Leita í fréttum mbl.is

Leiðari FRBL 19.1 um nýja könnun blaðsins

Ólafur Þ. Stephensen, ritsrtjóri Fréttablaðsins, fjallaði í leiðara þann 19.1 um nýjustu könnun blaðsins um Evrópumálin. Leiðarinn byrjar svona:

"Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til.

Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum.

Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram.

Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla"."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband