baka og 49 prósent vilja að viðræðunum verði lokið. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til.

Tæpur helmingur landsmanna vill að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið (ESB) verði lokið samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þriðjungur vill draga umsóknina til baka og fimmtán prósent vilja gera hlé á viðræðunum og ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alls sögðust 48,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku til spurningarinnar vilja að aðildarviðræðurnar yrðu kláraðar og aðildarsamningurinn borinn undir þjóðaratkvæði. Um 36,4 prósent sögðust vilja að umsókn Íslands yrði dregin til baka."

Það eru því mun fleiri sem vilja klára málið, en ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fréttablað ESB spurði ekki:"Vilt þú að viðræðunum við ESB verði slitið innan 6-8 mánaða ef ESB hefur ekki sínt vilja til að ljúka viðræðunum".Nær öruggt er að 70-80% hefðu sagt já.Ég skora á ESB-Evrópusamtökin að leggja spurninguna fram í skoðanakönnun.Staðreyndin er sú eins og flestir eru farnir að sjá að ESB mun ekki taka þá áhættu að ljúka viðræðunum, meðan fyrir liggur að íslendingar muni fella ESB aðild.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.1.2013 kl. 21:44

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

EB og aftaníossar þess munu ekki klára málið næstuárin meðan fyrir liggur að aðildin verðru felld.En það verður kosið eftir þrjá mánuði.Öruggt er samkvæmt skoðanakönnunum að næsta ríkisstjórn mun klára málið.Hægt erð að stilla ESB upp við vegg að viðræðunum skuli lokið á 6-8 mánuðum.Ef ESB þrjóskast við og neitar að skrifa undir "samning" eins og ESB kallar það, þá á að sjálfsögðu að láta kjósa um hvort ruglinu skuli haldið áfram.Nei við ESB.Ísland er ekki Tyrkland.

Sigurgeir Jónsson, 18.1.2013 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband