Leita í fréttum mbl.is

Ellert B. Schram um jarmandi rollur og fleira í FRBL

Ellert B. SchramEllert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði stórgóða grein í Fréttablaðið þann 31.1 um Evrópumálin og hefst hún svona:

"Ég hef aldrei farið dult með það, að vera Evrópusinni. Ég er í hópi þeirra sem vilja að Íslendingar ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og síðan verði málið lagt fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta eru mín viðhorf, enda þótt ég hafi auðvitað þann varnagla á, hvort samningar við EBS séu ásættanlegir fyrir land og þjóð, þegar þar að kemur.

Þetta held ég að sé almenn afstaða fylgismanna aðildarviðræðna. Þeir vilja sjá hvað er í pakkanum, áður en þeir gera upp sinn hug. Það er ábyrg og meðvituð afstaða að útiloka ekki aðild að Evrópusambandinu fyrir fram, eins og ástandið er hér á landi um þessar mundir. Þetta hefur lítið eða ekkert með mig sjálfan að gera, úr því sem komið er, hálfáttræðan manninn. Ég er að hugsa um framtíðina, börnin mín og komandi kynslóðir.

Nú hef ég enga ástæðu til að gera lítið úr skoðunum þeirra, sem eru andsnúnir aðildarviðræðum. Ég efast ekki um að þeir hafi þá sannfæringu að aðild að ESB sé röng stefna. En mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þeir haga málflutningi sínum á þann hátt sem gert er. Sá málflutningur gengur því miður út á það, að röksemdir aðildar séu eingöngu innantóm slagorð. Aðferðin sé sú, segja þeir, að „pikka upp línuna, éta þau upp og jarma, hvert eftir öðru, fáránleg, órökstudd slagorð sem helst minna á rollurnar í Animal Farm".

Hvort sem það er á Evrópuvaktinni, Morgunblaðinu, AMX eða INN, þá er sífellt og stöðugt verið að atyrða það fólk og þau samtök, sem vilja fara samningaleiðina til enda. Fólk er sakað um landráð og undirmál, svik við fullveldið. Eða eitthvað þaðan af verra."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband