Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð las bækling í Silfri Egils

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins er vel læs og er það hið besta mál. Hann las t.d. vel á ensku upp úr bæklingi frá ESB í Silfri Egils í gær, með það að markmiði að sýna fram að að um eiginlegar samningaviðræður við ESB, væri ekki að ræða.

En hér getur Sigmundur t.d. lesið um að Malta samdi um alveg SÉR-lausn á fiskveiðimálum og hér getur hann lesið um t.d. undanþágur/sérlausn Breta vegna Schengen.

Nú svo er hægt að benda Sigmundi á að Finnar og Svíar fengu t.d. alveg SÉR-lausn vegna landbúnaðar, sem mál lesa um hér, ásamt eiginlega öllum öðrum undantekningum/sérlausnum. Þetta er frá sjálfu Alþingi eftir fyrirspurn frá þingflokksformanni Sigmundar, Gunnari Braga Sveinssyni.

Það er því alveg greinilega hellingur sem umsóknarlönd geta SAMIÐ um í viðræðum við ESB! Við trúum að Sigmundur viti það, en að hann vilji bara ekki að landsmenn viti það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Vilja Evópusamtökin ekki að það sé upplýst hvað fólgið sé í SÉR-lausninni sem Malta fékk í fiskveiðimálum? Sannleikurinn er hlægilegur. Maltverjar eiga um 300 árabáta sem þeir mega nota til þess að veiða sardínur innan 25 mílna frá landi. ÁRSAFLI þeirra er kannski eins og EIN veiðiferð íslensks togara! ! ! Vilja Evópusamtökin að við fáum sambærilega SÉR-lausn? Ég segi nei og það gerir meirihluti þjóðarinnar. Hættið svo að minnast á þessa undanþágu, hún er málstað ykkar ekki til framdráttar.

Örn Johnson, 21.1.2013 kl. 10:13

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sat Sigmundur Davíð hjá þegar aðlidarumsóknin var samþykkt á Alþingi 2009? Hann var ekki á móti ef ég man rétt.

Gísli Ingvarsson, 21.1.2013 kl. 12:56

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Simmi og framsóknarflokkurinn 2009:

,,VIÐ VILJUM

... að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

http://www.framsokn.is/files/kosningastefnaA4.pdf

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2013 kl. 13:22

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópusamtökin tala um sérlausnir fyrir Möltu.Hægt er að gefa öllu nafn.Það fer best á því að ESB-Evrópusamtökin birti hér á síðunni hverjar þessar "sérlausnir " voru.Eru Evrópusamtökin kanski eytthvað smeyk við það.Malta hefur verið að veiða í kringum 1000 tonn af allskonar"ruslfiski" á smáfleytum, á ári"Lausnin" fólst í því að þeir fengju að gera það áfram innan ákveðinnar fjarlægðar frá landi á undanþágu frá ESB lögum um óákveðin tíma.Evrópusamtökin eru farin að verða sér til skammar með svona málflutningi.Það er komin tími á að halda félgasund í samtökunum svo hægt sé að taka á svona bull-málflutningi. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2013 kl. 17:34

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

" Að halda félagsfund ". 

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2013 kl. 17:37

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á undanþágu frá hvaða ESB lögum fengu þeir Maltverjar að stunda sjávarútveg ákveðna fjarlægð frá landi?

Almennt um Ísland og væntanlegan Aðildarsamning - að þá þarf Ísland enga Undanþágu varðandi fisk eða landbúnað.

Eða hvernig ætti sú Undanþága að hljóma og frá hvað ESB lögum er verið að sækjast eftir undanþágu?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2013 kl. 18:37

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. það er líka alveg ótrúlegt að formaður framsóknarflokksins skuli koma með þessa klausu í sjónvar og, að ví er virðist, leggja málið þannig upp að um eitthvað nýtt eða byltingakent væri að ræða sem gjörbreytti öllu.

Aðildarviðræður snúast auðvitað um ESB laga og regluverk og hvernig staða landsins er gagnvart því. Um hvað annað ættu Aðildarviðræður að ESB að snúast?

það er alveg ótrúlegt að formaður framsóknarflokksins skuli koma fram með svona barnaskap.

Eg er líka hissa á, að almennir framsóknarmenn skuli láta þetta ganga yfir sig. Sigmundur Davíð sem formaður framsóknar hefur skaðað framsókn heilt yfir landið. Hann er alltof lýðskrumskenndur og framsetning hans of bokkaháttarleg. þessi stíl er ekki stíll framsóknar heilt yfir landið. Stíll formanna nánast frá upphafi var líka allt annar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2013 kl. 19:07

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er þeirra sem tala um sérlausnir fyrir Ísland að svara spurningum þínum Ómar. ESB hefur ekki svo ég viti neinstaðar gefið það í skyn að Ísland fái neina undanþágu frá lögum ESB.Malta fékk það ekki.Sigmundur Davíð hefur ekkert gert annað en að segja sannleikann.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2013 kl. 20:13

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Malta fékk undanþágu frá lögum ESB, ótímabubndið,um fiskveiðar innan ákveðinnar fjarlægðar frá landi.Magnið er það lítið að það hefur sjálfsagt ekki verið talið skipta máli.Ekki er annað sjáanlegt en að ESB geti hvenær sem er tekið þá undanþégu af,grundvallar lögum ESB varðandi fiskveiðar var ekki breytt.Þú getur eflaust fengið Möltusamninginn hjá skrifstofu Evrópusamtakanna að Skipholti 50,eða hjá Evrópustofu.Það er best fyrir þig að fara í gegnum hann allan.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2013 kl. 20:23

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, eg hef aldrei verið að biðja um einhverjar sérlausnir varðandi ESB. það eru aðrir alltaf að tala um að ,,það þurfi undanþágu" - og í framhaldi ségja þeir: það er ekki hægt að fá neina undanþágu!

þá spyr eg nú bara eins og kallinn um árið: Afhverju þarf Ísland undanþágu?

Í annan stað, þetta með Möltu og fiskveiðar þeirra þá sko, hef eg kynnt mér það aðeins, að þá voru þeir með ákv. útfærslu í Aðildarsamningi (ásamt fleirum atriðum td. hömlur á frjálsu flæði fjármagns í vissum tilfellum).

Varðandi fiskinn, Möltu og ESB þá skiptir máli að um allt aðrar aðstæður er um að ræða þar miðað við hér. það verður held eg ekki borið beint saman. (Óþarfi að gera lítið úr þeim Maltverjum samt. þeir hafa sína hefð og sína menningu og við eigum að bera virðingu fyrir því.)

Málið í Möltu með fisk eð lögsögu snerist ekkert um að ESB afsalaði sér einhverjum ,,yfirráðum" eða að Malta hafi ,,fengið að halda yfirráðum". þetta er ekki svona. Væri miklu frekar að segja að Maltverjar hafi tryggt í aðildarsamningi að ákveðin veiðitilhögun við eyjarnar héldi sér og vildu fá það skjalfest. þitl að fara útí meir smáatriði þarf eiginlega miklu meiri tíma að útskýra og byrja kannski á því að kynna sér Möltu svona bara í grunninn, því maður veit í sjálfu sér ekki mikið um það land eða eyju í Miðjrðarhafinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2013 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband