Leita í fréttum mbl.is

Svana Helen Björnsdóttir: Glapræði að slíta viðræðum

svana helenÁ VB.is segir:"„Að slíta viðræðum nú er glapræði,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins (SI). Hún opnaði þéttsetið Iðnþing samtakanna sem hófst á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Svana Helen, sem var endurkjörinn formaður SI í dag, kom í erindi sínu m.a. inn á aðildarviðræður stjórnvalda við Evrópusambandið og lagði ríka áherslu á að landið megi ekki einangrast."

Síðar segir i fréttinni: "„Ég tel það frumskyldu stjórnvalda að tryggja atvinnulífinu og viðskiptalífinu umhverfi sem nágrannalöndin búa við. Gangi það ekki tapar atvinnulífið,“ sagði hún og líkti aðstæður íslenskra fyrirtækja nú um stundir við mann sem er með aðra höndina bundna aftur fyrir sig. „Með þessu ástandi nú er öllu snúið á haus. Við þurfum að vega upp á móti fjarlægðinni með betri skilyrðum. En það er skrýtið hvað stjórnmálamenn eiga erfitt með að hugsa lengra en fjögur ár fram í tímann. Við þurfum á siðbót að halda og komast upp úr förunum,“ sagði hún."

ESB-málið var rætt á Alþingi í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Setjum það í þjóðaratkvæði hvort eigi að halda áfram eða ekki, spyrjum um og þjóðin gengur til Alþingiskosninga. Það er sama hvor hópurinn á í hlut hann verður að sætta sig við meirihluta vilja þjóðarinnar, óþarfi að eyða meiri pening í þetta ef þjóðin segir nei.

Sandy, 15.3.2013 kl. 17:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og vanalega eru engin rök nefnd fyrir því hvers vegna það er glapræði að slíta viðræðunum...............

Jóhann Elíasson, 15.3.2013 kl. 20:13

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað hefir þessi Svana fyrir sér að segja þetta. Það erum við fólkið sem ráðum þessu. Þjóðin vill þetta ekki og það eru ekki formenn félagasamtaka sem eiga að segja svona. Eru félagar SI sammála henni frekar en félagar ASI voru ekki sammála Gylfa á sínum tíma. Engin að aðildarfélögunum voru sammála honum og það hef ég í fórum mínum enda skrifaði ég öllum formönnum bréf og spurði þá. Ég spyr Svönu ert þú að leika sama leik.

Valdimar Samúelsson, 16.3.2013 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband