Leita í fréttum mbl.is

SA: Gjaldeyrishöftin eru sem krabbamein í efnahagslífi Íslendinga!

Samtök atvinnulífsinsSamtök atvinnulífsins, SA, sendu frá sér þann 17.1 mjög kröftugt fréttabréf, en hluti þessi hljómar svona:

"Gjaldeyrishöftin eru sem krabbamein í efnahagslífi Íslendinga. Þau eru bein yfirlýsing og viðurkenning íslenskra stjórnvalda á því að íslenska krónan sé óáreiðanlegur gjaldmiðill sem beri að varast. Atvinnulífið og fjárfestar hljóta að taka mark á þessu og afleiðingin er eilífur gjaldeyrisskortur og þrýstingur á gengi krónunnar. Gera má ráð fyrir að gengi krónunnar í höftum fari stöðugt lækkandi, með árstíðabundnum sveiflum, en það veit ekki á gott fyrir verðbólguna. Við bætist að það mikla fé í eigu útlendinga sem haldið er föstu hér í landinu er á beit á íslenskum vöxtum og því stækkar sífellt vaxtareikningurinn sem erlendir aðilar senda þjóðinni.

Því hefur verið haldið fram að íslenska þjóðin rísi ekki undir þeirri skuldabyrði sem á henni hvílir vegna eigna erlendra aðila í íslenskum krónum. Því þurfi höftin. En vandamálið heldur bara áfram að vaxa með áframhaldandi höftum. Þannig er verið að hlaða mikla sprengju sem á endanum springur í andlitið á þjóðinni. Því þarf að afnema höftin hið allra fyrsta."

Í lokin segir: "Öll skilaboð um að ekki eigi að afnema gjaldeyrishöftin innan tilsetts tíma veikja tiltrú á Íslandi, bæði innan lands og utan, og vinna gegn því að hægt sé að byggja upp kröftugt og nútímalegt atvinnulíf hér á landi."

Og það versta er: Enginn hefur hugmynd um þá upphæð sem höftin hafa kostað íslenskt samfélag! En allir vita afleiðingarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Og hverjum er það að kenna??held nú að það sé núverandi ríkisstjórn að kenna sem afhenti erlendum vogunarsjóðum bankana því draumurinn er svo mikill í að komast í sukkið í ESB að það skal látið bitna á almenningi....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.1.2013 kl. 20:32

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evran er dauð segir Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Segir Angela Merkel það á morgun.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.1.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef gengið verður að kröfu ESB og AGS um að aflétta höftunum,byrjar fall krónunnar fyrst fyrir alvöru.Og hrun landsins.Út með krónu.Inn með dollar.Til andskotans með evru.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.1.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband