Leita í fréttum mbl.is

Karl Th. um krónublæti á Eyjunni

Karl Th. Birgisson, skrifar pistil um gjaldmiðilsmál á Eyjuna, sem hefst svona:

"Sumt er fyndnara en annað.

Til dæmis þessi texti hér:

„Sjálfstæðisflokkurinn telur að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) vinni að því í sameiningu að í lok efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins geti Íslendingar tekið upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið.“

Hann er úr auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar 2009. Fyrirsögnin var „Trúverðug leið að upptöku evru.“

Undir allt saman kvittar svo Bjarni Benediktsson.

Jahá. Því má slá föstu að þetta sé ekki stefna Sjálfstæðisflokksins núna. Hvers vegna ekki? Af hverju vildi Bjarni evru þá en ekki núna? Hvað hefur breytzt?

Til dæmis það, að evran gerir fátt annað en að styrkjast. Krísan í Evrópu er nefnilega ekki gjaldmiðilskreppa, heldur skuldakreppa einstakra ríkja. Það er engin sérstök kreppa í Belgíu eða Finnlandi.

Hitt hefur ekki breytzt, að krónan heldur áfram að veikjast, þrátt fyrir gjaldeyrishöft."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópusamtökin og aftaníossar ESB á Íslandi virðast enN vera staddir á árinu 2009,eins og ekkert hafi breyst í heiminum síðan þá og allra síst efnahagur þeirra ríkja sem hafa evru sem gjaldmiðil.Íslenska krónan var á árabilinu 2003 til 2007 einn af sterkustu gjaldmiðlum heimsins.Samt vissu margir að hun var alltof hátt skráð.Efnahagur evruríkjanna lagast ekki fyrr en ESB viðurkennir þá staðreynd að gengi evrunnar er í engu samræmi við framleiðslu flestra evruríkjann og gengi hennar er haldið uppi með fjáraustri til að halda bönkum gangandi.Karl TH. segir að krónan haldi áfram að veikjast.Það þarf engan ESB -aftaníossa til að benda á það.Hún getur ekki annað en haldið áfram að veikjast meðan að ESB ríkistjórnin er við völd á Íslandi.Hennar helsta markmið er að koma Íslandi inn í ESB sem skráir krónuna nú á 250 kr. fyrir evru.Það verður það gengi sem Ísland fær í hausinn við inngöngu í ESB. Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 25.1.2013 kl. 17:58

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skulir á móti lansframleiðslu ESB er 80%. Mun betri staða en á Íslandi.

Sami mælikvarði í USA er um 100% af landsframleiðslu.

Staðreyndirnar blasa við... sama hvað vindhani einsog Sigurgeir segir.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband