Leita í fréttum mbl.is

Uppspretta auđćfa í smáríkjum

Evrópusamtökin vilja vekja athygli ykkar á ţessari ráđstefnu á vegum Rannsóknaseturs um smáríki í hátíđarsal Háskóla Íslands á morgun föstudag milli kl. 9.00-17.00. Ţetta er án efa áhugaverđ ráđstefna fyrir áhugafólk um Evrópumál, ţar sem Ísland verđur boriđ saman viđ Írland sem er innan ESB og međ evru en hefur veriđ međ meiri hagvöxt og kaupmáttaraukningu heldur en Ísland síđastliđinn áratug, ásamt ţví ađ hafa haft mun lćgri verđbólgu. En ađ ráđstefnunni;

Rannsóknasetur um smáríki viđ Háskóla Íslands stendur fyrir heils dags ráđstefnu um útrás smáríkja, ţar sem spurt er hver sé uppspretta auđćfa í smáríkjum. Innlendir og erlendir frćđi- og athafnamenn halda erindi og tala um lćrdóma sem draga má af útrás smáríkja á alţjóđavettvangi og reynslu sína af starfsemi í útrásinni. Megináhersla er á hiđ svokallađa írska undur, en efnahagur Írlands hefur breyst gífurlega á liđnum árum, en Ísland og Írland eru borin saman, auk ţess sem árangri og stöđu Liechtenstein eru gerđ skil.

Ráđstefnan hefst međ opnunarávörpum háskólarektors, forseta Íslands, og fulltrúa Landsbankans, sem styrkir Rannsóknasetur um smáríki til ráđstefnuhaldsins. Í fyrstu málstofunni kynnir Alan Dukes, forstöđumađur Evrópufrćđastofnunarinnar í Dublin og fyrrum fjármálaráđherra Írlands, ţróun írska hagkerfisins og hnattvćđingu ţess, Frank Barry, prófessor viđ Trinity College í Dublin fjallar um alţjóđavćđingu írska hagkerfisins, og Peader Kirby fjallar um félagslegar afleiđingar hins hrađa hagvaxtar.

Í málstofu eftir hádegishlé fjallar Georges Baur um viđvarandi ţróun og árangur Liechtenstein, en árangur bankanna ţar er gjarnan borinn saman viđ íslensku bankana. Baur er nú varasendiherra Liechtenstein í Brussel, en var ráđgjafi liechtensteinskra stjórnvalda viđ umbćtur á fjármálageiranum ţar í landi. Brendan Walsh, fyrrum prófessor viđ University College í Dublin um skattalćkkanir og efnahagsumbćtur írskra stjórnvalda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar ađ lokum um breytingar á íslenska hagkerfinu frá 1990 til dagsins í dag.

Í síđasta hluta ráđstefnunnar fjallar Ragnhildur Geirsdóttir um reynslu Promens af útrásinni og litiđ verđur á ţátt skapandi greina í henni. Ţá kynna ţau Rakel Garđarsdóttir í Vesturport, Reynir Harđarson hjá CCP, Hilmar Sigurđsson hjá Caoz og Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnđur, um hlut menningar, sköpunar og hönnunar í útrásinni. Kristrún Heimisdóttir, ađstođarmađur utanríkisráđherra verđur međ samantekt og slítur ráđstefnunni, en ađ henni lokinni verđur bođiđ upp á léttar veitingar.

Ráđstefnan hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 17:00. Fyrri hluti ráđstefnunnar, fyrstu tvćr málstofurnar, fara fram á ensku, en seinni hlutinn er á íslensku. Ráđstefnan fer fram í hátíđarsal Háskóla Íslands. Ađgangur er ókeypis og öllum opinn. Nánari upplýsingar er ađ finna á http://www.hi.is/ams.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband