Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrismálin enn í brennidepli

Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði góðan leiðara í Fréttablaðið í gær um Evrópumál undir yfirskriftinni ,,Nýr tímaás". Þar vekur hann athygli á ummælum Bjarna Benediktssonar formanns utanríkismálanefndar Alþingis um þessi mál. Þetta eru áhugaverðar pælingar hjá ritstjóranum enda er þarna fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að munda stílvopnið.

Þorsteinn segir í leiðaranum sem hægt er að nálgast hér;

Í pólitík er það viðurkennd hernaðarlist að skjóta óþægilega umræðu út af borðinu. Það er líka þekkt aðferð að horfa niður á tærnar en ekki fram á við þegar henta þykir. Í því ljósi er vert umtals og eftirtektar þegar forystumenn í stjórnmálum leggja stór mál í umræðufarveg í þeim tilgangi að takast á við flókin úrlausnarefni og með það að markmiði að leiða umfjöllun um þau til lykta innan afmarkaðs tíma. Formaður utanríkisnefndar Alþingis, Bjarni Benediktsson, kom Evrópuumræðunni í slíkan farveg um liðna helgi bæði í Ríkisútvarpinu og í fréttaviðtali hér í þessu blaði. Frumkvæði hans markar sannarlega þáttaskil. Því hefur á hinn bóginn ekki verið gefinn sá gaumur í opinberri umræðu sem efni standa til.


Það er greinilegt að aðrir Sjálfstæðismenn eru orðnir nokkuð þreyttir á biðstöðu flokksins í gjaldeyrisumræðunni. Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur og framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags og efnhagsmál (RSE) skrifar í 24 Stundir í dag og segir meðal annars:

Í kjölfar (Viðskipta) þingsins hafa menn svo keppst við að lýsa því yfir að hugmyndin um einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé komin „út af borðinu.“ Og fullyrt að eingöngu séu tvær leiðir færar: aðild að ESB, eða óbreytt ástand (sem er reyndar stöðugt að breytast). Fullyrðingarnar hafa lítt eða ekkert verið rökstuddar. Einföldun umræðunnar þjónar náttúrlega pólitískum tilgangi tveggja hópa: Þeim sem vilja aðild að ESB og vilja ekki að aðrar hugmyndir þvælist fyrir. Og þeim sem vilja ekki aðild að ESB, líta á umræðu um gjaldmiðla sem „trjóuhest“ og kæra sig því ekki um hana. Er það til einhvers gagns fyrir almenning í landinu að í opinberri umræðu sé ekki farið vandlega yfir stöðu þjóðargjaldmiðla í breyttri heimsmynd og alla þá fjölmörgu kosti sem uppi kunna að vera? Erfitt er að sjá að þetta sé annað en tilraun til að loka fyrir tímabæra rökræðu sem var á fleygiferð.


Nánar á http://www.mbl.is/bladidnet/2008-02/2008-02-20.pdf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband