Leita í fréttum mbl.is

Guðni og dráttarvélarnar

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur ekki verið æstur aðdáandi þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Hann gerir sér hins vegar grein fyrir því að rússibanareið íslensku krónunnar er að valda miklum búsifjum hér á landi. Í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir skömmu sagði hann sögu af tveimur bændum sem komu til hans út af þungri greiðslubyrgði af lánum vegna dráttarvélakaupa. Í viðtalinu segir orðrétt.

Guðni nefnir sem dæmi að fyrir fimm árum komu til hans tveir bændur sem voru að velta því fyrir sér að breyta sínum íslensku skuldum úr krónum í japönsk jen. Á þeim tíma töldu bankamenn og telja margir enn að maður ætti að hafa skuldir sínar og tekjur í sömu mynt. "Annar þessi bóndi gekk þessa leið en hinn hélt sig við íslensku myntina og verðtrygginguna. Skuldirnar hafa bara minnkað hjá þeim sem er með jenin en hjá hinum hafa þær hækkað. Þannig að þarna glímum við við vandamál sem pólitík dagsins í dag og framtíðarinnar þarf að fást við..... Við verðum því að velta þessu fyrir okkur með okkar krónu, aðalatriðið er að verðbólgan fari niður. Síðan þurfa menn að spyrja hvort við eigum að tengja krónuna á annan hátt. Það getur vel verið að tenging við dollara sé ekkert síðri en við evru. Þetta er verkefni bæði hagfræðinga og stjórnmálamanna."

Á þessu sést að Guðni er ekki bjartsýnn á að íslenska krónan eigi framtíðina fyrir sér. Þetta er athyglisvert þvi hingað til hefur hann haldið jafn mikill tryggð við krónuna og íslensku nautgripina. Við spyrjum því háttvirtan formann Framsóknarflokksins. Telur hann það vænlegri lausn að að tengja okkur við bandaríska mynt þar sem við eigum um 10% af okkar viðskiptum frekar en við lönd Evrópusambandsins þar sem yfir 70% af okkar viðskiptum fara fram?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband