Leita í fréttum mbl.is

Ippon í Icesave! En nóg að gera samt...

IpponEins og fram kom í fréttum þann 28.1 unnu Íslendingar fullnaðarsigur í Icesave-málinu, eða með Ippon eins og sagt er í júdó! Það er alltaf gaman að vinna, hvort sem það er í fótbolta, Icesave eða einhverju öðru.

Margir hafa glaðst ógurlega, ekki síst formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem lýsir þessu eins og "löðrungi" framan í Evrópusambandið. Hefur því tvöfalda ástæðu til að halda veislu!

Kannski langar Sigmund bara til að löðrunga allt Evrópusambandið, alveg frá Jose Manuel Barroso og niðrúr!

En það er gott að þessu ólyktarmáli skuli verða lokið og vonum bara að annað eins mál komi aldrei upp hér á landi.

Niðurstaða þess breytir því hinsvegar ekki að af nægum öðrum vandamálum er að taka. Nægir að nefna króníska verðbólgu, gjaldeyrishöft, vaxtamál, verðtryggingu og snjóhengjuna, svo eitthvað sé nefnt.

Kostnaður vegna þessara þátta hefur verið mikill í gegnum tíðina og í núinu.

Ef við hefðum ekki allt þetta, þá værum við kannski bara mun betur stödd en t.d. Noregur og Sviss, já kannski bara á toppnum á rjómatertunni! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband