Leita í fréttum mbl.is

Ellert B. Schram um jarmandi rollur og fleira í FRBL

Ellert B. SchramEllert B. Schram, fyrrverandi alţingismađur, skrifađi stórgóđa grein í Fréttablađiđ ţann 31.1 um Evrópumálin og hefst hún svona:

"Ég hef aldrei fariđ dult međ ţađ, ađ vera Evrópusinni. Ég er í hópi ţeirra sem vilja ađ Íslendingar ljúki ađildarviđrćđum viđ Evrópusambandiđ og síđan verđi máliđ lagt fyrir ţjóđina í allsherjaratkvćđagreiđslu. Ţetta eru mín viđhorf, enda ţótt ég hafi auđvitađ ţann varnagla á, hvort samningar viđ EBS séu ásćttanlegir fyrir land og ţjóđ, ţegar ţar ađ kemur.

Ţetta held ég ađ sé almenn afstađa fylgismanna ađildarviđrćđna. Ţeir vilja sjá hvađ er í pakkanum, áđur en ţeir gera upp sinn hug. Ţađ er ábyrg og međvituđ afstađa ađ útiloka ekki ađild ađ Evrópusambandinu fyrir fram, eins og ástandiđ er hér á landi um ţessar mundir. Ţetta hefur lítiđ eđa ekkert međ mig sjálfan ađ gera, úr ţví sem komiđ er, hálfáttrćđan manninn. Ég er ađ hugsa um framtíđina, börnin mín og komandi kynslóđir.

Nú hef ég enga ástćđu til ađ gera lítiđ úr skođunum ţeirra, sem eru andsnúnir ađildarviđrćđum. Ég efast ekki um ađ ţeir hafi ţá sannfćringu ađ ađild ađ ESB sé röng stefna. En mér međ öllu óskiljanlegt hvers vegna ţeir haga málflutningi sínum á ţann hátt sem gert er. Sá málflutningur gengur ţví miđur út á ţađ, ađ röksemdir ađildar séu eingöngu innantóm slagorđ. Ađferđin sé sú, segja ţeir, ađ „pikka upp línuna, éta ţau upp og jarma, hvert eftir öđru, fáránleg, órökstudd slagorđ sem helst minna á rollurnar í Animal Farm".

Hvort sem ţađ er á Evrópuvaktinni, Morgunblađinu, AMX eđa INN, ţá er sífellt og stöđugt veriđ ađ atyrđa ţađ fólk og ţau samtök, sem vilja fara samningaleiđina til enda. Fólk er sakađ um landráđ og undirmál, svik viđ fullveldiđ. Eđa eitthvađ ţađan af verra."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband