Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrismálin enn í brennidepli

Ţorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablađsins skrifađi góđan leiđara í Fréttablađiđ í gćr um Evrópumál undir yfirskriftinni ,,Nýr tímaás". Ţar vekur hann athygli á ummćlum Bjarna Benediktssonar formanns utanríkismálanefndar Alţingis um ţessi mál. Ţetta eru áhugaverđar pćlingar hjá ritstjóranum enda er ţarna fyrrverandi forsćtisráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins ađ munda stílvopniđ.

Ţorsteinn segir í leiđaranum sem hćgt er ađ nálgast hér;

Í pólitík er ţađ viđurkennd hernađarlist ađ skjóta óţćgilega umrćđu út af borđinu. Ţađ er líka ţekkt ađferđ ađ horfa niđur á tćrnar en ekki fram á viđ ţegar henta ţykir. Í ţví ljósi er vert umtals og eftirtektar ţegar forystumenn í stjórnmálum leggja stór mál í umrćđufarveg í ţeim tilgangi ađ takast á viđ flókin úrlausnarefni og međ ţađ ađ markmiđi ađ leiđa umfjöllun um ţau til lykta innan afmarkađs tíma. Formađur utanríkisnefndar Alţingis, Bjarni Benediktsson, kom Evrópuumrćđunni í slíkan farveg um liđna helgi bćđi í Ríkisútvarpinu og í fréttaviđtali hér í ţessu blađi. Frumkvćđi hans markar sannarlega ţáttaskil. Ţví hefur á hinn bóginn ekki veriđ gefinn sá gaumur í opinberri umrćđu sem efni standa til.


Ţađ er greinilegt ađ ađrir Sjálfstćđismenn eru orđnir nokkuđ ţreyttir á biđstöđu flokksins í gjaldeyrisumrćđunni. Birgir Tjörvi Pétursson lögfrćđingur og framkvćmdastjóri Rannsóknarmiđstöđvar um samfélags og efnhagsmál (RSE) skrifar í 24 Stundir í dag og segir međal annars:

Í kjölfar (Viđskipta) ţingsins hafa menn svo keppst viđ ađ lýsa ţví yfir ađ hugmyndin um einhliđa upptöku annars gjaldmiđils sé komin „út af borđinu.“ Og fullyrt ađ eingöngu séu tvćr leiđir fćrar: ađild ađ ESB, eđa óbreytt ástand (sem er reyndar stöđugt ađ breytast). Fullyrđingarnar hafa lítt eđa ekkert veriđ rökstuddar. Einföldun umrćđunnar ţjónar náttúrlega pólitískum tilgangi tveggja hópa: Ţeim sem vilja ađild ađ ESB og vilja ekki ađ ađrar hugmyndir ţvćlist fyrir. Og ţeim sem vilja ekki ađild ađ ESB, líta á umrćđu um gjaldmiđla sem „trjóuhest“ og kćra sig ţví ekki um hana. Er ţađ til einhvers gagns fyrir almenning í landinu ađ í opinberri umrćđu sé ekki fariđ vandlega yfir stöđu ţjóđargjaldmiđla í breyttri heimsmynd og alla ţá fjölmörgu kosti sem uppi kunna ađ vera? Erfitt er ađ sjá ađ ţetta sé annađ en tilraun til ađ loka fyrir tímabćra rökrćđu sem var á fleygiferđ.


Nánar á http://www.mbl.is/bladidnet/2008-02/2008-02-20.pdf

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband