Leita í fréttum mbl.is

Punktar um Kýpur

cyprus-flagSamkomulag hefur náðst milli ESB og ríkisstjórnar Kýpur um björgunarlán frá ESB upp á 10 milljarða, gegn mótframlagi Kýpur upp á c.a. 5 milljarða Evra. Þetta er gert til þessa að forða ofurvöxnu bankakerfi Kýpur (8x stærra en landsframleiðsla, slá ekki Ísland!) frá hruni. Það hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér.

Kýpur hefur á undanförnum áratugum markaðsett sig sem skatta og fjármálaparadís og sogað til sín fjármagn, með loforði um 5-7% vexti á innlánum, á meðan aðrar Evrópuþjóðir hafa verið með vexti í kringum 2%. Þetta hljómar eins og "Jöklabréfassaga". Skattar hafa einnig verið mjög lágir (10% á fyrirtæki).

Óveðursskýin hafa hinsvegar hrannast upp hjá þessu eins milljóna manna ríki, sem stundum hefur verið lýst sem  bankakerfi með landi, en ekki öfugt. Efnahagskreppan frá 2008 og mikil útlán til t.d. Grikklands hafa aukið á vandræðin. Í fyrrasumar bað Kýpur um aðstoð en okkur hér á blogginu skilst að til aðgerða hafi ekki verið gripið af hálfu stjórnvalda, enda slíkt pólitískt óvinsælt og ekki vel fallið til endurkjörs.

Það sem gerist nú gerist hinsvegar á elleftu stundu. Þá kemur ESB inn og kemur í veg fyrir að allt fari á versta veg.

Hver var hinn möguleikinn? Jú, að allt bankakerfið í landinu hefði farið í gjaldþrot, að ALLIR bankarnir hefðu hrunið (líkt og gerðist hér á Íslandi). Hefði það verið betra? Með allri þeirri óreiðu sem því myndi fylgja, greiðslumiðlul, verslun og viðskipti í lamasessi o.s.frv.

Í raun er einnig að hluta til verið að bregðast svipað við og Svíar gerðu í sinni bankakreppu, þ.e. að skipta bönkunum og upp í "góða" og "slæma". Þetta felur í sér að einn stóru bankanna (Laiki) fer í þrot og verða eignir hans færðar yfir í Bank of Cyprus og skipt í góðar og slæmar.

Starfsmenn Laiki missa því vinnuna, sem að sjálfsögðu er miður. En það er augljóst að Kýpur stóð ekki undir því hrikalega bankakerfi sem landið var búið að búa til. Þetta hljómar allt kunnuglega.

Hér heima hamast andstæðingar ESB við að hrópa "kúgun" og að Kýpur hafi verið stillt upp við vegg af vonda ESB. Sjálfsagt hefðu þeir frekar þá vilja að Kýpur hefði lent í fullkomnum glundroða, öll greiðslumiðlun hefði farið úr skorðum, verslun, viðskipti og annað slíkt. Skemmtileg heimssýn það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband