Leita í fréttum mbl.is

Össur í DV: Klárum með stæl!

Össur SkarðhéðinssonÍ nýrri grein eftir Össur Skarphéðinsson í DV segir:

"Viðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu varða grundvallarmál fyrir framtíð Íslands. Það skaðar hagsmuni okkar allra ef þeim verður slitið. Þjóðin á sjálf að fá lokaorðið um aðildarsamning. Það er hins vegar hlutverk okkar stjórnmálamanna að tryggja að endanlegur samningur verði sem bestur fyrir Ísland. Góðu fréttirnar eru þær að viðræðurnar ganga vel og það er farið að sjá til lands.

Skoðanakannanir og þjóðaratkvæði

Þeir sem vilja hlaupa úr viðræðum í miðjum klíðum segja jafnan að skoðanakannanir sýni að Íslendingar vilji ekki ganga í ESB ef kosið væri í dag. Gott og vel. En hvað með þá staðreynd að sömu skoðanakannanir hafa líka sýnt ítrekað að mikill meirihluti landsmanna vill ljúka samningaviðræðunum? Eigum við ekki líka að taka mark á þeirri niðurstöðu? Sú skoðanakönnun sem mestu máli skiptir er vitaskuld þjóðaratkvæðagreiðslan."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þarna birtast refsleg klókindi Össurar berlega,eftir valdatöku þeirra. Þegar flokkur hans hafði þvingað þingsáliktunartillögu um umsókn að ESB.kallast það hjá Össuri með stæl. Í upplausnarástandinu hömruðu þeir með öllum fjölmiðlum þessa lands á meintum mistökum fyrri stjórnar,þar sem þeir ræktu engan veginn skyldu sína. Þá höfnuðu þeir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið,afhverju,? Þeir hafa raunar aldrei mér vitanlega viðurkennt,þá borðleggjandi vissu að henni hefði verið hafnað. Áætlunin gekk út á að nýta kjörtímabilið til að vinna ferlinu framgang og dylja allt,ljúga öllu,neyta aflsmunar í krafti valds og auðs útrásar og ESB. Þvinganirnar við umsóknina eru jafn alvarlegt athæfi Samfylkingar/VG og nauðgun. Og eiga að ganga til kosninga um nauðgun er viðurkenning á því. Ekkert nema að draga umsóknina til baka er réttlátur dómur.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2013 kl. 15:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn "stæll" fólginn í Össurarumsókninni. Þingsályktunartillagan og meðferð hennar var stjórnarskrárbrot (gegn 17. og 19. grein) og brot gegn landráðalögum (86. gr. laga nr.19/1940) og að mínu mati efni í landsdóm. Tillagan var þvert gegn þeim eindregna vilja þjóðarinnar að standa utan þessa Evrópusambands, sem sýnt hefur sig í ÖLLUM skoðanakönnunum frá því að sótt var um upptöku í þann miður geðslega selskap, og ekkert umboð kjósenda var á bak við hinn nauma meirihluta þingmanna, sem samþykkti þetta, heldur var þar verið að kúga vissa þingmenn til hlýðni -- enn eitt stjórnarskrárbrotið (gegn 48. greininni). Þá er stuðningur stjórnarsinna við 230 milljóna áróðursapparatið Evrópu[sambands]stofu brot á 88. gr. landráðalaganna.

Sem betur fer er mestallt fylgið hrunið af þessu brigðula liði. Þjóðin verður aldrei nörruð endalaust.

NEI við ESB, rétt eins og við Icesave!

Jón Valur Jensson, 11.4.2013 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband