Leita í fréttum mbl.is

Lettland mun sækja um Evru

EvraÁ RÚV segir: "Lettar ætla bráðlega að sækja um aðild að evrópska myntsamstarfinu og vonast til að geta tekið upp evru fyrir næstu áramót.

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra segir í viðtali við Lundúnablaðið Guardian að formleg umsókn um aðild að myntsamstarfinu verði lögð inn í byrjun næsta mánaðar. Markmiðið sé að að Lettland verði orðið átjánda evrulandið í lok ársins. Hann segir að lettneskir embættismenn eigi í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska seðlabankann. Málið sé nú tæknilegs eðlis.

Dombrovski segir að öllum undirbúningi ætti að vera lokið í júlí. Hann segir að Lettar líti á umsóknina sem eins konar tryggingu. Hvað svo sem gerist með evruna þá gerist það sama í Lettlandi því 80% allra lána, til heimila og fyrirtækja, séu í evrum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lettland er á framfæri ESB og er löngu komið undir Þýskaland þar sem það á heima.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 20.2.2013 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband