20.2.2008 | 10:52
Gjaldeyrismálin enn í brennidepli
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði góðan leiðara í Fréttablaðið í gær um Evrópumál undir yfirskriftinni ,,Nýr tímaás". Þar vekur hann athygli á ummælum Bjarna Benediktssonar formanns utanríkismálanefndar Alþingis um þessi mál. Þetta eru áhugaverðar pælingar hjá ritstjóranum enda er þarna fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að munda stílvopnið.
Þorsteinn segir í leiðaranum sem hægt er að nálgast hér;
Í pólitík er það viðurkennd hernaðarlist að skjóta óþægilega umræðu út af borðinu. Það er líka þekkt aðferð að horfa niður á tærnar en ekki fram á við þegar henta þykir. Í því ljósi er vert umtals og eftirtektar þegar forystumenn í stjórnmálum leggja stór mál í umræðufarveg í þeim tilgangi að takast á við flókin úrlausnarefni og með það að markmiði að leiða umfjöllun um þau til lykta innan afmarkaðs tíma. Formaður utanríkisnefndar Alþingis, Bjarni Benediktsson, kom Evrópuumræðunni í slíkan farveg um liðna helgi bæði í Ríkisútvarpinu og í fréttaviðtali hér í þessu blaði. Frumkvæði hans markar sannarlega þáttaskil. Því hefur á hinn bóginn ekki verið gefinn sá gaumur í opinberri umræðu sem efni standa til.
Það er greinilegt að aðrir Sjálfstæðismenn eru orðnir nokkuð þreyttir á biðstöðu flokksins í gjaldeyrisumræðunni. Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur og framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags og efnhagsmál (RSE) skrifar í 24 Stundir í dag og segir meðal annars:
Í kjölfar (Viðskipta) þingsins hafa menn svo keppst við að lýsa því yfir að hugmyndin um einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé komin út af borðinu. Og fullyrt að eingöngu séu tvær leiðir færar: aðild að ESB, eða óbreytt ástand (sem er reyndar stöðugt að breytast). Fullyrðingarnar hafa lítt eða ekkert verið rökstuddar. Einföldun umræðunnar þjónar náttúrlega pólitískum tilgangi tveggja hópa: Þeim sem vilja aðild að ESB og vilja ekki að aðrar hugmyndir þvælist fyrir. Og þeim sem vilja ekki aðild að ESB, líta á umræðu um gjaldmiðla sem trjóuhest og kæra sig því ekki um hana. Er það til einhvers gagns fyrir almenning í landinu að í opinberri umræðu sé ekki farið vandlega yfir stöðu þjóðargjaldmiðla í breyttri heimsmynd og alla þá fjölmörgu kosti sem uppi kunna að vera? Erfitt er að sjá að þetta sé annað en tilraun til að loka fyrir tímabæra rökræðu sem var á fleygiferð.
Nánar á http://www.mbl.is/bladidnet/2008-02/2008-02-20.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.