Leita í fréttum mbl.is

Formaður SA: Ber að klára viðræður við ESB - eina leiðin til að komast að niðurstöðu!

RÚVÁ RÚV segir: "Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins, vill ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Heildarhagsmunir eigi að ráða en viðunandi niðurstaða verði að fást fyrir sjávarútveginn. Það sé þó þjóðin sem eigi lokaorðið.

Björgólfur segir að málið sé í ákveðinni vegferð núna samkvæmt ákvörðun Alþingis. Það séu misjafnar skoðanir á því í samfélaginu og innan Samtaka atvinnulífsins."

Síðan segir í fréttinni að Björgólfur telji að að það verði að fá niðurstöðu í þetta mál og að hann..."sjái ekki aðra leið hvernig komast megi að þeirri niðurstöðu en að ljúka þeirri vegferð sem við séum í."

Þetta er mjög skynsamleg afstaða hjá formanni SA!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Formaður samtaka atvinnulífsins hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér að rétt sé að ljúka þessu af, ef hægt væri.En svo er ekki og eflaust er hann búinn að gera sér grein fyrir þvi.ESB hefur sett viðræðurnar í frost og enginn veit hvenær þær hefjast sftur af alvöru.Því er nauðsynlegt  að allir sameinist um tillögu VG sem samþykkt var á landsfundi flokksins að gefa þessu eitt ár.Ef ESB reynir á þessum tíma að koma í veg fyrir að aðildarumsóknin verði afgreidd svo hún geti fari í þjóðaratkvæði á Íslandi þá ber að sjálfsögðu að setja allar viðræður um aðild í frost af Íslands hálfu og Evrópustofu verði lokað, og viðræður verði ekki hafnar aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um hvort íslendingar vilji að Ísland verði aðili að ESB nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2013 kl. 21:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Björgólfur þessi Jóhannsson hefur rangt fyrir sér. Okkur BER ekkert að ljúka neinum viðræðum, sem stofnað var til án umboðs frá þjóðinni og með því að neyða annan stjórnarflokkinn til athæfisins (þvingaður og freistað af hinum stjórnarflokknum þvert gegn grasrót og kjósendum VG). Athæfið var árás á lýðræðislegt vald og umboð. Allan tímann frá umsókninni hefur góður meirihluti þjóðarinnar í ÖLLUM skoðanakönnunum verið ANDVÍGUR inntöku Íslands í Evrópusambandið. Þeim þjóðarvilja BER að fylgja, ekki hugdettum manna í SA og SI.

Stjórnarflokkarnir tveir njóta nú um 22-25% fylgis SAMANLAGT eftir þessa blöskranlegu "vegferð" sína. STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKARNIR greiddu atkvæði GEGN umsokn Össurar & Co. Þeir flokkar (B + D) geta ekki á nokkurn hátt verið bundnir þessari þvinguðu þingsályktun vinstri flokkanna.

Innlimun í Brussel-stórveldið kemur auk heldur ekki til greina, ALDREI, ALDREI nokkurn tímann, hvernig sem þetta ESB veltir sér á ýmsar hliðar, hvort heldur í vandræðum sínum eða valdsmennsku.

Jón Valur Jensson, 7.3.2013 kl. 22:30

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

skynsamur maður þarna hann Björgólfur

Rafn Guðmundsson, 7.3.2013 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband