Leita í fréttum mbl.is

Hvernig getur Cameron samið aftur ef ekkert er um að semja?

cameron-euDavid Cameron flutti "Evrópuræðuna" sína sem menn hafa beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Og loksins kom hún. Cameron vill "endursemja" um aðild Bretlands að ESB.

Hann vill svo svo láta þjóðina kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu einhverntímann á árunum 2015-17 og að því gefnu að Íhaldsflokkurinn vinni næstu kosningar, sem verða 2014.

En hvernig í ósköpunum á Cameron að fara að þessu?

Að minnsta kosti samkvæmt íslenskum andstæðingum ESB - sem sífellt tuða um það að "það sé ekkert um að semja - þetta sé bara AÐLÖGUN", er þetta nokkuð vonlaust mál.

Samkvæmt rökum íslenskra nei-sinna agetur Cameron ekki endursamið við ESB og er þá málið ekki dautt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bretland gekk í ESB 1973. Síðan hefur verið samið um 6 meiriháttar breytingar á sáttmálum sambandsins (2. fjárlagasáttmálinn, SEA, Maastricht, Amsterdam, Nice og Lissabon) en margir Bretar vilja endurskoða innihald sáttmálanna.

Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að fá slíkar samningaviðræður. Það dugar ekkert minna til en að stórþjóð hóti úrsögn úr sambandinu.

Það er algjörlega út úr myndinni að samið verði við umsóknarríki um innihald þeirra sáttmála sem eru í gildi þegar það gengur inn. Það hefur ekki verið gert og verður ekki gert.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það virðist fara fram hjá Evrópsamtökunum að forystumenn ESB segja það sama og andstæðingar Evrópusambandsaðildar á Íslandi segja: Annaðhvort eru ríki í ESB eða ekki.Það sé ekkert um að semja.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2013 kl. 20:28

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það liggur því beint við að Bretar fá að kjósa um aðildina að ESB, ef Cameron verður áfram við völd.Að öðrum kosti missir hann allan trúverðugleika.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2013 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband