Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. Sigurðsson um íslenska hestinn, Guðna Ágústsson og ESB

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, skrifaði grein um íslenska hestinn (og Guðna Ágústsson) í Morgunblaðið þann 18. febrúar. Grein Björgvins hefst svona:

"Í Morgunblaðinu 9. febrúar leggur sveitungi minn Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra út af viðtali við Íslandsvininn og hestakonuna Karola Schmeil í Eiðfaxa, en Karola telur útséð um að hægt verði að semja um bann við innflutningi á lifandi dýrum til Íslands. Þetta grípur Guðni á lofti og skorar á utanríkisráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að gefa skýr svör um málið og hvernig haldið er á því í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ég ætla að taka ómakið af ráðherrunum.

Samið um bann við innflutningi lifandi dýra

Ég er sammála Guðna og Karolu um það að íslenski hesturinn er einstakt menningarfyrirbæri, samofið sögu lands og þjóðar. Guðni vísar til góðrar sjúkdómsstöðu, ekki einungis hestsins – heldur einnig annarra innlendra búfjárstofna. Guðni bendir réttilega á hætturnar sem því myndu fylgja að lifandi dýr yrðu flutt til landsins. Það er sannfæring mín, rétt eins og Guðna, að semja verður um bann við innflutningi lifandi dýra í aðildarviðræðunum.

Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 16. júlí 2009, sem fylgdi þingsályktun Alþingis um aðildarumsóknina, kemur skýrt fram að viðhalda beri þeim undanþágum og sérlausnum sem Ísland hefur í dag á grundvelli EES-samningsins. Sérstaklega er fjallað um lifandi dýr í því samhengi. Stjórnvöld hafa sýnt í verki hvernig þau fylgja í hvívetna þeim vegvísi sem meirihluti utanríkismálanefndar setti fram og Alþingi veitti umboð sitt til að starfa eftir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðni er betri hestamaður en Björgvin.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.2.2013 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband