Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Umbreytt pólitískt landslag

Þórður Snær JúlíussonÍ leiðara FRBL, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar þann 27.2, segir meðal annars þetta:

"Á einni helgi hefur hið pólitíska landslag á Íslandi umbreyst. VG opnaði skyndilega á raunverulegan möguleika á ríkisstjórnaraðild með því að samþykkja að klára aðildarviðræður ESB, þrátt fyrir að vera andsnúin aðild. Á sama tíma festi Sjálfstæðisflokkur sig í sessi sem eitt róttækasta stjórnmálaafl landsins.

Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir að inntak stefnu hans sé að „tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu". Frá þeirri stefnu var horfið að hluta um helgina. Í fyrsta lagi var samþykkt ályktun á landsfundi um að hætta aðildarviðræðum við ESB og svipta þar með þjóðina frelsi til að kjósa um málið. Samhliða á að loka Evrópustofu, svo almenningur hafi ekki slíkan aðgang að upplýsingum. Í öðru lagi hefur flokkurinn fallið frá þeirri stefnu að hann leggi „áherslu á að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi". Fyrir tveimur árum lét Bjarni Benediktsson hafa eftir sér að það væri ekki sjálfsagt að útlendingar gætu keypt stórar jarðir á Íslandi. Hann steig annað stórt skref í átt að því að skapa geðþóttastýrt, en ekki almennt, fjárfestingaumhverfi á Íslandi í síðustu viku þegar hann sagði að afskrifa ætti að verulegu leyti kröfur erlendra vogunarsjóða í þrotabú föllnu bankanna. Þessari skoðun var gerð skil í Financial Times, einni af biblíum viðskiptalífsins.

Í þriðja lagi virðist morgunljóst að hinir ungu forystumenn flokksins hafi beygt sig undir „heimsyfirráð eða dauði"-stefnu gömlu harðlínujaxlanna í flokknum. Þessi afstaða kristallaðist ágætlega í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem var vel skreytt af Davíðslegum aulahúmor á kostnað pólitískra andstæðinga. Hún hefur árum saman viljað markaðssetja sig sem sáttastjórnmálamann en steig þarna af þeirri braut."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband