Leita í fréttum mbl.is

Þátttaka í EES og ESB í Blaðinu

Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, skrifar mjög góða grein í Blaðið í dag þar sem hann ræðir þáttöku okkar Íslendinga í Evrópusambandinu og hugsanlega aðild okkar að myntbandalagi Evrópu. Greinin hefst svona;

Það virðist ekki vanþörf á að minnt sé á þá staðreynd að Ísland er, og hefur verið um ára bil, fullgildur þátttakandi í kjarna þess sem er virk starfsemi ESB. EES-samningurinn felur í sér að Alþingi verður að tryggja innleiðingu ESB-lagagjörninga innri markaðarins. Hlutfallið af þessum lögfestu samþykktum öllum er svo mælikvarðinn sem ESB/EES leggur á það hver þátt takan er í samanburði. Sleppt er fjölda tímabundinna tæknilegra ákvarðana framkvæmdastjórnarinnar um smámál, einkum á landbúnaðarsviðinu, enda ekki eiginlegur hluti hins frjálsa innri markaðar. Ísland hefur löngum verið samstiga við aðildarríki ESB í framkvæmd samþykkta innri markaðarins og höfum við þannig séð mikla reynslu af aðild. Þessi samanburður birtist hálfsárslega og sýndi síðast að Ísland hafði lögleitt 98.5 prósent reglna innri markaðarins.

Þá rekur hann ástæður hágengisins og þeirra gríðarlegu vaxtaprósentu sem við Íslendingar þurfum að lifa við, og bendir á sjálfhelduna sem þjóðin er komin í með að geta ekki lækkað vexti án þess að hleypa verðbólgunni af stað. Loks segir hann;

"Ég hef fulla trú á því, að reynist þátttaka í Myntbandalagi Evrópu sá kostur sem bestur telst myndu Íslendingar drífa sig í að upp fylla Maastricht-skil yrðin svo kölluðu rétt eins og frammistaðan í þátttöku okkar í EFTA og síðar innri markaði ESB er til fyrirmyndar"

Greinina má finna í Blaðinu í dag, eða á þessari slóð á vefnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband