Leita í fréttum mbl.is

Mýtan um erlendu togarana við Íslandsstrendur

Ágæta áhugafólk um Evrópumál, af og til skýtur upp þeirri mýtu að miðin við Íslandsstrendur myndu fyllast af erlendum veiðiskipum ef við gengjum í Evrópusambandið. Þrátt fyrir að margbúið sé að sýna fram á að þetta eigi ekki við rök að styðjast dúkkar þessi dómsdagsspá upp við og við. Nú nýlega hefur þessu til dæmis tvisvar verið haldið fram í greinum í Viðskiptablaðinu. Af því tilefni hafa bæði Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR, og Percy Westerlund, sendiherra ESB hér á landi, skrifað greinar til að hrekja þessa bábilju.

Percy Westerlund skrifar í Viðskiptablaðið í dag og þar segir hann meðal annars:

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er ein af grunnstoðum sjávarútvegsstefnu ESB og ekkert bendir til þess að henni verði haggað í fyrirsjáanlegri framtíð. Fræðilega séð er hægt að breyta reglunni með auknum meirihluta í ráðherraráði ESB. Hins vegar nýtur reglan víðtæks pólitísks stuðnings í ráðherraráðinu og aldrei hefur komið til alvarlegra álita að hrófla við henni þegar breytingar hafa verið gerðar á sjávarútvegsstefnunni (sem er endurskoðuð á tíu ára fresti). Að auki má benda á að Evrópudómstóllinn hefur oftar en einu sinni staðfest lögmæti reglunnar. Mikilvægast í þessu samhengi er þó að engar meiriháttar breytingar yrðu gerðar á sjávarútvegsstefnu ESB nema með samþykki þeirra aðildarríkja sem mestra þjóðarhagsmuna eiga að gæta.


Greinin birtist í Viðskiptablaðinu þriðjudaginn 4. mars 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband